Færsluflokkur: Bloggar

Vanhæf ríkisstjórn !!!!!

Undir glymjandi trommuslætti,eggjakasti,bálkesti og slagsmála við frábæra lögreglu hefur þessi setning dunið í langan tíma. Austurvöllur leit út á tímabili eins og vígvöllur. Það var ekki spurning um mikinn þrýsting frá þjóðinni var að ræða. Fólk missti sig með því að reyna að slasa lögguna og með skemmdarverkum. Það kom á daginn að um vanhæfa ríkisstjórn var að ræða og meira að segja mun vanhæfari en manni gat grunað. Sjálfstæðisflokkurinn mátti vita það að hefði aldrei komist  hjá því að skipta út í Seðlabankanum, því skil ég ekkert í því afhverju þeir gerðu það ekki strax 1.des. Breytingar á ráðherraliði var auðvitað nauðsynlegur eftir allt ruglið en það fannst sjálfstæðisflokknum ekki,heldur stóð hann fastar í lappirnar og streyttist á móti þeirri gagnrýni sem yfir ríkisstjórnaflokkana dundu, það sem má hrósa þeim fyrir er sú samstaða innan flokksins sem hélt og engin fór að hnýta einhverja hnúta á bak við formanninn en samt sem áður er sjálfstæðisflokkurinn vanhæfur, hann hefur ekki æxlað neina ábyrgð enn og munn ekki gera úr þessu miðað við allt sem á okkur hefur gengið stendur hann óhaggaður líkt og Seðalbanki Íslands.

Samfylkingin ákvað í gær að æxla ábyrgð, þegar flokkurinn var búin að vera í baktjalda viðræðum við tvo flokka um nýtt stjórnarsamstarf segir Björgvin af sér sama dag og stjórnarsamstarfið er sett í uppnám, ótrúleg tilviljun ekki satt. Hann var ekki vestur af ráðherraliði Samfylkingarinnar langt í frá, hann talaði skýrt,var yfirvegaður þrátt fyrir ungan aldur og ekkert svakalega sjóaður í pólitík þá stóð hann sína plikt og gerði það vel. Hann er að mínu mati besti ráðherrann í Samfylkingunni, hann stóð fyrir svörum þegar allt hrundi, en ekki reyndasti og besti ráðherran eins og Ingibjörg kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur í dag, afhverju stillti Ingibjörg ekki Jóhönnu fram strax þegar að hrunið byrjaði, af hverju í  dag er Jóhönnu lýst sem töframeðali kreppunar á Íslandi, 100 dögum síðar af hverju er henni stilt upp með þessun hætti, þetta er ótrúverðugt útspil, með fullri virðingu Jóhönnu.Samfylkingin er búin að vera að brjóta trúnað við Sjálfstæðisflokkinn undan farnar vikur og mánuði, framsóknarflokkurinn benti nokkrum sinnum á það í desember að um óheilindi væri að ræða og lýsti áhyggjum sínum yfir þessari ríkisstjórn á þingi í desember mig minnir að það hafi verið Sif Friðleifs sem benti á þetta. Samfylkingin er því einnig vanhæf.Í raun er það eina sem hægt er að bjóða okkur uppá í dag er þjóðstjórn, við verðum að taka tillit til síðustu kosninga þegar það á að leita að yfirmanni hennar, ég mæli með því að fengin verður utanaðkomandi einstaklingur sem verður einskonar framkvæmdarstjóri og leiðir þetta áfram til 9.mai. Hvort sem það er aðili frá A.S.Í eða fengin úr röðum sjálfstæðisflokks því síðustu kosningar gefa þeim valdið, það er ljóst. Ég vil þjóðstjórn og hana þarf að klára á morgunn.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tímabært að rjúka í aðildarviðræður um ESB

Íslendingar eru tvístígandi yfir ESB og það verður að fara mjög rólega af stað í þessu. Helst hefði ég viljað láta kjósa um það hvort við ættum að fara í aðildarviðræður eða ekki. Svo finnst mér tímasetningin algerlega út í hött þ.e.a.s að ákvörðun verði að ligggja fyrir núna, við erum að berjast í böggum fjárhagslega og einnig er stjórnleysa. Samfylkingin vill að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki aðild annars skríður hún upp í rúm hjá öðrum, þetta er taktlaust og tímaskekkja. Í dag byrtist könnun í Fréttablaðinu og þar kom í ljós að við erum 59.6 % sem ekki vilja aðildarumsókn. Það þarf að kynna ESB fyrir okkur mun betur áður en að við erum þvinguð í aðildarviðræður. Einfaldlega þarf að gera margt annað og mikilvægara áður en að menn vaða útí þetta langa og eitt mikilvægasta skref sem Ísland hefur tekið frá 1944.


Verkstjórnar issue í miðri krísu,,ert´að grínast

Eyðiði tímanum frekar í það að segja af ykkur reka menn og búa til starfhæfan hóp til 9.mai í stað þess að deila um verkstjórn. Vill Össur fá það vald til að reka Davíð er þetta orðið spurning um það. Það væri nú betra útspil hjá ykkur að negla niður plan og það sem væri að ráða úrslitum hérna væri málefnalegur ágrenningur.       Neeeeeeei Verkjsórn!!!!


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona segir maður ekki Hörður (Georg Bjarnfreðarson) !

Það er alveg sama hvað gengur á, fullorðnir menn ættu nú að vera búnir að læra að bera virðingu fyrir hvor öðrum þó menn séu ekki sammála.Þessi ummæli þín eru óafsakanleg það er bara þannig.Sjálfur hefur þú verið að berjast fyrir virðingu og viðurkenningu og talar svo á ódrengilegan hátt. Þú talar um að um misskilning sé að ræða, þessi afsökun minnir mig óneitanlega á Georg Bjarnfreðarson en hann einmitt bar alltaf fyrir sig misskilningi. Bottom line, þú ættir einfaldlega að skammast þín og segja af þér sem talsmaður fólksins,ég veit ekki hver kaus þig það en þú hefur  allavega kynnt þig sem slíkan eða kosið þig sjálfur sem talsmann fólksins.

Ég er ekki á meðal þess fólks, lifi lýðveldisbyltingin,,,, appelsínugul að sjálfsögðu. lyðveldisbyltingin.is


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin Ingibjörg

Ég verð að viðurkenna það að ég hef nú aldrei verið neinn Ingibjargar maður en hún hefur afsannað kenningu mína um sig, þvílíkur nagli og alger hetja. Ég veit að nú nær hún taki á flokki sínum og róar ölduna fram í mai eða leggur til þjóðstjórn.


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slaka þú nú á Ögmundur

Auðvitað vilt þú láta kjósa núna, samkvæmt skoðannkönnunum er Vg ofarlega eftir 3.mánuði mjög neðarlega. Þið eruð algerlega stefnulaus flokkur sem lifið á málefnalegu fólki og t.d kristínu það er með ólikindum að svona klár og sæt stelpa skuli hanga í svona áhrifalausu bandalagi. Ef þið takið við núna sekkur skútan,,,, af hverju ? Þið hafið engan tíma til að ná afstöðu í öllu því sem þið eruð á móti hjá ríkisstjórninni í dag, við höfum engan tíma í meiri vitleysu. Þessir tveir flokkar eiga að klára fram að kostningum og þið verðið bara að slaka á og reyna kanski að aðstoða þjóðina við að rétta sig af í stað þess að scrolla upp endalausri neikvæðni í augu okkar. Mótmælin voru ekki gerð til þess að upphefja þig eða hina flokkana, heldur að fá Alþingi til að vakna og ríkisstjórnina til að gera þær breytingar sem þurfa skal strax. Í kjölfarið á þeim breytingum eigum við að fá að kjósa í vor. Við þessu er komið svar, við kjósum í vor. Þið hafið 4 mánuði til að komast að enhverri stefnu en ég efast samt stórlega um það. Ef þið eruð heppinn þá færðu vindilinn og einkabílstjóra, en trúðu mér við látum ekki bjóða okkur uppá valdagræðgis kosningar strax.....


mbl.is Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál, Þorgerði er treystandi

Eftir þessar sláandi fréttir lyftist þó örlítið brúnin, Þorgerði er hægt að treysta 100% og hún getur leitt flokkinn og ríkisstjórnina áfram fram að kostningum. Tvær konur stjórna núna batteríinu og ættu feministar og vinstri grænir að vera sáttir við það. Hvað mótmælin varða þá held ég að fólk verði sáttara við þessa breytingu fram að kostningum frekar hitt valdaæðið. Tvær góðar konur í forystu, gott mál.
mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangi þér vel Geir

Usss hrykalegar fréttir, ég vona að fólk sjái sér fært um það að hætta að veitast að honum og gefa kallinum svigrúm til að ganga frá sínum málum. Ég fagna kosningum í vor það er skárra heldur en það að hleypa tækifærissinnum að, það yrði dómgreindarleysi. Geir er baráttujaxl og óska ég honum og Ingibjörgu bata kveðjum. Ótruleg álög á þessum embættum.
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða skilaboð eru þetta

Á þriðja tug eru fyrir framan Valhöll að mótmæla,, 1500 manns voru að mótmæla fyrir framan þjóðleikhúskjallarann. Eitthvað segir mér að Ingibjörg verði að grípa í taumanna á sínum mönnum ef ekki á að fara illa fyrir samfylkingunni.Þetta er allt samt gott mál okkur hefur tekist að vekja þessa ráðamenn upp frá dauðum og þeir eru farnir að hugsa sinn gang. Gangi ykkur vel þarna í Valhöll vonandi er þetta appelsínugul mótmæli,,,Wink
mbl.is Mótmælt við Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengisþróunin, hvernig gengur að styrkja gengið ???

Ég ásamt mörgum öðrum bíð nokkuð stressaður eftir úrlausn okkar mála varðandi myntkörfulán. Hort sem lánið hvílir á bílum,heimilum,fyrirtækjum bara svo eitthvað sé nefnt.Þessi lán eru að setja landann á hausinn,. Ég átta mig ekki alveg á stefnu þeirra aðila sem vilja taka við ríkisstjórninni núna þ.e.a.s vinstri græn og framsókn. Þið eruð ekki með neitt fram að færa nema breytingu, engar lausnir,bara breytingu. Er ykkur svona mikið um að komst til valda strax, framsókn ?

 Ég hef mótmælt ástandinu og er sammála nýjum kosningum, sérstaklega eftir hrun samfylkingarinnar, en samt sem áður fáum við sem sitjum uppi með myntkörfulánin engin svör, þeir sem eru atvinnulausir eru heldur ekki með svör, uppbygging atvinnulífsins liggur allt niðri og við því eru engin svör. Hvað ætla þessir afturhaldsseggir í Vg og framsókn að gera betur en það sem verið er að reyna, þá vil ég annað svar en "þeir eru ekkert að gera" HVAÐ ÆTLA ÞESSIR MENN AÐ GERA ÖÐRUVÍSI ? Ég hætti ekki að mótmæla fyrr en ég veit það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband