Gott mál, Þorgerði er treystandi

Eftir þessar sláandi fréttir lyftist þó örlítið brúnin, Þorgerði er hægt að treysta 100% og hún getur leitt flokkinn og ríkisstjórnina áfram fram að kostningum. Tvær konur stjórna núna batteríinu og ættu feministar og vinstri grænir að vera sáttir við það. Hvað mótmælin varða þá held ég að fólk verði sáttara við þessa breytingu fram að kostningum frekar hitt valdaæðið. Tvær góðar konur í forystu, gott mál.
mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Þorgerði treystandi ??? búin að mata krókinn með kallinum sínum, fá sínar skuldir felldar niður og situr nú sem fastast til að bjarga eigin skinni og sinna. Þetta er fólkið sem hefur látið koma okkur á kaldan klaka um leið og það mataði sjálft krókinn og telur sig nú ómissandi í að bjarga okkur. Ég er alveg tilbúinn til að borga nokkuð mikið meira og losna við þetta hyski úr landi.

Gunnlaugur Bjarnason, 23.1.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Svona svona, það er ekki hægt að líkja þeim hjónum við hitt hyskið come on !

Stefán Óli Sæbjörnsson, 23.1.2009 kl. 16:51

3 Smámynd: Skarfurinn

Ertu ruglaður Stefán ? treystandi hvað ? þetta er mesti hrokagikkurinn í pólitíkinni í dag og auk þess með allt niðrum sig útaf Kaupþingsbréfunum, henni alls ekki treystandi og skömm fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Skarfurinn, 23.1.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Herra

Mata krókinn?

Maður segir nú maka síðast þegar ég gáði. Annars hef ég ekkert frekar að segja um málið, afsakið.

Herra, 23.1.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Maka krókin og mata börnin. Rétt skal vera rétt, biðst velviðingar.

Gunnlaugur Bjarnason, 26.1.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband