Færsluflokkur: Bloggar
Lygi Össur
22.1.2009 | 18:31
Er ekki búið að ljúga að okkur nóg, við kreppugreiðendurnir eru akkúrat í þessu að horfa upp á eitthvað það magnaðasta valdatafl sem áður hefur skeð í sögunni. Það kemur bersýnilega í ljós að formaður samfylkingarinnar sé ekki á landinu, annars væri þessi ömurlega atburðarrás af hendi ykkar aldrei komin á svið, hún hefur ekki eins mikla óbeit á sjálfstæðisflokknum líkt og þú og varaformaðurinn. Hún getur einnig barið í borðið og róað fólk niður sem hefur alveg mátt gera. En í stað þess snúið þið baki í hana og kljúfið flokkinn á meðan hún er í erfiðum veikindum. Hún talaði skýrt á gamlársdag það skýrt að það er klárt mál að þið eruð að tala þvert á formann ykkar. Hvað er málið ? Vill varaformaðurinn komast í aðlahlutverk, ert þú og Mörður ekki nógu mikið í sviðsljósinu. Hópur samfylkingarinnar telur að kreppan leysist með því að reka Davíð það er einmitt sá hópur sem hefur bölvað Davíð í 20 ár a.m.k því finnst mér þetta hræsni. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðalaus eins og þið, það er ekki þjóðinni til góðs að kalla yfir sig ný stofnaðan framsóknarflokk,Vg og sundraða samfylkingu. Ég hef mótmælt ráðaleysi,aðgerðarleysi og upplýsingaþurrð ykkar. Apgerðarleysi sökum gengisþróun en hún er að setja hóp Íslendinga á hausinn. Þegar formaður Vg talar eins og hann gerði í gær varðandi IMF þá hryllir manni og það er eins gott að af þessari valdagræðgisáætlun þeirra verði ekki því þá er fyrst komið upp stórkostlegt vandamál og helmingi verri mótmæli. En ætli það sé ekki of seint að bjarga stjórninni eftir þetta stórslys að hálfu varaformanns ykkar og atkvæðissöfnunarfundi Reykjavíkusrsataka samfylkingar í gær. Flottast væri þegar Ingibjörg kemur heim rekur hún varaformannin,varamann sinn og þann sem hafði sig mest í frammi fyrir fundinum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn léti Seðlabankastjórnina róa, mann inn í ríksstjórn fyrir Björn, kunnáttu mann sem hefur menntun og reynslu af slíku starfi.Björn fari í nefnd til skoðunnar á EES. Fjármalaráðherran út og í staðin kemur kunnáttumaður með menntun í viðskiptum og stjórnunarreynslu. Þessir aðilar þurfa ekki að vera flokksbundnir eða hvað ? Hrókera í flokkunum á runsæann hátt, þá þarf ekki að koma til frekari vandamála út þetta kjörtímabil. Menn út sem hafa ekki vit né reynslu menn inn sem hafa vit og reynslu, þeir starfa með formönnum. Fá Dag eða Steinunni til að leysa Ingibjörgu af í 4-6 mánuði því þessi elska verður að hvíla sig og forðast allt óþarfa áreyti.
![]() |
Viljum ekki stjórnarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Then you can pack your things, and you are all invited to Canada"
21.1.2009 | 20:39
Auðvitað kemur það ekki á óvart að framsókn sá tækifæri til að ota sínum tota eins og venjulega með því að bjóða á sér æðri endann vinstri grænum, þeir stukku heldur betur til og nú liggur sú leið að samfylkingunni sem gengur stjórnlaus um eins og í heróínvímu um þingsali og talar þvert á hvort annað. Við sem erum að mótmæla erum einmitt að mótmæla þessum vinnubrögðum sem hafa viðhafst hjá þessu flokkum öllum og það er valdagræðgi. Þetta breytist ekkert hjá ykkur stefnan snýst um eitt hjá ykkur og það er valdastóll. Ég talaði við erlendan blaðamann um 18 í dag og hann var ekki hissa á því að Geenpeace flokkurinn eins og hann kallaði hann hafi aldrei komist til valda, og talaði einmitt um það sem kom fram í kastljósi seinn í kvöld að sá flokkur ætlar að skila inn lánunum frá alþj.gjaldeyrissjóðnum," then you can pack your things and you are all invited to Canada".
Er þetta það sem við viljum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pössum okkur
21.1.2009 | 15:28
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þið eruð aumkunarverð Ágúst....
21.1.2009 | 14:18
Það kemur ekkert á óvart að þið samkundarfélagið sem nefnist Samfylking brjótist út núna eins og um einhverja dýrlinga væri að ræða. Ég held nú síður þið undirstrikið enn og aftur valdníðslu þörfina með útspili ykkar gegn samstarfsflokknum ykkar, ekki það að ég er dauðfegin að þið sprengduð þetta samstarf í loft upp. Þið sáuð ykkur ekki fært að koma með neinar lausnir af því að þið hafið engar og skuldinni skelt á Sjálfstæðisflokkinn og framsókn, Geir stendur eins og postulínsstytta málsvari fyrir alla. Þið aumkunarbandalagið standið hjá eða í besta falli gefið sjónvarpamanni fokkmerki vegna þess að USA gaf skít í okkur. Þið hafið gert í brækurnar sem og sjálfsræðisflokkurinn ekki reyna að skolast undan þeirri ábyrgð. Stjórnmálaflokkar segirðu, þeir eru allir með brækurnar á hælunum otandi sínum tota eftir völdum. Ég er búin að gefast upp á ykkur póllíunum sem kallist pólitíkusar, svik og prettir er það sem þið uppskerið.
![]() |
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er engin aðkoma ríkissins til okkar "þrælanna".
21.1.2009 | 09:56
Ég leit í bæinn í morgun og viti menn, talandi um að bregðast strax við þá voru öll tiltæk hreinsitæki og bílar að bóna Alþingishúsið að utan, það væri nú flott ef einhver úr þessari vonlausu ríkisstjórn kæmi nú fram með lausnir jafn hratt fyrir okkur þrælanna eins og að þrífa húsið. Þó að allir viti að þessi lausn er tímabundin því húsið fer undir egg og skít aftur,,held ég. Mótmælendurnir eru þá allavega atvinnuskapandi og það er meira en hægt er að segja um þessa ríkisstjórn.
![]() |
Aðkoma ríkisins vart marktæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkis(ó)stjórn og Samfylkingin er búin að guggna undan mótmælunum til hamingju mótmælendur.. Þið UNNUÐ!!!
21.1.2009 | 01:06
Ég held það að eftir opnunarræðu Geirs í dag og allra þeirra sem tjáðu sig á þingi, að ég sé staddur á einhverri plánetu sem er ein stór afneitun. Það vill engin tala við fólkið, það vill engin koma og staldra við vandamálið og gefa út örlitla von sem gleður hjartað það gerði Barak Obama í dag, en þessi skríll sem þessu landi stjórnar, gerðu það ekki heldur eru þeir búinir að stinga stærsta vandamáli sögunnar ofan í skúffu ég held að þeir ættu að taka svona pólitíkusa sér til fyrirmyndar og búa til örlitla von. Þetta er ríkis(ó)stjórn
Samfylkingin setti fram þingsáliktunartillögu af 10 þingmönnum, sem í fljótu bragði leyfir þinginu að fella ríkisstjórninna strax og kjósa. Fylking innan Samfylkingarinnar undir stjórn Helga Hjörvars lögðu þetta til þvert ofan í kokið á Össuri og formanninunm Ingibjörgu. Því miður elskurnar þá er Samfylkingin Over. Við verðum að athuga vel hvað hægt er að stilla upp í staðin, en sofar so good. Það hriktir í stoðum ríkisstjórnarrinnar þá sérstaklega X-S og við hlið þeirra stendur hálf skelkaður hópur Sjálfstæðismanna sem vart trúir því að Ísland sem hefur verið undir þeirra stjórn nánast frá fullveldi sé að hrunum komið. Þetta er staðreynd elskurnar og annað hvort fáið þið ykkur áfallahjálp og pillur segjið af ykkur hið fyrsta eða FARIÐ AÐ FOKKING VAKNA OG BYRJIÐI AÐ LEYSA ÓTTAN HJÁ FÓLKI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flott mótmæli...
21.1.2009 | 00:13
Ég skellti mér í bæinn uppúr 10 í kvöld og bjóst ekkert endilega við einhverjum svaka látum en þar hafði ég á röngu að standa. Brennu lyktin og kurrið setti strax í mann smá fiðring og skyndilega fylltist maður af einhverjum eldmóð. Þarna var fólk á öllum aldri sumir görguðu aðrir sátu á bekkjum og töluðu saman um þann fora pitt sem búið væri að koma landinu okkar í. Skemmtilegt var að sjá að pöbbarnir í kringum Austurvöll voru opnir og fólk stóð úti og drakk ýmist bjór eða kafii. þetta eru semsagt fyrirmyndar mótmæli þó að Alþingishúsið sé aðeins skítugt þá er hægt að hreinsa það og bæta rúður en varla er hægt að bæta fólki þann skaða sem það hefur orðið fyrir og sú reiði endurspeglast 90% af því fólki sem stendur þarna niður frá og mótmælir, sem sagt þetta eru flott mótmæli og ekkert að því að láta sjá sig. Mér sýnist að fólki sé orðið alvara núna......
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er íslensk pólitík búin að vera.
19.1.2009 | 01:56
Þegar búið var að kjósa eftir síðustu kosningar fengu þessir flokkar yfirburða kosningu og maður trúði eins og asni á lýðræðið. Allar götur síðan hafa verið vandamál að hrjá þetta samstarf og nú síðast þvingunarútspil samfylkingarinnar varðandi EES. Ég veit t.d ekkert um EES það hefur engin kynnt mér EES kost þess og galla. Ég veit ekki heldur hvort þessir flokkar séu yfir höfuð með það á hreinu hvort það sé eitthvað vit að sækja um aðild að aðild að aðildarviðræðum, svona er þetta nú flókið. Miðað við þá frétt um daginn að það væri svo kölluð leyniregla hjá EES varðandi auðlindir ríkja innan EES sem skýrði það í stuttu máli að ef kreppir að þá má EES eða stjórn hennar meta hvort það megi ekki koma tekjum frá landi sem býr yfir auðlind t.d gasi til annara landa innan sambandsins með beinum hætti. Þarna var talað um gasdeilu Rússa og Úkraínu, leynimakkið átti að bitna á gasforða Breta og ætlaði EES að ganga í þann forða og dreyfa vítt og breytt því öll eggin eru í sömu körfunni hjá EES þegar uppi er staðið. Einhverjir sögðu að þessi saga væri kjaftæði og skyndilega dó þessi umræða, það böggar engin stórþjóð eins og Breta við höfum brennt okkur á því.Gefum okkur það að við værum í EES og fiskurinn og rafmagnið væri af skornum skammti innan EES þá held ég að einhver fulltrúi frá Íslandi sem kæmi inn á þingið og ætlaði sér að segja þessum mönnum til syndanna vegna einhverjar leynireglu sem við vissum ekkert um kæmi heim með skottið á milli lappana og við værum farin að sjá öðrum löndum fyrir mat og orku fyrir klink. Við erum bara örlítil eyja einhversstaðar í Atlandshafi og 80 % af heiminum vita ekki að við séum til eða hvar við erum. Við verðum að vita takmörk okkar og haga okkur eftir því, við erum núna í dag loksins að átta okkur á því að við eigum ekkert í þetta. Bandaríkjaherinn gaf okkur puttann, Rússar fljúga hér yfir eins og þeim listir, Bretar beita hryðjuverkalögum og IMF setur okkur skilyrði sem engin þjóð hefur fengið yfir sig áður ekki einu sinni Equador. Ég held að það sé alveg sama hvort það verði kosið aftur eða ekki, engum þessara flokka er lengur treystandi, íslensk pólitík er búin að vera. Það byrtist bara í málþófi andstöðunnar og lítilsvirðingu stjórnarinnar hverju sinni. Það er einfaldlega komin upp patt staða og alger glundroði, Vg halda að þeir séu næstir inn og básúna vitleysunni á hverjum degi og svo var Framsóknarflokkurinn að spila undir fyrr í kvöld. Við þurfum eitthvað nýtt, nýja hugsun, vakningu á þjóðinni,það sem er að gerst í dag er að drepa alla. Og þeir sem eru í aðstöðu til að gera eitthvað haga sér eins og bavíanar. Það er engin lausn í farveginum hjá þinginu,hvorugu genginu það er alveg á hreinu. Við hin getum mótmælt og mótmælt en það er gert grín enda ekkert skrítið menn eru farnir að mæta í grímubúningum til að mótmæla mótmælunum.Hvað leysir sú vitleysa, ég held hinsvegar að þessi mótmæli egi eftir að enda með einhverri skelfingu því miður ekki það að ég standi fyrir því heldur er leikurinn farin að harðna og engin lausn í aðsigi. Þá bera mótmælin engan árangur og það endae bara með skelfingu. Það eru allir að berjast um einhver völd eða aðalhlutverk allsstaðar, mótmælendur,Þingmenn,forstjórar alveg sama allt sníst þetta orðið um að fá að vera no 1. Við leysum ekkert ef þetta heldur svona áfram. Okkur vantar unga fólkið úr öllum flokkunum sem horfa ekki í x eitthvað heldur bara eitt Ísland, fólk sem hefur reynslu úr atvinnuveginum og námi til að koma okkur út úr þessu. Köllum það bara X-Ísland, hitt er orðið úrelt og sumstaðar er komin upp úrkynjunarpólitík sem á enga samleið með framtíðinni. Nú er tími unga fólksins sem hefur menntun og reynslu til að hjálpa Íslandi á flot runnin upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver mun sjá um ráðningu bankastjóranna.
19.1.2009 | 00:30
Eftir allt sukkið, svínaríið og klíkuvibbann í ráðningum hjá ríkinu undanfarin ár hefur maður orðið áhyggjur hver fari með ráðningu nýrra bankastjóra. Ég veit að margir vinir stjórnmálamanna hugsa sér glatt til glóðarinnar nú í kreppunni um traustasta og öruggasta jobbið í dag, sem verður auglýst væntanlega í blöðum. Þar sem að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefið í skin, ef maður les á milli línanna, þá verður kosið fyrr en síðar sökum evrópusambands umræðu, sem allt í einu er orðin að gullinu er reddar okkur Íslendingum úr skíttnum ef marka má sundurtætta skoðun samfylkingarinnar í því samhengi en einsog hefur komið fram þá slítur samfylkingin samstarfinu við sjálfstæðisflokkinn ef hann hlíðir ekki og samþykkir aðild,,,,,,, þetta er útúrdúr, ég tel að þetta fólk sem stjórnar í dag ætti ekki að koma nærri þessum ráðningum ,sökum hættu á spillingu.Þetta fólk veit ekkert hvað er að gerast í flokkunum sínum eða í samstarfinu, þá er bara ekki hægt að fela þeim þessa ábyrgð því ábyrgðinni er þeim ekki treystandi fyrir. Fáum fagfyrirtæki eða fagaðila til þess og engan annan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hemmi farðu !
18.1.2009 | 22:50
Það er ansi gott að vera í nokkurri yfirþyngd og commenta á fótboltann slít er mjög skemmtilegt enda hefur fótboltinn einmitt það uppá að bjóða,skemmtun og umræður. Það er samt einhvernvegin þannig að maður fer að halda með íslensku fólki sem er að keppa út í hinum harða heimi íþróttanna, enda er það eðlilegt við erum fámenn þjóð og eignum okkur þá sem standa sig vel. Þess vegna er orðið ansi pínlegt að horfa á íslenska Víkinginn og baráttujaxlinn Hermann Hreiðarsson verða fyrir barðinu á einhverju Arsenal buffi. Eyja peyjinn á margt betur skilið en það að vera stillt upp sem rottu í sökkvandi skipi og hann lofaður einhverju svo að hann yfirgefi nú ekki þetta sökkvandi skip. En sumum skipum er nú ekki bjargandi ef það rennur ekki af skipstjóranum það mætti einmitt halda að Arsenal buffið Tony Adams sé með meinloku gagvart okkar manni. Ef hann hefur tækifæri á hann að fara, Redknapp er farinn og klúbburinn fékk það sem hann átti inni eftir skemmtilega uppbyggingu þá er ég að meina FA bikarinn. Ég hef það á tilfinningunni að tími þessa klúbbs sé liðin og hlíðin sé brött niður og ef Hermann hefur tækifæri á að fara ætti hann að drífa sig, hann er einfaldlega of góður fyrir þennan klúbb hvað þá þennan stjóra. 'Eg trúi því einfaldlega ekki að fæterinn og baráttujaxlinn sé sáttur við klappstýruhlutverk (sorry,) hann á allt annað skilið. Svo getur verið að hann sé komin með það sem hann vill og spilar pokerinn vel, hvað veit ég, ég er bara aðdáandi uppí sófa í nokkurri yfirþyngd, manni finnst þetta bara leiðinlegt fyrir hans hönd.
![]() |
Hermann á varamannabekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)