Vanhæf ríkisstjórn !!!!!

Undir glymjandi trommuslætti,eggjakasti,bálkesti og slagsmála við frábæra lögreglu hefur þessi setning dunið í langan tíma. Austurvöllur leit út á tímabili eins og vígvöllur. Það var ekki spurning um mikinn þrýsting frá þjóðinni var að ræða. Fólk missti sig með því að reyna að slasa lögguna og með skemmdarverkum. Það kom á daginn að um vanhæfa ríkisstjórn var að ræða og meira að segja mun vanhæfari en manni gat grunað. Sjálfstæðisflokkurinn mátti vita það að hefði aldrei komist  hjá því að skipta út í Seðlabankanum, því skil ég ekkert í því afhverju þeir gerðu það ekki strax 1.des. Breytingar á ráðherraliði var auðvitað nauðsynlegur eftir allt ruglið en það fannst sjálfstæðisflokknum ekki,heldur stóð hann fastar í lappirnar og streyttist á móti þeirri gagnrýni sem yfir ríkisstjórnaflokkana dundu, það sem má hrósa þeim fyrir er sú samstaða innan flokksins sem hélt og engin fór að hnýta einhverja hnúta á bak við formanninn en samt sem áður er sjálfstæðisflokkurinn vanhæfur, hann hefur ekki æxlað neina ábyrgð enn og munn ekki gera úr þessu miðað við allt sem á okkur hefur gengið stendur hann óhaggaður líkt og Seðalbanki Íslands.

Samfylkingin ákvað í gær að æxla ábyrgð, þegar flokkurinn var búin að vera í baktjalda viðræðum við tvo flokka um nýtt stjórnarsamstarf segir Björgvin af sér sama dag og stjórnarsamstarfið er sett í uppnám, ótrúleg tilviljun ekki satt. Hann var ekki vestur af ráðherraliði Samfylkingarinnar langt í frá, hann talaði skýrt,var yfirvegaður þrátt fyrir ungan aldur og ekkert svakalega sjóaður í pólitík þá stóð hann sína plikt og gerði það vel. Hann er að mínu mati besti ráðherrann í Samfylkingunni, hann stóð fyrir svörum þegar allt hrundi, en ekki reyndasti og besti ráðherran eins og Ingibjörg kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur í dag, afhverju stillti Ingibjörg ekki Jóhönnu fram strax þegar að hrunið byrjaði, af hverju í  dag er Jóhönnu lýst sem töframeðali kreppunar á Íslandi, 100 dögum síðar af hverju er henni stilt upp með þessun hætti, þetta er ótrúverðugt útspil, með fullri virðingu Jóhönnu.Samfylkingin er búin að vera að brjóta trúnað við Sjálfstæðisflokkinn undan farnar vikur og mánuði, framsóknarflokkurinn benti nokkrum sinnum á það í desember að um óheilindi væri að ræða og lýsti áhyggjum sínum yfir þessari ríkisstjórn á þingi í desember mig minnir að það hafi verið Sif Friðleifs sem benti á þetta. Samfylkingin er því einnig vanhæf.Í raun er það eina sem hægt er að bjóða okkur uppá í dag er þjóðstjórn, við verðum að taka tillit til síðustu kosninga þegar það á að leita að yfirmanni hennar, ég mæli með því að fengin verður utanaðkomandi einstaklingur sem verður einskonar framkvæmdarstjóri og leiðir þetta áfram til 9.mai. Hvort sem það er aðili frá A.S.Í eða fengin úr röðum sjálfstæðisflokks því síðustu kosningar gefa þeim valdið, það er ljóst. Ég vil þjóðstjórn og hana þarf að klára á morgunn.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það eru stórkostleg gleðitíðindi að Geiri gunga skyldi fórna sjálfstæðisflokknum til að feita skrímslið Dabbi drulluhali gæti ekið sér á rassgatinu í stóli bleðlabankastjóra. Þetta var yndisleg fórn því báðir fara nú í ystu myrkur, sjálfstæðisflokkurinn og Dabbi drulluhali!

corvus corax, 26.1.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ég er á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem fastastur í lappirnar til þess að halda uppi þessari þjóð. Núna er engin stjórn, núna gerist ekkert fyrr en ný stjórn kemur og tekur við stýrinu. En hvaða stjórn ? þjóðstjórn ? Vinstri grænir og Sammarar ? hver á að ráða því ? Svona óvissuvitleysu var sjálfstæðisflokkurinn að reyna að vernda okkur frá. Núna, í staðinn fyrir að reyna að finna út einhverja lausn á málunum, hvað má betur fara og hvað skal gera öðruvísi þá erum við að reyna að eyða tímanum okkar í það að möndla saman nýrri stjórn. Til hvers? til þess að hún geti geti staðið getulaus fram að .mai. og þá þurfum við að byrja upp á nýtt. Hvernig helduru að erlendir fjárfestar líti til landsins, mjög varlega skal ég segja þér. Hversvegna ? vegna þess að hér ríkir stjórnleysi eða á slæmri íslensku Anarchy.

Til hamingju, þú skiptir litlu út fyrir engu.

btw. Hrafn, hvað ertu að reyna að segja ?

Birgir Hrafn Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 17:45

3 identicon

Birgir Hrafn:

Hefði ekki geta orðað það betur sjálfur.

Gulli (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Við gátum ekkert gert í þessari stöðu sem var komin upp, kosningar urðu að koma í ljósi þeirra óánægju samfylkingar á ríkisstjórnarstarfinu sem og seinagangs sjálfstæðisflokksins á breytingum í stjórbsýslu sem og ráðherra embættum, þetta á líka við um samfylkinguna, þessir flokkar brugðust okkur,þeir brugðust lýðræðinu í landinu, af þeiom sökum vil ég að flokkapólitík segi sögunni til það sannast að það sem íslenskir kjósendur vilja, geta flokkarnir ekkir framkvæmt því miður. Þessir flokkar voru með yfirburða kosningu, við ættum frekar að óska þeim til hamingju með að hafa að mínu mati eyðilagt traust okkar á flokkapólitík.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband