Færsluflokkur: Bloggar
Vanhæf ríkisstjórn !!!!!
11.2.2009 | 23:15
Þessi frétt kemur mér jafn mikið á óvart og sól skín á sumrin. Það hefði verið full áhættusamt fyrir Samfylkinguna að fara út í þessa umræðu að fyrrabragði vegna þess að hún er umdeild, Samfylkingin fer ALDREI út í það, Samfylkingin segir það sem fólk vill heyra. Ekki batnar það þegar VG eru handjárnaðir við tvístígandi flokkinn. Ég er mjög þakklátur fyrir það, að þessir flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn hafa sýnt að og sannað á 10 dögum að það má vera kraftaverk að þeir nái að gera það sem þarf að gera fram að kosningum, en það er yfirnáttúrulegt að þeir haldi þetta út.
Auðvitað á að veiða hval, bara í ljósi þess að hann étur þvílíkt af þorski, einnig er hvalur farinn að sýna skipstjórum ný fiskimið. Það er hinsvegar spurning hvort leyfi fáist til að verka hvalinn í Hvalfirði eða í frystihúsi. Hver man ekki eftir sunnudagsrúntinum í Hvalfjörðin að skoða þegar menn voru að verka svo endaði dagurinn á ís í Botnskálanum :)
Kreppan er ekki bara slæm .....................
![]() |
36 þingmenn vilja hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað fækkar
9.2.2009 | 10:41
Vitiborið fólk fer ekkert að mótmæla þarna, enda eru þessi mótmæli fáránleg frá upphafi til enda. Seðlabankastjórnin er að hætta þetta er spurning um smá tíma. Það þarf að breyta lögum, mér sýnist það ætli að taka töluverðan tíma þar sem að ný ríkisstjórn vinnur endalaust með handabakinu. Sendingin á þessu bréfi til bankastjóranna er t.d gott dæmi um slík vinnubrögð. Mér finnst að fólk ætii a fara að mótmæla aftur fyrir framan Alþingi því þar er ekkert að gerast sem snýr að heimilunum, einbeitingin er að hreinsa út úr stjórnsýsluembættum, sem er engin hagur fyrir fjöldskyldur.
![]() |
Fækkar við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Davíð er maðurinn.....
9.2.2009 | 09:30
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábært Davíð eða ömurlegt Davíð ?
8.2.2009 | 22:55
Ég hef enga lagalega þekkingu á ráðningarmálum Seðlabankans hvað þá heldur rétt þeirra sem starfa þar. Ég spurði oft að því hvort ástæða væri til þess að Davíð segði af sér, sumir sögðu já aðrir sögðu nei. Ef Davíð og fjöldskylda hans heyrir í fjölmiðlum af innihaldi bréfs frá forsætisráðherra til hans er víða pottur brotinn hjá nýjum ráðherra. Ef bankastjórar eru með ráðningasamning í 7 ár set ég alvarlega athugasemd við bréfið sem honum barst og óskina sem í bréfinu var.
Ef forætisráðherra getur með einu bréfi rekið bankastjóra af hverju gerir hann það þá ekki, til hvers að fara þessa leið.Davíð er ekki sammála því að hafa staðið sig illa, það eru ekki allir sammála því. Ef forsætisráðherra er ekki sátt/ur með störf bankastjóra á hann einfaldlega að reka þá. þannig að mér finnst á báða vegu þetta mál hið furðulegasta og undirstrikar öll mín skrif um samsæriskenningar gegn sjálfstæðisflokknum hjá minnihlutahópum. Hver var tilgangurinn, á stjórnarslitunum og hvernig á þessi leðjuslagur að gagnast okkur sem eru að reyna að þrauka milli mánaða. Þið ættuð ÖLL að skammast ykkar og drullast til að segja af ykkur. Slíkur er andskotans skítafnikurinn af kökunni sem hófst í bökun vestur í Borgarnesi með ræðu Ingibjargar Sólrúnar. Flokkapólitík er úr sér gengin,gegnsósa af spillingu og valdagræðgi. Enn og aftur segi ég og skrifa við þrælar þessa lands borgum undir ykkur sukkið og svínaríið á meðan þið tottið vindla og étið kavíar í hinu háa Alþingi við erum höfð að háði og spotti. Samt brosum við fram í tilveruna og segjum " þetta reddast". Vitandi það að hver stjórinn á fætur eftir öðrum er blindfullur.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er komin ný hreyfing á facebook,
28.1.2009 | 17:19

Ekki tók þetta langan tíma, glöggir menn sjá strax í gegnum þessa skrítnu leikfléttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
What goes around comes around !!!
27.1.2009 | 18:04
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært framtak.
27.1.2009 | 17:52
![]() |
Hvalveiðar leyfðar til 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er ég bara sá eini ??
27.1.2009 | 17:23
Er ég bara sá eini sem finnst atburðarrásin undanfarnar vikur bera merki um refskák manna sem til valda vildu komast. Ég hef það óneitanlega á tilfiningunni að verið sé að hafa okkur að háði og spotti. Allir sem vildu breytingar sáu þjóðstjórn fram að kosningum en nú er allt annað á teningnum.Ég get með engu móti skilið hvernig samfylkingin gat gert sig svona stick free, þeir fá meira að segja umboðið til stjórnarmyndunnar, sök sé ef það hefði verið Steingrímur J og hans flokkur. Nei elsku mótmælendur fyrir utan þá sem voru úr ungmannahreyfingu vinstri græna, við vorum blekkt með þessum stórkostlega hætti. Múgsefjunarliðið frá hreyfingunni fékk okkur í lið með sér, rödd fólksins og allt heila klabbið. Djö..... getur maður verið vitlaus að halda það virkilega að á okkur sé hlustað. Í miðri kreppunni fara menn að þessu svona, hver ber ábyrgðina svo eftir mótmælin HA !! Framsókn NEI, Samfylking NEI ALLS EKKI Sjálfstæðisfl JÁ og það er í lagi. VIÐ VILDUM ÞJÓÐSTJÓRN FRAM AÐ KOSNINGUM,,,EN EKKI ENN EITT HELV... PLOTTIÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilviljun að allar línur séu klárar
26.1.2009 | 23:47
![]() |
VG leggur línurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnin féll 21.jan s.l. Blekkingarlekurinn er þó eldri.......
26.1.2009 | 23:22
Þann 21.jan gerðust ýmislegir hlutir, ég nefndi að ríkisstjórnin hafi fallið þá, en kom Ágúst varaformaður Sf fram og kallaði á kosningar og þessi aumkunarvarða yfirlýsing sem var einhverskonar gagnrýni á sjálfstæðisflokkinn. Framkvæmdarstjórinn hjá samfylkingunni gaf út yfirlýsingu þennan dag með þessum upphafsorðum Er ríkisstjórnin traustur samningsaðili?, Þessi yfirlýsing hans var partur af leikfléttu samfylkingarinnar sem er að koma í ljós á morgunn.
Gott og vel flokkurinn virtist vera á þessum tíma að sögn Ingibjargar Sólrúnar að eibeita sér að því að leysa þau vandamál sem væru í þjóðfélaginu. (Ingibjörg var stödd í Svíþjóð á þessum tíma.)Hún hélt það að fólk sitt væri að vinna að lausn, en annað kom á daginn. Þær aukapersónur í leikriti samfylkingarinnar voru á öðru bandi. Enda kom það í ljós sama dag þegar að nokkrir af þingmönnum samfylkingarinnar lögðu fram einhversskonar tillögu um það að kjósa ætti strax. Þennan dag féll ríkisstjórnin því uppfrá þessari atburðarrás fer formaður farmsóknarflokksins að bjóða sig sem stuðningsbandalag ásamt Vg til stjórnarmyndunar með samfylkingu ótrúleg tilviljun. Í dag er enn verið að ræða sömu hluti og þá sem hófust þarna. Á morgun tekur þessi blekkingarleikur gildi, við sem höfum verið að mótmæla spillingunni og aðgerðarleysinu fengum þetta í staðin. Spillingu ofan á spillingu, engin segist vera búin að vera í "formlegum" viðræðum,takið eftir þessari setningu, enþá er verið að ljúga að okkur eins og við séum asnar.
Viðræðurnar hafa átt sér stað frá a.m.k 21 jan. Það er klárt. Nú þarf bara að lesa bloggin og fréttirnar aftur til 1. nóv til að átta sig á því hvernig blekkingarleikurinn byrjaði. Og við horfum á leikritið með asnaeyrun sperrt!! Ég tala nú ekki um þá mörghundruð mótmælendur sem óttuðust þetta. það er eins gott að blekkingarleikurinn verði ekki upprætur en ég stórefast um það því landið er lítið en munnarnir stórir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)