Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Það er eins gott að eftirlitsaðilar hafi ekki stjórnað sínu eftirliti úr bænum.

Annars vegar tek ég undir þau orð að það er Guð mildi að ekki fór verr, hins vegar spyr ég hver var efitrlitsaðili á þessari bygginarframkvæmd. Þetta er einfaldlega hlutur sem ekki á að geta skeð. 20 krakkar hrundu niður 2,5 mtr, þetta er framkvæmd sem er gerð af  kæruleysi sem hægt er að miða við blindfullann ökumann. Hver stóð á bak við þessa svalarbyggingu, sá  þarf að koma fram, einfaldlega vegna þess að sá aðili ætti ekki að fá leyfi til að byggja LEGO hús. Hvurn djöf..... eru menn að pæla þegar um hamar og nagla er um að ræða.

AngryMaður er enfaldlega orðlaus.


mbl.is Féllu 2,5 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 einkafyrirtæki vilja ESB en ekki okkar helstu atvinnuvegir.

Það var virkilega áhugaverð ESB umræða í kastljósi í kvöld sem sagði manni ýmislegt. Forstjóri Össur hf vildi meina,að það verður stöðnun eftir nokkur ár ef við sækjum ekki um aðild að ESB og Össur hf mun flytja alla sína starfsemi erlendis, sem tæki nokkur ár,ef ekki yrði farið í ESB.Okey það er ömurlegt til þess að vita að okkar góðu fyritæki stilli dæminu upp svona. Þegar Össur var stofnað var íslensk króna og þeim tókst með henni að byggja upp þetta stóra góða fyrirtæki sem við öll getum verið stolt af, einnig má telja Marel og CCP í þessari umræðu þessi fyrirtæki voru við nákvæmlega sömu aðstæður þegar þau voru stofnuð. það er skellur fyrir alheiminn það hrun sem varð bitnar á ESB ríkjum jant sem okkur og öllum heiminum, svo mér finnst ansi mikil einföldun að tala  um krónuna sem hinn mesta óvin, þegar fyrirtæki á Spáni,Þýskalandi og fleiri ESB löndum eru að hrynja niður.

Sjávarútvegur okkar hefur verið fram til 2000 okkar stærsti atvinnuvegur við eigum að verja hann, þar er okkar gjaldeyrir sem fyrr.Landbúnaðurinn hefur verið á undanhaldi og við skattborgarar höfum greitt veginn fyrir bændurnar til að hann þrýfist, ég er ekkert mótfallinn því það er örugglega dýrara fyrir okkur að missa landbúnaðinn í atvinnuleysi og fá allt innflutt í staðinn. Bændur í ESB eru ekkert að hæla sambandinu sökum skerðingar á framleiðslu t.d. Ég viðurkenni það að ég vitna bara í viðtöl við erlenda bændur sem hafa tjáð sig og sýnt hefur verið í íslensku sjónvarpi. þetta hafa kanski verið óvildarmenn ESB og séu með áróður. En formaður bændasamtakana tók í svipaðan streng.

Þegar maður dregur þetta saman þá sér maður að íslenskir atvinnuvegir meiga missa sín fyrir skoðannir 3 forstjóra einkafyrirtækja. Með fullri virðingu fyrir þessum góðu fyrirtækjum en það undirstrikar einfaldlega það sem menn eru að hamra á, það verður að upplýsa þjóðina miklu,miklu betur áður en að einn stjórnmálaflokkur sem talar fyrir hönd 28% þjóðarinnar keyri af stað í einhverjar aðildarviðræður sem þjóðin hefur ekkert vit á. Við verðum að stoppa það af með öllum hætti.


Annað hvort er stutt eða langt í land.

Ég er að vona að menn VG sýni taumhald í sinni ESB stefnu eins og venjulega. Ef þau ætla að kvika aðeins frá stefnunni til að vera í stjórn gefur það manni aðra mynd á Steingrími en maður hefur skynjað hann s.s staðfastan orginala sem fylgir samvisku sinni og stendur algerlega á sínum skoðunum. Nú kemur fyrst í ljós hvort baráttan um að komast til valda endurspegli hann sjálfan í fyrsta skipti eða hvort gamli Steingrímur sé enn til. Mér finnst líka allt í lagi að Jóhanna hlusti á lýðræðið og gefi aðeins eftir í sínum kröfum og kynni ESB málin eins vel fyrir þjóðinni og hún kann. Áður en að hún fer af stað í þetta ferðalag sitt.

"Ekki víst að"  er auðvitað vandræðalegt svar, spurning hvort hún Jóhanna fái túlkinn sinn til að tala við þjóðina, allavega skil ég ekki svona setningu.Shocking


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslit kosninganna var sigur lýðræðis,ekki Samfylkingar.

Ég ætla rétt að vona að VG haldi sínu striki varðandi ESB og fari rólega í aðild, það er engin að segja nei við ESB. Lyðræðið vill skoða ESB, kosti þess og galla sem gefur með óyggjandi hætti rétt ljós á stöðuna.Mér sýndist á stefnumálum hinna flokkana að það hafii einmitt verið á stefnuskrá  þeirra og miðað við kosninarúrslit var það niðurstaðan að við óskum eftir upplýsingum og það verði farið gaumgæfulega yfir ESB og kosið um það hvort það egi að fara í aðild eða ekki. Bein aðild er oftúlkun líkt og sigurgal Samfylkingar. Hvernig væri að fá kosti og galla ESB upp á borðið áður en lengra er haldið. Þessi gjá verður óbrúuð þar til þjóðin veit eitthvað hvað fellst í aðildarviðræðum.
mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegar ESB umræður.

Ég áttaði mig  á því rétt áðan að rúm 70 % þjóðarinnar vill fræðast meira um ESB áður en af stað er farið í eitthvað ferðalag með skjalatöskur til Belgiu. Við hljótum að þurfa að vita hvað fellst í svona ferðalagi hvað á að tala um hverju á að lofa og hvað fólk ætlar að segja.

 Ég lít svo á að eftir byltinguna fengum við lýðræði s.s nýja ríkisstjórn,kosningar og aftur nýja ríkisstjórn hver hún verður kemur í ljós. Mitt atkvæði snérist ekki um ESB heldur efnahag okkar atvinnumálin og uppgjöri.Ég er tilbúin að skoða hvað felur í sér fyrir okkur að ganga í ESB en til þess þarf miklu meiri fræðslu, því í dag hef ég ekki hugmynd um hana en hef kanski dregið ranga mynd af henni, og er á móti ESB. Ef það er kostur get ég leiðrétt sjálfan mig,en til þess þarf fræðslu.

Samfylkingin hefur að mínu mati tekið úrslit kosninganna og snúið þeim sér í hag.Gott og vel,en að sjá það út að þrír flokkar vilji fara með þeim til Brussel eftir mánaðarmót og fara í aðildarviðræður get ég með engu móti skilið,hvernig hægt er að lesa það út? Flokkar eins og Borgarahreyfing og Framsókn segja að þjóðin ráði og það þurfi að gefa mun betri upplýsingar svo fólk átti sig á hvað fellst í svona stórri ákvörðun fyrir(sjálfstæða þjóð)Það má ekki gleyma því að við háðum hetjulega sjálfstæðisbaráttu og unnum hana 1944. Eftir daginn í dag er það skýrt að tæp 30% þjóðarinnar vill fara til Brussel  í næstu viku en 70% ekki. Heldur vill 70% skoða þetta gaumgæfulega og kjósa svo um það. Lýðræðið er það sem byltingin bað um og lýðræðislega skal fara með þetta stóra mál og öll önnur.


Ef og hefði,kanski og að halda.

Þessar setningar eiga sér langa sögu, en aldrei breytt neinu. Fram að vítinu voru United búnir að pressa þá út í horn og mark lá í loftinu. Víti var dæmt hvort það var rétt eða ekki er hægt að rökræða,dómarinn dæmdi víti og þá er víti. Við fengumekki víti gegn Everton og þá var ekki víti. Við getum lifað með því. Það sem vakti athygli mína var gjörbreytt viðhorf manna í seinni hálfleik, menn gersamlega fóru á kostum sem eitt lið. Ég hef hinsvegar áhyggjur af varnarvinnunni hjá okkar mönnum í þessum 2 mörkm, þau mörk endurspegla okkar hörmulegu varnarvinnu sl.5-6 vikurnar og ég vona að kallin nái að loka þessum vængja gáttum og ömurlegu sendingum frá miðju svæðinu.Þessi mistök hafa gefið frá okkur mörg stig og að mínu mati hefðu þau getað verið búin að kosta okkur fleiri, eins það að lukkan var með okkur gegn INTER og við höfum unnið deildarleiki á ótrúlegan hátt af 17 ára dreng. Þetta er ólíkt okkur og þess óska ég að okkar varnar menn stilli saman strengi eins meiga Ronaldo, Carrick og Fletcher fara og sparka á milli því þeirra klaufaskapur má ekki valda meira tjóni í sendingum. Teves kom inná og kveikti í liðinu með sínum karakter og mitt mat er það að hann verður að vera áfram í okkar herbúðum.


mbl.is Ferguson: Tévez kveikti í liðinu - Redknapp óhress með dómarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu í vafa X-O

Fólkið sem steig fram fyrir ungliðahreyfingu VG og hlýfði löggunni fyrir grjótkasti síðar kallað appelsínugul mótmæli. þetta er fólkið sem á að fá þitt vafa atkvæði. Stefna flokksins hittir í mark og gengur út frá mannréttindum vafa atkvæði til annara hreyfinga er glapræði og strýðir gegn samvisku okkar. Í hinum þessum helstu flokkum hefur allt þetta fólk hefur setið á þingi í 12 ár a.m.k gefum þeim frí. 


Þar hitti andsk... ömmu sína

Ekki hefði mér dottið það í hug fyrir mánuði að Sigmundur Davíð hefði kastað inn sprengju og hún sprungið í fangið á þessu trúverðuga fólki S og VG. Hjal fagurgalana sem hafa rifið mannorð hjá heilum stjórnmálaflokki, endurspeglaðist svo í kvöld þegar Sigmundur vitnaði í skýrslur sem enginn hafði séð Cool. Þetta eitt staðfestir svo margt í sambandi við skrif mín frá upphafi plottsins hjá núverandi ríkisstjórn. Ég veit að valdagræðgin er svo mikil hjá mörgum af þeim sem þar sitja að ekkert mun koma mér á óvart eftir kosningar. Ég hef nokkrar spurningar áður en miðinn minn fer í kassann.

9.Mai hefði verið góð tímastening fyrir kosningarnar, afhverju 25 apríl og skýrslan verður byrt síðar í stað 15.Apríl. Þetta vekur grunsemdir.

Samfylking hótaði stjórnarslitum ef D samþykkti ekki á landsfundi aðlild að ESB strax., hver er munurinn á V lista.

Hvernig ætla þessir flokkar að vinna saman í atvinnumálum,hver verður niðurstaða þeirra í svo ólíkum áherslum annar með virkjunum en hinn ekki.

Hvað á að einkavæða og hvað ekki.

Greiðsluaðlögunar plan ykkar er út í hött, það byrjar að virka í mai, þú þarft lögfræðing sem kostar a.m.k 10.þús á tímann ef ekki ferðu á hausinn í október.

ESB er ekki lausn, það er hægt að vinna niður vexti og verðbætur án þess að vera í ESB.

Að lokum bankarnir eru að hrynja aftur, hvað er á dagskrá hjá fagurgölunum eftir helgi. Hvernig ætlið þið að koma atvinnumálunum í gang ?Þegar þið eruð búin að hóta sjávarútvegnum einnig hvert stefnið þið með atvinnulíf okkar.

Ég hef enga trú á þessu Angry


Þar hitti andsk.... ömmu sína

Ekki hefði mér dottið það í hug fyrir mánuði að Sigmundur Davíð hefði kastað inn sprengju og hún sprungið í fangið á þessu trúverðuga fólki S og VG. Hjal fagurgalana sem hafa rifið mannorð hjá heilum stjórnmálaflokki, endurspeglaðist svo í kvöld þegar Sigmundur vitnaði í skýrslur sem enginn hafði séð Cool. Þetta eitt staðfestir svo margt í sambandi við skrif mín frá upphafi plottsins hjá núverandi ríkisstjórn. Ég veit að valdagræðgin er svo mikil hjá mörgum af þeim sem þar sitja að ekkert mun koma mér á óvart eftir kosningar. Ég hef nokkrar spurningar áður en miðinn minn fer í kassann.

9.Mai hefði verið góð tímastening fyrir kosningarnar, afhverju 25 apríl og skýrslan verður byrt síðar í stað 15.Apríl. Þetta vekur grunsemdir.

Samfylking hótaði stjórnarslitum ef D samþykkti ekki á landsfundi aðlild að ESB strax., hver er munurinn á V lista.

Hvernig ætla þessir flokkar að vinna saman í atvinnumálum,hver verður niðurstaða þeirra í svo ólíkum áherslum annar með virkjunum en hinn ekki.

Hvað á að einkavæða og hvað ekki.

Greiðsluaðlögunar plan ykkar er út í hött, það byrjar að virka í mai, þú þarft lögfræðing sem kostar a.m.k 10.þús á tímann ef ekki ferðu á hausinn í október.

ESB er ekki lausn, það er hægt að vinna niður vexti og verðbætur án þess að vera í ESB.

Að lokum bankarnir eru að hrynja aftur, hvað er á dagskrá hjá fagurgölunum eftir helgi. Hvernig ætlið þið að koma atvinnumálunum í gang ?Þegar þið eruð búin að hóta sjávarútvegnum einnig hvert stefnið þið með atvinnulíf okkar.

Ég hef enga trú á þessu Angry


Einhver sú ömurlegasta kosningabarátta sem ég hef upplifað !

 Nú held ég að íslensk pólitiík skrapi botninn. Málefnanlega aðallega og einnig aðkoma fjölmiðla í þessari baráttu. Undanfarið hefur verið á dagskrá ríkissjónvarpssins X2009 í umsjón fréttamanna og æsingurinn hefur slíkur að meðaur áttar sig ekki á því á t´æimabili hver er í framboði spyrlarnir eða frambjóðendur. Spurningarnar sem ber á góma fá þunn svör líkt og venjulega og klassíska svarið sem fellst í spurningu. Þarna hafa spyrlarnir algerlega brugðist og hleypt umræðunum út í ómálefnanlegt kjaftæði sem flestir eru orðnir ansi þreyttir á. Hvað er svona ömurlegt við þetta allt,,, jú MORFÍS bragurinn á þessu og oft á tíðum lítur þannig út að handritið af GETTU BETUR hafi verið tekið að láni, en slíkur hefur verið hamagangurinn í spyrlunum og áhorfendum. Þeir hafa einmitt verið áberandi með púi og fagnaðarlátum yfir jafnfáránlegum og misgóðum svörum. Eru ungliðahreyfingarnar farnar að taka til sinna ráða með frammíköllum og látum þegar fólk er að tala. Þetta minnti óneytanlega á GETTU BETUR og þegar svo er finnst mér sem pólitíkin sé búin að missa marks, allt dignity eða stollt þessarar mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga er farið fyrir bí. Sjáfstæði Íslendinga var hetuleg barátta enda voru þar menn sem létu ekki kúga sig né heldur gynkeyptir af einhverju bulli, heldur hetjur sem elskuðu Ísland og voru stoltir Íslendingar. Í dag hafa þeir sjálfssagt snúið sér við í gröfinni og sent Kristjáni X afsökunarbeyðni fyrir þetta bjatrsýniskast sitt. Þeir sem nú sitja við þetta borð ættu allir með tölu að lesa uppá nýtt Sjálfstæði Íslendinga og kanski vekur það upp hjá þeim örlitla þjóðerniskend. Því í gærkvöldi var ekki annað hægt en að blöskra vandræðagangin á núverandi ríkisstjórnarmönnum og fyrrverandi en þjóðerniskenndina sá maður á svip Sturlu sem vakti mikla athygi mína fyrir undirbúning sinn og heiðarleika.

Þegar mest á reyndi í búúú byltingunni meðal fyrrverandi ríkisstjórnar og mikil umræða var um hvort hún félli eða héldi, var stjórnmálafræðingur fengin sem útskýrandi og var að hjálpa okkur hinum sauðunum á að sjá þetta í réttu ljósi,til liðs við stöð 2, fagmaður á sviði stjórnmála, mér þótti hann taka nokkuð í annan strenginn og spáði lítið meira í það en í dag í fréttablaðinu sá ég að hann skipar 6.sæti hjá Samfylkingu. Góði fagmaðurinn sem á að vera hlutlaus í viðkvæmum málefnum á fjölmiðli.

Gleðilegt sumar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband