Vandræðalegar ESB umræður.

Ég áttaði mig  á því rétt áðan að rúm 70 % þjóðarinnar vill fræðast meira um ESB áður en af stað er farið í eitthvað ferðalag með skjalatöskur til Belgiu. Við hljótum að þurfa að vita hvað fellst í svona ferðalagi hvað á að tala um hverju á að lofa og hvað fólk ætlar að segja.

 Ég lít svo á að eftir byltinguna fengum við lýðræði s.s nýja ríkisstjórn,kosningar og aftur nýja ríkisstjórn hver hún verður kemur í ljós. Mitt atkvæði snérist ekki um ESB heldur efnahag okkar atvinnumálin og uppgjöri.Ég er tilbúin að skoða hvað felur í sér fyrir okkur að ganga í ESB en til þess þarf miklu meiri fræðslu, því í dag hef ég ekki hugmynd um hana en hef kanski dregið ranga mynd af henni, og er á móti ESB. Ef það er kostur get ég leiðrétt sjálfan mig,en til þess þarf fræðslu.

Samfylkingin hefur að mínu mati tekið úrslit kosninganna og snúið þeim sér í hag.Gott og vel,en að sjá það út að þrír flokkar vilji fara með þeim til Brussel eftir mánaðarmót og fara í aðildarviðræður get ég með engu móti skilið,hvernig hægt er að lesa það út? Flokkar eins og Borgarahreyfing og Framsókn segja að þjóðin ráði og það þurfi að gefa mun betri upplýsingar svo fólk átti sig á hvað fellst í svona stórri ákvörðun fyrir(sjálfstæða þjóð)Það má ekki gleyma því að við háðum hetjulega sjálfstæðisbaráttu og unnum hana 1944. Eftir daginn í dag er það skýrt að tæp 30% þjóðarinnar vill fara til Brussel  í næstu viku en 70% ekki. Heldur vill 70% skoða þetta gaumgæfulega og kjósa svo um það. Lýðræðið er það sem byltingin bað um og lýðræðislega skal fara með þetta stóra mál og öll önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband