Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Einbeittu þér að skuldahala heimilanna

Þetta er orðið með ólíkindum þessi málflutningur. Hvernig væri nú að tala um lausnir heimilanna en þetta bölvaða kjaftæði sem fleiri tugio manns á ykkar vegum eru að rannsaka s.s bankahrunið og allra tengsla þar. Það er farið að líta út sem svo að þið séuð orðin orðlaus í lausnum varðandi , myntkörfulán, gengi íslensu krónunar og atvinnuleysið svo eitthvað sénefnt. Sjávarútvegaráðherrann talar um að gefa fullta af kvóta og næsta setning fer í það að innkalla kvóta. Farið nú að tala í lausnum svo fólk fái von og trú. Þegar það fer að hausta versnar myntkörfulán heimila og fyrirtækja til muna. Sé fólk atvinnulaust,húsnæðislaust og er á bótum er þeim nokkuð sama um fjármál flokkanna.

Það er komin tími til að vakna hérna Jóhanna.


mbl.is Fjármál flokkanna verði skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

utankjörfundaratkvæði

hvar fer fram utankjörfundaratkvæiði.

Allt má slíta úr samhengi..

Þetta er einhver sú einfaldasta lesning sem hægt er að lesa þessi tilkynning um styrkina tvo, þeir hafa heldur ekkii farið framhjá neinum enda fengið mikla umfjöllun á einum góðum fréttamiðli, sem er gott mál. Bjarni Ben hefur að mínu mati unnið úr þessu ömurlega máli hratt,málefnanlegaog sýnt algera yfirvegun til að komast til botns í þessu ferlega máli,. Svona vinna bara fagmenn, , svo ég hrósi honum nú aðeins. Já maður les þessa frétt og hún segir allt sem fyrirsögnin í fréttini segir. Svo les maður bloggin þá kemur nú ýmislegt skondið í ljós, það lásu fáir fréttina. Þá taka einhverjir tækifærissinnar til sinna ráða og bulla um allt annað en það sem fréttin snýst um.Fólk ætti að líta sér nær og skoða þá styrki sem þeirra flokkar fengu áður en þeir kasta steinum úr glerhýsi. Það veit hver heilvita maður að þessir styrkir voru út úr korti, ekki afsaka ég það með nokkru móti þó svo að ekkert lögbrot hafi átt sér stað,heldur var þetta siðleysið sem einkenndist af peningageggjuninni frá því að allir urðu ofboðslega ríkir,þeir urðu svo ríkir að þeir urðu blindir af glampanum af gullinu. Það blinduðust ansi margir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar af honum en nú er verið að rannsaka allt og eigum við ekki að bíða og sjá hverjir eru sekir og hverjir eru saklausir áður en við fellum einhverja sleggjudóma sem er engum til bóta, síst okkur sjálfum.


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur verður að aurum api....

Þetta er orðin ákaflega skemmtilegur spennufarsi, eina sem vantar í þennan farsa er mannshvarf en sem betur fer er þetta raunveruleikinn og hann býður upp á ýmislegt annað en það. Nú vita allir um samsæriskenningar Sjálfstæðisflokksins og Stöð 2 fer þar fremst í flokki,(nú var ég t.d með eina samsæriskenningu í setningunni á undan). Ísland er lítið en samt stærsta land í heimi, við erum best,sterkust,fallegust,ríkust og eigum fallegasta kvenfólkið. Þessi ofurtrú er okkar mesti óvinur því ef við erum það ekki er það einhverjum að kenna, þá finnum við blóraböggul,, að sjálfsögðu á engin flokkur að taka við eins miklum peningum og Sjálfstæðisflokkurinn gerði og mér sýnist svo að Bjarni sé að leysa það mjög fagmannlega og málefnalega. Það er mjög auðvelt að vera með fullt að kenningum á bak við þá styrki sem í boði voru, sérstaklega í dag.Þessi fyrirtæki eru ekki vinsæl í dag en voru það þá, menn voru hlaðnir viðurkenningum og forsetametalíum,við skulum ekki gleyma því.En eins og alltaf þegar það gengur vel gleyma menn sér og þá kemur upp máltakið "margur verður að aurum api". Fólk var nú búið að tapa skynsemi á peningum þegar þeir voru veittir Því miður. En hvað með hina flokkana, sömu fyrirtæki voru að styrkja þá, nema bara með nokkrum lægri tölum, einn aðili greiddi í gegnum 5 fyrirtæki 15 milljónir sýndist mér til eins flokks, er það eðlilegra, en það ekki rannsóknarefni af því að sá flokkur heitir ekki Sjálfstæðisflokkur," smá pæling". Ég ætla ekki að fara úti í þessa sálma afhverju þessi er ransakaður en ekki hinn, þó finnst mér það merkilegt.

Í ljósi þess að við erum lítil þjóð verða sögurnar verri og því verðum við að vera með dómgreindina í lagi og sérstaklega þeir sem með valdið hafa misnoti það ekki því það kemst allt upp á yfirborðið fyrr eða síðar. Það gott að Bjarni fékk þessa sprengju í andlitið strax því nú getur hann byggt traust Sjálfstæðisflokksins aftur upp á sínum forsendum og á þeim grunni sem telur þann traustasta. Það verða vonandi ekki svona uppákomur á næstu dögum en sem betur fer er komin flottur formaður sem kallar ekki allt ömmu sína og það er gæfuríkt fyrir flokkinn.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband