Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Svona segir maður ekki Hörður (Georg Bjarnfreðarson) !
24.1.2009 | 09:47
Það er alveg sama hvað gengur á, fullorðnir menn ættu nú að vera búnir að læra að bera virðingu fyrir hvor öðrum þó menn séu ekki sammála.Þessi ummæli þín eru óafsakanleg það er bara þannig.Sjálfur hefur þú verið að berjast fyrir virðingu og viðurkenningu og talar svo á ódrengilegan hátt. Þú talar um að um misskilning sé að ræða, þessi afsökun minnir mig óneitanlega á Georg Bjarnfreðarson en hann einmitt bar alltaf fyrir sig misskilningi. Bottom line, þú ættir einfaldlega að skammast þín og segja af þér sem talsmaður fólksins,ég veit ekki hver kaus þig það en þú hefur allavega kynnt þig sem slíkan eða kosið þig sjálfur sem talsmann fólksins.
Ég er ekki á meðal þess fólks, lifi lýðveldisbyltingin,,,, appelsínugul að sjálfsögðu. lyðveldisbyltingin.is
Greinilega snúið út úr ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Velkomin Ingibjörg
23.1.2009 | 16:53
Ég verð að viðurkenna það að ég hef nú aldrei verið neinn Ingibjargar maður en hún hefur afsannað kenningu mína um sig, þvílíkur nagli og alger hetja. Ég veit að nú nær hún taki á flokki sínum og róar ölduna fram í mai eða leggur til þjóðstjórn.
Ingibjörg Sólrún komin heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Slaka þú nú á Ögmundur
23.1.2009 | 16:47
Auðvitað vilt þú láta kjósa núna, samkvæmt skoðannkönnunum er Vg ofarlega eftir 3.mánuði mjög neðarlega. Þið eruð algerlega stefnulaus flokkur sem lifið á málefnalegu fólki og t.d kristínu það er með ólikindum að svona klár og sæt stelpa skuli hanga í svona áhrifalausu bandalagi. Ef þið takið við núna sekkur skútan,,,, af hverju ? Þið hafið engan tíma til að ná afstöðu í öllu því sem þið eruð á móti hjá ríkisstjórninni í dag, við höfum engan tíma í meiri vitleysu. Þessir tveir flokkar eiga að klára fram að kostningum og þið verðið bara að slaka á og reyna kanski að aðstoða þjóðina við að rétta sig af í stað þess að scrolla upp endalausri neikvæðni í augu okkar. Mótmælin voru ekki gerð til þess að upphefja þig eða hina flokkana, heldur að fá Alþingi til að vakna og ríkisstjórnina til að gera þær breytingar sem þurfa skal strax. Í kjölfarið á þeim breytingum eigum við að fá að kjósa í vor. Við þessu er komið svar, við kjósum í vor. Þið hafið 4 mánuði til að komast að enhverri stefnu en ég efast samt stórlega um það. Ef þið eruð heppinn þá færðu vindilinn og einkabílstjóra, en trúðu mér við látum ekki bjóða okkur uppá valdagræðgis kosningar strax.....
Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gott mál, Þorgerði er treystandi
23.1.2009 | 16:24
Þorgerður leysir Geir af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gangi þér vel Geir
23.1.2009 | 12:49
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða skilaboð eru þetta
23.1.2009 | 12:25
Mótmælt við Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gengisþróunin, hvernig gengur að styrkja gengið ???
23.1.2009 | 00:18
Ég ásamt mörgum öðrum bíð nokkuð stressaður eftir úrlausn okkar mála varðandi myntkörfulán. Hort sem lánið hvílir á bílum,heimilum,fyrirtækjum bara svo eitthvað sé nefnt.Þessi lán eru að setja landann á hausinn,. Ég átta mig ekki alveg á stefnu þeirra aðila sem vilja taka við ríkisstjórninni núna þ.e.a.s vinstri græn og framsókn. Þið eruð ekki með neitt fram að færa nema breytingu, engar lausnir,bara breytingu. Er ykkur svona mikið um að komst til valda strax, framsókn ?
Ég hef mótmælt ástandinu og er sammála nýjum kosningum, sérstaklega eftir hrun samfylkingarinnar, en samt sem áður fáum við sem sitjum uppi með myntkörfulánin engin svör, þeir sem eru atvinnulausir eru heldur ekki með svör, uppbygging atvinnulífsins liggur allt niðri og við því eru engin svör. Hvað ætla þessir afturhaldsseggir í Vg og framsókn að gera betur en það sem verið er að reyna, þá vil ég annað svar en "þeir eru ekkert að gera" HVAÐ ÆTLA ÞESSIR MENN AÐ GERA ÖÐRUVÍSI ? Ég hætti ekki að mótmæla fyrr en ég veit það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lygi Össur
22.1.2009 | 18:31
Er ekki búið að ljúga að okkur nóg, við kreppugreiðendurnir eru akkúrat í þessu að horfa upp á eitthvað það magnaðasta valdatafl sem áður hefur skeð í sögunni. Það kemur bersýnilega í ljós að formaður samfylkingarinnar sé ekki á landinu, annars væri þessi ömurlega atburðarrás af hendi ykkar aldrei komin á svið, hún hefur ekki eins mikla óbeit á sjálfstæðisflokknum líkt og þú og varaformaðurinn. Hún getur einnig barið í borðið og róað fólk niður sem hefur alveg mátt gera. En í stað þess snúið þið baki í hana og kljúfið flokkinn á meðan hún er í erfiðum veikindum. Hún talaði skýrt á gamlársdag það skýrt að það er klárt mál að þið eruð að tala þvert á formann ykkar. Hvað er málið ? Vill varaformaðurinn komast í aðlahlutverk, ert þú og Mörður ekki nógu mikið í sviðsljósinu. Hópur samfylkingarinnar telur að kreppan leysist með því að reka Davíð það er einmitt sá hópur sem hefur bölvað Davíð í 20 ár a.m.k því finnst mér þetta hræsni. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðalaus eins og þið, það er ekki þjóðinni til góðs að kalla yfir sig ný stofnaðan framsóknarflokk,Vg og sundraða samfylkingu. Ég hef mótmælt ráðaleysi,aðgerðarleysi og upplýsingaþurrð ykkar. Apgerðarleysi sökum gengisþróun en hún er að setja hóp Íslendinga á hausinn. Þegar formaður Vg talar eins og hann gerði í gær varðandi IMF þá hryllir manni og það er eins gott að af þessari valdagræðgisáætlun þeirra verði ekki því þá er fyrst komið upp stórkostlegt vandamál og helmingi verri mótmæli. En ætli það sé ekki of seint að bjarga stjórninni eftir þetta stórslys að hálfu varaformanns ykkar og atkvæðissöfnunarfundi Reykjavíkusrsataka samfylkingar í gær. Flottast væri þegar Ingibjörg kemur heim rekur hún varaformannin,varamann sinn og þann sem hafði sig mest í frammi fyrir fundinum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn léti Seðlabankastjórnina róa, mann inn í ríksstjórn fyrir Björn, kunnáttu mann sem hefur menntun og reynslu af slíku starfi.Björn fari í nefnd til skoðunnar á EES. Fjármalaráðherran út og í staðin kemur kunnáttumaður með menntun í viðskiptum og stjórnunarreynslu. Þessir aðilar þurfa ekki að vera flokksbundnir eða hvað ? Hrókera í flokkunum á runsæann hátt, þá þarf ekki að koma til frekari vandamála út þetta kjörtímabil. Menn út sem hafa ekki vit né reynslu menn inn sem hafa vit og reynslu, þeir starfa með formönnum. Fá Dag eða Steinunni til að leysa Ingibjörgu af í 4-6 mánuði því þessi elska verður að hvíla sig og forðast allt óþarfa áreyti.
Viljum ekki stjórnarkreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Then you can pack your things, and you are all invited to Canada"
21.1.2009 | 20:39
Auðvitað kemur það ekki á óvart að framsókn sá tækifæri til að ota sínum tota eins og venjulega með því að bjóða á sér æðri endann vinstri grænum, þeir stukku heldur betur til og nú liggur sú leið að samfylkingunni sem gengur stjórnlaus um eins og í heróínvímu um þingsali og talar þvert á hvort annað. Við sem erum að mótmæla erum einmitt að mótmæla þessum vinnubrögðum sem hafa viðhafst hjá þessu flokkum öllum og það er valdagræðgi. Þetta breytist ekkert hjá ykkur stefnan snýst um eitt hjá ykkur og það er valdastóll. Ég talaði við erlendan blaðamann um 18 í dag og hann var ekki hissa á því að Geenpeace flokkurinn eins og hann kallaði hann hafi aldrei komist til valda, og talaði einmitt um það sem kom fram í kastljósi seinn í kvöld að sá flokkur ætlar að skila inn lánunum frá alþj.gjaldeyrissjóðnum," then you can pack your things and you are all invited to Canada".
Er þetta það sem við viljum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pössum okkur
21.1.2009 | 15:28
Mótmælendur umkringdu Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)