Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þá er komin ný hreyfing á facebook,
28.1.2009 | 17:19
Ekki tók þetta langan tíma, glöggir menn sjá strax í gegnum þessa skrítnu leikfléttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta kemur engum á óvart...það er búið að draga þjóðina í standpínukeppni milli flokka
28.1.2009 | 10:40
Þessi leikflétta samfylkingarinnar sem staðið hefur í nokkrar vikur,eða síðan að þau sáu fram á það að flokkurinn var að verða óvinsælastur, kemur bara alls ekki á óvart. Við kjósendurnir fengum það svo sannarlega leikféttur í andlitið á síðasta ári frá þessum flokkum í (borginni), þetta minnir óneitanlega á tjarnakvartetts sápuópru samfylkingarinnar til að ná völdum þar. Er samfylking komin í standpínu keppni um það hver er mestur og sterkastur allra flokka á kostnað okkar skattgreiðenda. Nú bíðum við eftir útspili sjálfstæðisflokksins hann lætur sig ekki hverfa ef marka má þeirra útspil í borginni s.l sumar og þegar þeim tekst að stinga S í bakið á móti, verður allt vitlaust aftur og samfylkingi fer í hártoganir við D.Samfylking var alveg jafn svekkt yfir að missa tökin í borgarmálunum þegar D listinn tók yfir með B. Ég verð bara að viðurkenna það, ég er alveg búin að fá nóg af þessari vitleysu sem sníst eingöngu orðið um valdagræðgi og skítaplottum ykkar stjórnmálamanna, þið hugsið um kjósendur síðast af öllu, það er sannað og það var undirstrikað núna með þessari leikfléttu. Ég sem hélt að nýr formaður B kæmi með nýtt útspil, silly me, Vinstri grænir herjuðu á þjóðstjórn,silly me, F listi er þarna bara og standur á sínum málum, þeir hafa þó ekki enn verið staðnir að plotti ag valdníðslu. D listi, bíðum og sjáum eftir þeirra útspili en það er alveg ljóst að stæsti og vinsælasti stjórnmálaflokkur Íslands lætur ekki koma svona fram við sig ekki frekar en í borginni, þeir eru að brýna hnífasettið . S listi, sama gamla splundrið sem rígheldur í völd sama hvað það kostar.
Við erum að upplifa tveggjaflokka valdabaráttu D og S ár eftir ár.Við verðum vitni af hverju skítabragðinu hjá þeim báðum í garð hvors annars, er þetta það sem við viljum, er þetta virkilega þeir starfshættir sem við viljum haga okkur á okkar vinnustöðum, alla vega kemur þetta Íslandi ekkert við og okkar hagsmunum kjósenda,þetta er eitthvað allt annað og dýpra.
Ég er farinn að ná í Helv....fokking fokk.. skiltið
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
What goes around comes around !!!
27.1.2009 | 18:04
Ágúst Ólafur hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært framtak.
27.1.2009 | 17:52
Hvalveiðar leyfðar til 2013 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er ég bara sá eini ??
27.1.2009 | 17:23
Er ég bara sá eini sem finnst atburðarrásin undanfarnar vikur bera merki um refskák manna sem til valda vildu komast. Ég hef það óneitanlega á tilfiningunni að verið sé að hafa okkur að háði og spotti. Allir sem vildu breytingar sáu þjóðstjórn fram að kosningum en nú er allt annað á teningnum.Ég get með engu móti skilið hvernig samfylkingin gat gert sig svona stick free, þeir fá meira að segja umboðið til stjórnarmyndunnar, sök sé ef það hefði verið Steingrímur J og hans flokkur. Nei elsku mótmælendur fyrir utan þá sem voru úr ungmannahreyfingu vinstri græna, við vorum blekkt með þessum stórkostlega hætti. Múgsefjunarliðið frá hreyfingunni fékk okkur í lið með sér, rödd fólksins og allt heila klabbið. Djö..... getur maður verið vitlaus að halda það virkilega að á okkur sé hlustað. Í miðri kreppunni fara menn að þessu svona, hver ber ábyrgðina svo eftir mótmælin HA !! Framsókn NEI, Samfylking NEI ALLS EKKI Sjálfstæðisfl JÁ og það er í lagi. VIÐ VILDUM ÞJÓÐSTJÓRN FRAM AÐ KOSNINGUM,,,EN EKKI ENN EITT HELV... PLOTTIÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilviljun að allar línur séu klárar
26.1.2009 | 23:47
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnin féll 21.jan s.l. Blekkingarlekurinn er þó eldri.......
26.1.2009 | 23:22
Þann 21.jan gerðust ýmislegir hlutir, ég nefndi að ríkisstjórnin hafi fallið þá, en kom Ágúst varaformaður Sf fram og kallaði á kosningar og þessi aumkunarvarða yfirlýsing sem var einhverskonar gagnrýni á sjálfstæðisflokkinn. Framkvæmdarstjórinn hjá samfylkingunni gaf út yfirlýsingu þennan dag með þessum upphafsorðum Er ríkisstjórnin traustur samningsaðili?, Þessi yfirlýsing hans var partur af leikfléttu samfylkingarinnar sem er að koma í ljós á morgunn.
Gott og vel flokkurinn virtist vera á þessum tíma að sögn Ingibjargar Sólrúnar að eibeita sér að því að leysa þau vandamál sem væru í þjóðfélaginu. (Ingibjörg var stödd í Svíþjóð á þessum tíma.)Hún hélt það að fólk sitt væri að vinna að lausn, en annað kom á daginn. Þær aukapersónur í leikriti samfylkingarinnar voru á öðru bandi. Enda kom það í ljós sama dag þegar að nokkrir af þingmönnum samfylkingarinnar lögðu fram einhversskonar tillögu um það að kjósa ætti strax. Þennan dag féll ríkisstjórnin því uppfrá þessari atburðarrás fer formaður farmsóknarflokksins að bjóða sig sem stuðningsbandalag ásamt Vg til stjórnarmyndunar með samfylkingu ótrúleg tilviljun. Í dag er enn verið að ræða sömu hluti og þá sem hófust þarna. Á morgun tekur þessi blekkingarleikur gildi, við sem höfum verið að mótmæla spillingunni og aðgerðarleysinu fengum þetta í staðin. Spillingu ofan á spillingu, engin segist vera búin að vera í "formlegum" viðræðum,takið eftir þessari setningu, enþá er verið að ljúga að okkur eins og við séum asnar.
Viðræðurnar hafa átt sér stað frá a.m.k 21 jan. Það er klárt. Nú þarf bara að lesa bloggin og fréttirnar aftur til 1. nóv til að átta sig á því hvernig blekkingarleikurinn byrjaði. Og við horfum á leikritið með asnaeyrun sperrt!! Ég tala nú ekki um þá mörghundruð mótmælendur sem óttuðust þetta. það er eins gott að blekkingarleikurinn verði ekki upprætur en ég stórefast um það því landið er lítið en munnarnir stórir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanhæf ríkisstjórn !!!!!
26.1.2009 | 16:09
Undir glymjandi trommuslætti,eggjakasti,bálkesti og slagsmála við frábæra lögreglu hefur þessi setning dunið í langan tíma. Austurvöllur leit út á tímabili eins og vígvöllur. Það var ekki spurning um mikinn þrýsting frá þjóðinni var að ræða. Fólk missti sig með því að reyna að slasa lögguna og með skemmdarverkum. Það kom á daginn að um vanhæfa ríkisstjórn var að ræða og meira að segja mun vanhæfari en manni gat grunað. Sjálfstæðisflokkurinn mátti vita það að hefði aldrei komist hjá því að skipta út í Seðlabankanum, því skil ég ekkert í því afhverju þeir gerðu það ekki strax 1.des. Breytingar á ráðherraliði var auðvitað nauðsynlegur eftir allt ruglið en það fannst sjálfstæðisflokknum ekki,heldur stóð hann fastar í lappirnar og streyttist á móti þeirri gagnrýni sem yfir ríkisstjórnaflokkana dundu, það sem má hrósa þeim fyrir er sú samstaða innan flokksins sem hélt og engin fór að hnýta einhverja hnúta á bak við formanninn en samt sem áður er sjálfstæðisflokkurinn vanhæfur, hann hefur ekki æxlað neina ábyrgð enn og munn ekki gera úr þessu miðað við allt sem á okkur hefur gengið stendur hann óhaggaður líkt og Seðalbanki Íslands.
Samfylkingin ákvað í gær að æxla ábyrgð, þegar flokkurinn var búin að vera í baktjalda viðræðum við tvo flokka um nýtt stjórnarsamstarf segir Björgvin af sér sama dag og stjórnarsamstarfið er sett í uppnám, ótrúleg tilviljun ekki satt. Hann var ekki vestur af ráðherraliði Samfylkingarinnar langt í frá, hann talaði skýrt,var yfirvegaður þrátt fyrir ungan aldur og ekkert svakalega sjóaður í pólitík þá stóð hann sína plikt og gerði það vel. Hann er að mínu mati besti ráðherrann í Samfylkingunni, hann stóð fyrir svörum þegar allt hrundi, en ekki reyndasti og besti ráðherran eins og Ingibjörg kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur í dag, afhverju stillti Ingibjörg ekki Jóhönnu fram strax þegar að hrunið byrjaði, af hverju í dag er Jóhönnu lýst sem töframeðali kreppunar á Íslandi, 100 dögum síðar af hverju er henni stilt upp með þessun hætti, þetta er ótrúverðugt útspil, með fullri virðingu Jóhönnu.Samfylkingin er búin að vera að brjóta trúnað við Sjálfstæðisflokkinn undan farnar vikur og mánuði, framsóknarflokkurinn benti nokkrum sinnum á það í desember að um óheilindi væri að ræða og lýsti áhyggjum sínum yfir þessari ríkisstjórn á þingi í desember mig minnir að það hafi verið Sif Friðleifs sem benti á þetta. Samfylkingin er því einnig vanhæf.Í raun er það eina sem hægt er að bjóða okkur uppá í dag er þjóðstjórn, við verðum að taka tillit til síðustu kosninga þegar það á að leita að yfirmanni hennar, ég mæli með því að fengin verður utanaðkomandi einstaklingur sem verður einskonar framkvæmdarstjóri og leiðir þetta áfram til 9.mai. Hvort sem það er aðili frá A.S.Í eða fengin úr röðum sjálfstæðisflokks því síðustu kosningar gefa þeim valdið, það er ljóst. Ég vil þjóðstjórn og hana þarf að klára á morgunn.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki tímabært að rjúka í aðildarviðræður um ESB
26.1.2009 | 08:46
Íslendingar eru tvístígandi yfir ESB og það verður að fara mjög rólega af stað í þessu. Helst hefði ég viljað láta kjósa um það hvort við ættum að fara í aðildarviðræður eða ekki. Svo finnst mér tímasetningin algerlega út í hött þ.e.a.s að ákvörðun verði að ligggja fyrir núna, við erum að berjast í böggum fjárhagslega og einnig er stjórnleysa. Samfylkingin vill að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki aðild annars skríður hún upp í rúm hjá öðrum, þetta er taktlaust og tímaskekkja. Í dag byrtist könnun í Fréttablaðinu og þar kom í ljós að við erum 59.6 % sem ekki vilja aðildarumsókn. Það þarf að kynna ESB fyrir okkur mun betur áður en að við erum þvinguð í aðildarviðræður. Einfaldlega þarf að gera margt annað og mikilvægara áður en að menn vaða útí þetta langa og eitt mikilvægasta skref sem Ísland hefur tekið frá 1944.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkstjórnar issue í miðri krísu,,ert´að grínast
26.1.2009 | 08:21
Eyðiði tímanum frekar í það að segja af ykkur reka menn og búa til starfhæfan hóp til 9.mai í stað þess að deila um verkstjórn. Vill Össur fá það vald til að reka Davíð er þetta orðið spurning um það. Það væri nú betra útspil hjá ykkur að negla niður plan og það sem væri að ráða úrslitum hérna væri málefnalegur ágrenningur. Neeeeeeei Verkjsórn!!!!
Vilja taka að sér verkstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)