Flott mótmæli...

Ég skellti mér í bæinn uppúr 10 í kvöld og bjóst ekkert endilega við einhverjum svaka látum en þar hafði ég á röngu að standa. Brennu lyktin og kurrið setti strax í mann smá fiðring og skyndilega fylltist maður af einhverjum eldmóð. Þarna var fólk á öllum aldri sumir görguðu aðrir sátu á bekkjum og töluðu saman um þann fora pitt sem búið væri að koma landinu okkar í. Skemmtilegt var að sjá að pöbbarnir í kringum Austurvöll voru opnir og fólk stóð úti og drakk ýmist bjór eða kafii. þetta eru semsagt fyrirmyndar mótmæli þó að Alþingishúsið sé aðeins skítugt þá er hægt að hreinsa það og bæta rúður en varla er hægt að bæta fólki þann skaða sem það hefur orðið fyrir og sú reiði endurspeglast  90% af því fólki sem stendur þarna niður frá og mótmælir, sem sagt þetta eru flott mótmæli og ekkert að því að láta sjá sig. Mér sýnist að fólki sé orðið alvara núna......


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið sem eruð að fótum troða lýðræðið eruð bara að bíða eftir einum hlut - hann er sá að sá hópur sem vill veita ríkisstjórninni vinnufrið fjölmenni á móti ykkur. þá yrðu atburðir sem ekki væri hægt að taka aftur.

 

Það er farið að styttast í það og Guð hjálpi okkur öllum þá.

 

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hverjir eru það? Örfáir hvítliðar á 70tugs aldri?

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 01:46

3 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Ólafur ég skal benda þér á það að ég er rólyndismaður og hef staðið sjálfan mig að því að hallmæla þeim mótmælum sem verið hafa, þau gengu t.d á gamlársdag of langt. Í gær hinsvegar hæli ég þeim fyrir þær sakir að allt gekk vel. En ef fólk er sátt við ástandið eins og það er látið þið þá heyra eins vel í ykkur eins og m´tmælendurnir láta heyra Í sér, ég held bara að það eru svo fáir eftir í þeim hóp að það fæst engin hljómgrunnur ekki einu sinni hjá stjórnarflokkunum ef trúin er farin þar hvað ætlar þú þá að gera ? Bara spyr

Stefán Óli Sæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband