Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

"Málþófið" í vetur..

Ég var í fæðingarorlofi s.l október og nóvember.Þá stóð sem hæst svokallað "málþóf" stjórnarandstöðunnar,þau voru sem eitt í andstöðu við Icesave skuldbindingar stjórnarflokkana sem þau vildu hrinda í gegn og samþykkja án orðlegginga. Hingað erum við komin,það sem var ekki séns er séns,"málþófið" orðið að sigri stjórnarandstöðunnar fyrir lýðræðið í landinu . Ég vil hvetja þessa flokka áfram og jafnframt hrósa þeim fyrir eljusemina og þrjóskuna. Þessi stjórnarandstaða á allt þakklæti fyrir þá stöðu sem við erum að ná í þessari ömurlega og neyaðrlega máli. Þeir sem komu okkur í hana verða vonandi dæmsir að lokum en svei mér þá ég held að núverandi ríkisstjórn ætti að skammast sín fyrir öll þau orð og hræðluáróðra sem hún hefur skvett yfir þjóðina og hún ætti einnig að skammast sín fyrir þá litlu samvinnu við þjóðina í þessu máli,ríkisstjórnin ásamt Þránni Bertels kölluðu varnir stjórnarandstðunnar málþóf og vanvirðingu við þingið. Þegar þessi staað er uppi í dag þá spyr maður sig hver var með málþóf og hver var með vanvirðingu við þingið. Ég mæli með því að menn rifji nú aðeins upp þau orð frá,fjármála,utanríkis og forsætisráðherrum okkar hvað varðar Icesave deiluna á þessum tíma áður en þingið samþykkti lögin með naumyndum, rifji einnig orðin sem féllu þegar Forseti okkar neitaði þessum lögum til staðfestingar, hann sýndi kjark og sannaði fyrir þjóðinni að hann er Forseti fólksins í landinu sem vill lýðræði. Þessi samkoma hjá ríkisstjórninni var farinn að minna helst á einræðisríki í þriðja heiminum.

Vel gert stjórnarandstaða haldið áfram þessu málþófi.


mbl.is Vill skoða tilboðið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkafall ???Já sæællll

Jah nú dámar mér. Það hljóta að vera ansi slæm vinnuskilyrði ef menn ætla í verkfall nú til dags.Síðast þegar að ég vissi þá eru kjarasamningar hjá flest öllum í uppnámi og einskonar samkomulag um að bíða með lítilsháttar launahækkanir og annað á almennum vinnumarkaði. Aumingja samstarfsmenn þessara flugmanna hjá Icelandair ég er nokkuð viss um það að það fólk sem vinnur við að koma fólki í flugið er ekki á leið í verkföll eða því um líkt og örugglega á mun lægri launum,það fólk er hins vegar nógu gott til að taka við ónotum frá kúnnum sem skiljanlega eru reiðir sökum þessara fáránlegu aðgerða sem eru alger tímaskekkja að mínu mati hjá flugmönnum. Hvað halda þessir menn eginlega að þeir séu ?
mbl.is Verkfalli flugmanna frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband