Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Þeir sletta skyrinu sem eiga það.

Þetta þykir ekkert vandamál að dúndra þessum milljónum í gæluverkefni á borð við þetta á sama tíma og verið er að tilkynna starfsfólki landspítalans sem telur milli 70 og 100. Sem betur fer er maður ekki í þeim sporum að starfa fyir ríkið á þeim vettvangi að halda í okkur samborgurum lífinu,það er orðið ansi vanþakklátt starf. Ef meðallaun þeirra sem segja á upp séu ca 500.000 þá má bjarga 22 störfum.

það má líka gefa 3600 manns mat fyrir 3000 krónur á dag fyrir þennan pening.

Þessu fjármagni er illa varið,það er vanhugsað og byggist á heift og einhverri reiði einhverj alveg sama hvernig mál standa þarna pólitískt en mér er ekki sama um hvernig hugarfarið er farið að endurspeglast úr hinu háa Alþingi. Þetta er eitt af nokkrum gæluverkefnum sem er algerlega út í hött,þegar allt er tekið saman þá nálgast þessi verkefni nokkra milljarða.

Ríkisstjórnin á greinilega næga aura til að henda í gæluverkefni í sína þágu. En þau virðast ekki eiga krónu fyrir heimilin.


mbl.is Landsdómur kosti 113 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast í málunum ?

Ég hef ekki séð listann fræga sem stjórnvöld lögðu fram og dásömuðu yfir frábærum árangri og hve hratt gekk að vinna þann lista niður. Þessi listi hefur ekki verið nefndur í langan tíma,kanski ekkert skrýtið því meira er um að það hafa verið misheppnaðar aðgerðir sem voru framkvæmdar á honum.

Allavega, þá er stuðningur við ríkisstjórn ca 30%, fylgi Hreyfingarinnar,framsókn og sjálfstæðisflokksins ná meirihluta í dag.Er ekki fínt að skipta inná á þessum tímapunkti,það er hvort sem er allt í bál og brand í stjórnarflokkunum ?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband