Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Athyglissjúkur Alþingismaður.

Menn eru klárlega að missa sig hérna.Þessi umræða er farin langt út fyrir öll velsæmismörk.Þessi hryllilegi atburður sem fær venjulegan mann til að vökna um augun er orðinn að einhverri snarruglaðri umræðu hjá athyglissjúkum þingmanni. Með svona vanhugsuðum pistlum að hálfu embættismanns þjóðarinnar spyr maður sig hvert erum við komin og hvert stefnum við.Það sem kemur mér á óvart er hve brenglað hugarfarið er orðið hjá okkur skuldurum í einstaka málum sem koma ekkert við dæmdum ólöglegum myntkörfulánum,margir halda bara að þeir þurfi ekki að borga aðrar skuldir sem þeir stofnuðu til með beinum hætti,síðast þegar ég vissi var það kallaður þjófnaður.Ef ég skulda þá er það á mína ábyrgð í flestum tilvikum,vegna þess ég hef væntanlega stofnað til hennar sjálfur,ef ég borga ekki skuldina, þá fer reikningurinn í innheimtu,ef ég sinni henni ekki þá fara aðvaranir í gang að hálfu innheimtunar,ef ég sinni þeim ekki heldur þá fæ ég lögfræðibréf ef ég sinni því ekki, þá er hluturinn tekin af mér eða það er tekið veð í eigum mínum eða ég fæ á lánstrausti meldingu um árangurslaust fjárnám sem er vont mál fyrir framtíðarmöguleika mína.Þetta ferli getur tekið mánuði upp í einhver ár, margir sénsar og möguleikar um greiðslur hafa verið í boði en ég sem skuldari ákveð að sinna ekki,lögin virka í báðar áttir fyrir skuldara og lánveitenda í hvaða formi sem lánið er.Þetta mál er t.d eitt af þeim og kemur hruni ekkert við.Við verðum að greiða af skuldum okkar nema um annað sé samið annars fara vanskilin innheimtuleiðina,það er bara þannig og ekkert óeðlilegt við það.
Þór Saari! Þetta er smekklaust,hugsunarlaust og tillitslaust. Nú er nóg komið af þessum hrunskenningum úti um allan bæ að ykkar hálfu.Ef Alþingismenn ætla að fara að fela glæpi á bak við hrunið þá er mér sem borgara í þessu landi nóg boðið.Ég skulda og það er ekki allt eins og það á að vera en það er í ferli sem tekur enda.Það birtir upp um síðir það gerir það alltaf,svona blogg er ekki rétta leiðin að bættu samfélagi.
mbl.is Árásin kemur Þór ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband