Annað hvort er stutt eða langt í land.
27.4.2009 | 21:45
Ég er að vona að menn VG sýni taumhald í sinni ESB stefnu eins og venjulega. Ef þau ætla að kvika aðeins frá stefnunni til að vera í stjórn gefur það manni aðra mynd á Steingrími en maður hefur skynjað hann s.s staðfastan orginala sem fylgir samvisku sinni og stendur algerlega á sínum skoðunum. Nú kemur fyrst í ljós hvort baráttan um að komast til valda endurspegli hann sjálfan í fyrsta skipti eða hvort gamli Steingrímur sé enn til. Mér finnst líka allt í lagi að Jóhanna hlusti á lýðræðið og gefi aðeins eftir í sínum kröfum og kynni ESB málin eins vel fyrir þjóðinni og hún kann. Áður en að hún fer af stað í þetta ferðalag sitt.
"Ekki víst að" er auðvitað vandræðalegt svar, spurning hvort hún Jóhanna fái túlkinn sinn til að tala við þjóðina, allavega skil ég ekki svona setningu.
![]() |
Ekki víst að langt sé í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"hefur skynjað hann s.s staðfastan orginala" hvar er hann? hvar hefur hann verið ?
"Ekki víst að langt sé í land" Hún sér í höfn
fer (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:59
Það að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri séu sammála að ganga ekki í ESB, ætti að hringja einhverjum bjöllum.
Það að stjórnmálaflokkur og fjölmiðlar mesta glæpons Íslandssögunar vilji ganga í ESB ætti að hringja öllum neyðar bjöllum landsins!
Sturla Snorrason, 27.4.2009 kl. 22:19
Miðað við kastljós í kvöld liggur í augum uppi að 3 einkafyritæki vilja ESB, en sjávarútvegurinn,landbúaðurinn sem hefur verið okkar aðal atvinnuvegar frá upphafi er alfarið á móti. Það ætti að hringja bjöllum líka.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 28.4.2009 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.