Er íslensk pólitík búin að vera.

Þegar búið var að kjósa eftir síðustu kosningar fengu þessir flokkar yfirburða kosningu og maður trúði eins og asni á lýðræðið. Allar götur síðan hafa verið vandamál að hrjá þetta samstarf og nú síðast þvingunarútspil samfylkingarinnar varðandi EES. Ég veit t.d ekkert um EES það hefur engin kynnt mér EES kost þess og galla. Ég veit ekki heldur hvort þessir flokkar séu yfir höfuð með það á hreinu hvort það sé eitthvað vit að sækja um aðild að aðild að aðildarviðræðum, svona er þetta nú flókið. Miðað við þá frétt um daginn að það væri svo kölluð leyniregla hjá EES varðandi auðlindir ríkja innan EES sem skýrði það í stuttu máli að ef kreppir að þá má EES eða stjórn hennar meta hvort það megi ekki koma tekjum frá landi sem býr yfir auðlind t.d gasi  til annara landa innan sambandsins með beinum hætti. Þarna var talað um gasdeilu  Rússa og Úkraínu, leynimakkið átti að bitna á gasforða Breta og ætlaði EES að ganga í þann forða og dreyfa vítt og breytt því öll eggin eru í sömu körfunni hjá EES þegar uppi er staðið. Einhverjir sögðu að þessi saga væri kjaftæði og skyndilega dó þessi umræða, það böggar engin stórþjóð eins og Breta við höfum brennt okkur á því.Gefum okkur það að við værum í EES og fiskurinn og rafmagnið væri af skornum skammti innan EES þá held ég að einhver fulltrúi frá Íslandi sem kæmi inn á þingið og ætlaði sér að segja þessum mönnum til syndanna vegna einhverjar leynireglu sem við vissum ekkert um kæmi heim með skottið á milli lappana og við værum farin að sjá öðrum löndum fyrir mat og orku fyrir klink. Við erum bara örlítil eyja einhversstaðar í Atlandshafi og 80 % af heiminum vita ekki að við séum til eða hvar við erum. Við verðum að vita takmörk okkar og haga okkur eftir því, við erum núna í dag loksins að átta okkur á því að við eigum ekkert í þetta. Bandaríkjaherinn gaf okkur puttann, Rússar fljúga hér yfir eins og þeim listir, Bretar beita hryðjuverkalögum og IMF setur okkur skilyrði sem engin þjóð hefur fengið yfir sig áður ekki einu sinni Equador. Ég held að það sé alveg sama hvort það verði kosið aftur eða ekki, engum þessara flokka er lengur treystandi, íslensk pólitík er búin að vera. Það byrtist bara í málþófi andstöðunnar og lítilsvirðingu stjórnarinnar hverju sinni. Það er einfaldlega komin upp patt staða og alger glundroði, Vg halda að þeir séu næstir inn og básúna vitleysunni á hverjum degi og svo var Framsóknarflokkurinn að spila undir fyrr í kvöld. Við þurfum eitthvað nýtt, nýja hugsun, vakningu á þjóðinni,það sem er að gerst í dag er að drepa alla. Og þeir sem eru í aðstöðu til að gera eitthvað haga sér eins og bavíanar. Það er engin lausn í farveginum hjá þinginu,hvorugu genginu það er alveg á hreinu. Við hin getum mótmælt og mótmælt en það er gert grín enda ekkert skrítið menn eru farnir að mæta í grímubúningum til að mótmæla mótmælunum.Hvað leysir sú vitleysa, ég held hinsvegar að þessi mótmæli egi eftir að enda með einhverri skelfingu því miður ekki það að ég standi fyrir því heldur er leikurinn farin að harðna og engin lausn í aðsigi. Þá bera mótmælin engan árangur og það endae bara með skelfingu. Það eru allir að berjast um einhver völd eða aðalhlutverk allsstaðar, mótmælendur,Þingmenn,forstjórar alveg sama allt sníst þetta orðið um að fá að vera no 1. Við leysum ekkert ef þetta heldur svona áfram. Okkur vantar unga fólkið úr öllum flokkunum sem horfa ekki í x eitthvað heldur bara eitt Ísland, fólk sem hefur reynslu úr atvinnuveginum og námi til að koma okkur út úr þessu. Köllum það bara X-Ísland, hitt er orðið úrelt og sumstaðar er komin upp úrkynjunarpólitík sem á enga samleið með framtíðinni. Nú er tími unga fólksins sem hefur menntun og reynslu til að hjálpa Íslandi á flot runnin upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband