"Davíð er í Seðlabankanum"
13.2.2009 | 13:12
Hvað er eginlega í gangi hjá ykkur í stjórnarráðinu, um hvað talið þið þegar ákvarðanir eru teknar. Þessi ábending hefur verið rædd í 3 mánuði en svo virðist sem þið hafið ætlað að hunsa þær reglur og þau lög sem eru til varðandi seðlabankastjóra. Höfum við tíma í þetta,, ég bara spyr eða á Ísland að fara að hunsa mannréttindi og byrja með sveðjuna á hvern sem er án þess að hafa lagalegar heimildir. Þetta hræðist ég, ef reiðin og heiftin er farin að stjórna þeim ákvörðunum sem eru teknar í stjórnarráðinu. Til hvers var verið að skipta um stjórn, þið eruð með allt í rugli. Þessi stjórn sem ætlaði að redda öllu en gerir ekki nokkurn skapaðan hlut nema að fokka upp enn frekar.
Hvað ætlar þessi ríkisstjórn að gera t.d varðandi gengisþróun, hefur hún tekið eftir því að gengisvísitalan er 194.stig. Eða er hún of upptekin við það að Davíð er í seðlabankanum. Það er kanski besta afsökunin fyrir ykkur sem ekkert gerið,, "Davíð er í Seðlabankanum"
Þarf að hugsa málið upp á nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað var gert þangað til, núverandi stjórn tók við ?
Kveðja.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 13.2.2009 kl. 15:03
Ég átta mig bara ekki á því hvaða gagn þessi stjórnarskipti gerðu annað en sóun á tíma og peningum. Fyrir mér er ekki munur á kúk og skít. En við verðum að virða lög og reglur ekki satt.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 13.2.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.