Jamm ,,,,,,,,,zzzzzzzzzzz !

 

Ég hafði vonast til að úrslitin væri önnur en þessi. Hingað til höfum við sent melodípopp með misjöfnum árangri. Ingó var minn maður þarna og mér fannst flutningur þeirra skástur og einkar vel heppnaður og lagið virkilega skemtilegt sem vinnur á. Country gaurarnir gerðu líka vel en lagið kanski ekket sérstakt. Einnig var Edgar góður og setti skemmtilegan svip á þessa keppni. X-factor systrum tókst að klúðra besta lagi keppninar og það var kanski gott að það gerðist hérna heima, þær sungu eitt sinn á árshátíð sem ég var á,alls ekki edrú og þar hljómðu þær óaðfinnanlega, klaufaskapur hjá Örlygi að taka þennan sjens. Jóhanna Guðrún hélt ég að væri löngu hætt, þar sem hún gaf manni frí í nokkur ár. Þarna poppaði hún upp sem Celin Díon wannabe og fer til Moscow. Þetta gæti virkað enda nokkuð góð eftirherma hennar. Eins og sjá má á myndinni er eins og um fegurðarsamkeppni sé að ræða, hún er mjög sæt og flottur fulltrúi okkar Íslendinga þarna í Rússlandi. Hún gæti líka verið Rússnesk og kanski fljóta einhver atkvæði í okkar vasa út af því, lagið já, það mynnti mig á Titanic, langdregið og leiðinlegt en eins og með leikarana og þennan flytjanda er allt hægt, sérstaklega í Evróvísíon. Ég spái 9 sæti :)...en Ingó hefði unnið þetta.......


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott lag og flutningur hjá Jóhönnu! Pirrar mig samt á stað í laginu þar sem Jóhanna syngur "was it you..." en bakraddirnar syngja "watch it you..." Þetta á eftir að slípa og verður eflaust eitt af okkar allra bestu framlögum til Eurvision. Munið Eurovision Song Contest er söngvakeppni en ekki "freak show". Og í lokin, ekki veitir af að senda toppsöngkonu og lag út til að bæta ímynd Íslands!!

Kalli (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Nokkuð góður punktur, Ingó hefði samt unnið þessa keppni.Eftir að Lordi vann er þessa keppni er hún vissulega orðið að freak show-i í jákvæðri merkingu.Páll fór nú með frábæran gjörning út og Ágústa Eva sem Silvia Night. Flutningur hjá Ingó og þeim sem stóðu að því var miklu frekar leikrænn en freak-show og frábært lag.Við tippum á sætu stelpuna okkar í Rússlandi eins og ég sagði við fetum grætt á því að hún gæti verið rússnesk.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 15.2.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband