Hvaða skilaboð eru þetta
23.1.2009 | 12:25
Á þriðja tug eru fyrir framan Valhöll að mótmæla,, 1500 manns voru að mótmæla fyrir framan þjóðleikhúskjallarann. Eitthvað segir mér að Ingibjörg verði að grípa í taumanna á sínum mönnum ef ekki á að fara illa fyrir samfylkingunni.Þetta er allt samt gott mál okkur hefur tekist að vekja þessa ráðamenn upp frá dauðum og þeir eru farnir að hugsa sinn gang. Gangi ykkur vel þarna í Valhöll vonandi er þetta appelsínugul mótmæli,,,
Mótmælt við Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ástæða þess að fjölmenni var við fund samfylkingarinnar var vegna þess að fólk vissi að innan raða hennar var fólk sem sá óréttlætið, sá stefnuleysið og sá hrokann. Því var hamrað á þeim skoðunum við samfylkingarfólk að slíta stjórnina. Ef sjálfstæðisflokkurinn hefði haldið áfram stjórn og haldið sitt þing í næstu viku eins og til stóð er ég hræddur um að þúsundir fólks hefðu mætt þangað til að mótmæla - og örugglega einhverjir reiðari en gengur og gerist - án appelsínugula borða.
það mun enginn kjósa sjálfstæðisflokkinn sem ekki hefur kosið hann áður, og úr röðum þeirra mun fólk kjósa nýja/aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er einangraðasta mafía íslands og mun ekki vera í stjórn á komandi árum
Þórir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:35
Ég er nú ekki viss um það að sjálfstæðisflokkurinn verði það ekki, en það er alveg ljóst að sjálfstæðisflokkurinn og klíkan þar þarf að fara í naflaskoðun og það er alveg sama uppi á teningnum hjá öllum hinum flokkunum þ.e.a.s valdaæði hjá einhverjum strákum og köllum, þessu valdatafli og refskákum verður að hætta í íslenskri pólitík, við erum of smá fyrir svona bruðl og þar eiga allir stjórnmálaflokkar í hlut.
ÉG ER EKKI SJÁlFSTÆÐISMÐAÐUR en ég trúi á fólk og gott fólk er að finna innan raða hjá öllum flokkum, af hverju er ekki hægt að kjósa bara fólk ? Ég bara spyr...
Stefán Óli Sæbjörnsson, 23.1.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.