Lygi Össur
22.1.2009 | 18:31
Er ekki búið að ljúga að okkur nóg, við kreppugreiðendurnir eru akkúrat í þessu að horfa upp á eitthvað það magnaðasta valdatafl sem áður hefur skeð í sögunni. Það kemur bersýnilega í ljós að formaður samfylkingarinnar sé ekki á landinu, annars væri þessi ömurlega atburðarrás af hendi ykkar aldrei komin á svið, hún hefur ekki eins mikla óbeit á sjálfstæðisflokknum líkt og þú og varaformaðurinn. Hún getur einnig barið í borðið og róað fólk niður sem hefur alveg mátt gera. En í stað þess snúið þið baki í hana og kljúfið flokkinn á meðan hún er í erfiðum veikindum. Hún talaði skýrt á gamlársdag það skýrt að það er klárt mál að þið eruð að tala þvert á formann ykkar. Hvað er málið ? Vill varaformaðurinn komast í aðlahlutverk, ert þú og Mörður ekki nógu mikið í sviðsljósinu. Hópur samfylkingarinnar telur að kreppan leysist með því að reka Davíð það er einmitt sá hópur sem hefur bölvað Davíð í 20 ár a.m.k því finnst mér þetta hræsni. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðalaus eins og þið, það er ekki þjóðinni til góðs að kalla yfir sig ný stofnaðan framsóknarflokk,Vg og sundraða samfylkingu. Ég hef mótmælt ráðaleysi,aðgerðarleysi og upplýsingaþurrð ykkar. Apgerðarleysi sökum gengisþróun en hún er að setja hóp Íslendinga á hausinn. Þegar formaður Vg talar eins og hann gerði í gær varðandi IMF þá hryllir manni og það er eins gott að af þessari valdagræðgisáætlun þeirra verði ekki því þá er fyrst komið upp stórkostlegt vandamál og helmingi verri mótmæli. En ætli það sé ekki of seint að bjarga stjórninni eftir þetta stórslys að hálfu varaformanns ykkar og atkvæðissöfnunarfundi Reykjavíkusrsataka samfylkingar í gær. Flottast væri þegar Ingibjörg kemur heim rekur hún varaformannin,varamann sinn og þann sem hafði sig mest í frammi fyrir fundinum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn léti Seðlabankastjórnina róa, mann inn í ríksstjórn fyrir Björn, kunnáttu mann sem hefur menntun og reynslu af slíku starfi.Björn fari í nefnd til skoðunnar á EES. Fjármalaráðherran út og í staðin kemur kunnáttumaður með menntun í viðskiptum og stjórnunarreynslu. Þessir aðilar þurfa ekki að vera flokksbundnir eða hvað ? Hrókera í flokkunum á runsæann hátt, þá þarf ekki að koma til frekari vandamála út þetta kjörtímabil. Menn út sem hafa ekki vit né reynslu menn inn sem hafa vit og reynslu, þeir starfa með formönnum. Fá Dag eða Steinunni til að leysa Ingibjörgu af í 4-6 mánuði því þessi elska verður að hvíla sig og forðast allt óþarfa áreyti.
Viljum ekki stjórnarkreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.