Hemmi farðu !
18.1.2009 | 22:50
Það er ansi gott að vera í nokkurri yfirþyngd og commenta á fótboltann slít er mjög skemmtilegt enda hefur fótboltinn einmitt það uppá að bjóða,skemmtun og umræður. Það er samt einhvernvegin þannig að maður fer að halda með íslensku fólki sem er að keppa út í hinum harða heimi íþróttanna, enda er það eðlilegt við erum fámenn þjóð og eignum okkur þá sem standa sig vel. Þess vegna er orðið ansi pínlegt að horfa á íslenska Víkinginn og baráttujaxlinn Hermann Hreiðarsson verða fyrir barðinu á einhverju Arsenal buffi. Eyja peyjinn á margt betur skilið en það að vera stillt upp sem rottu í sökkvandi skipi og hann lofaður einhverju svo að hann yfirgefi nú ekki þetta sökkvandi skip. En sumum skipum er nú ekki bjargandi ef það rennur ekki af skipstjóranum það mætti einmitt halda að Arsenal buffið Tony Adams sé með meinloku gagvart okkar manni. Ef hann hefur tækifæri á hann að fara, Redknapp er farinn og klúbburinn fékk það sem hann átti inni eftir skemmtilega uppbyggingu þá er ég að meina FA bikarinn. Ég hef það á tilfinningunni að tími þessa klúbbs sé liðin og hlíðin sé brött niður og ef Hermann hefur tækifæri á að fara ætti hann að drífa sig, hann er einfaldlega of góður fyrir þennan klúbb hvað þá þennan stjóra. 'Eg trúi því einfaldlega ekki að fæterinn og baráttujaxlinn sé sáttur við klappstýruhlutverk (sorry,) hann á allt annað skilið. Svo getur verið að hann sé komin með það sem hann vill og spilar pokerinn vel, hvað veit ég, ég er bara aðdáandi uppí sófa í nokkurri yfirþyngd, manni finnst þetta bara leiðinlegt fyrir hans hönd.
Hermann á varamannabekknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.