Hækkun staðgreiðslu í 40 %

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort ríkisstjórnin hafi nú ekki átt að hækka staðgreiðsluna hjá okkur upp í 40 % og í staðin sleppt nefsköttun. Þegar mússíkin hljóðar þannig hjá okkar frábæru ríkisstjórn að næstu árin verði okkur mjög erfið þá átta ég mig ekki alveg á því afhverju skattprósentuhlutfallið er ekki hækkað. Við fólkið sem kalla má þræla auðvaldsins erum hvorteð er með skítinn upp á bak eftir mikilmennskubrjálæðið hjá nokkrum köllum. Ég hefði haldið að ef við gerðum þetta í 1- 2 ár innist hallinn hraðar niður. Ég væri til í að fá að sjá hjá einhverjum snillingi þetta reiknað. Hvað meðalmaður í launum c.a 250.000 tapaði á þessari hækkun en hvað ríkið fengi á móti og hvort að þessi 4% skiptu einhverju máli næstu 3 árin.

 En munum það að árið 2009 var það sannað að þrælahald er enn við lýði hér á Íslandi þökk sé þeim sem eru allir fluttir í villurnar sínar úti í heimi. Fokking fokk !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband