Gangi þér vel Geir
23.1.2009 | 12:49
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða skilaboð eru þetta
23.1.2009 | 12:25

![]() |
Mótmælt við Valhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gengisþróunin, hvernig gengur að styrkja gengið ???
23.1.2009 | 00:18
Ég ásamt mörgum öðrum bíð nokkuð stressaður eftir úrlausn okkar mála varðandi myntkörfulán. Hort sem lánið hvílir á bílum,heimilum,fyrirtækjum bara svo eitthvað sé nefnt.Þessi lán eru að setja landann á hausinn,. Ég átta mig ekki alveg á stefnu þeirra aðila sem vilja taka við ríkisstjórninni núna þ.e.a.s vinstri græn og framsókn. Þið eruð ekki með neitt fram að færa nema breytingu, engar lausnir,bara breytingu. Er ykkur svona mikið um að komst til valda strax, framsókn ?
Ég hef mótmælt ástandinu og er sammála nýjum kosningum, sérstaklega eftir hrun samfylkingarinnar, en samt sem áður fáum við sem sitjum uppi með myntkörfulánin engin svör, þeir sem eru atvinnulausir eru heldur ekki með svör, uppbygging atvinnulífsins liggur allt niðri og við því eru engin svör. Hvað ætla þessir afturhaldsseggir í Vg og framsókn að gera betur en það sem verið er að reyna, þá vil ég annað svar en "þeir eru ekkert að gera" HVAÐ ÆTLA ÞESSIR MENN AÐ GERA ÖÐRUVÍSI ? Ég hætti ekki að mótmæla fyrr en ég veit það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lygi Össur
22.1.2009 | 18:31
Er ekki búið að ljúga að okkur nóg, við kreppugreiðendurnir eru akkúrat í þessu að horfa upp á eitthvað það magnaðasta valdatafl sem áður hefur skeð í sögunni. Það kemur bersýnilega í ljós að formaður samfylkingarinnar sé ekki á landinu, annars væri þessi ömurlega atburðarrás af hendi ykkar aldrei komin á svið, hún hefur ekki eins mikla óbeit á sjálfstæðisflokknum líkt og þú og varaformaðurinn. Hún getur einnig barið í borðið og róað fólk niður sem hefur alveg mátt gera. En í stað þess snúið þið baki í hana og kljúfið flokkinn á meðan hún er í erfiðum veikindum. Hún talaði skýrt á gamlársdag það skýrt að það er klárt mál að þið eruð að tala þvert á formann ykkar. Hvað er málið ? Vill varaformaðurinn komast í aðlahlutverk, ert þú og Mörður ekki nógu mikið í sviðsljósinu. Hópur samfylkingarinnar telur að kreppan leysist með því að reka Davíð það er einmitt sá hópur sem hefur bölvað Davíð í 20 ár a.m.k því finnst mér þetta hræsni. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðalaus eins og þið, það er ekki þjóðinni til góðs að kalla yfir sig ný stofnaðan framsóknarflokk,Vg og sundraða samfylkingu. Ég hef mótmælt ráðaleysi,aðgerðarleysi og upplýsingaþurrð ykkar. Apgerðarleysi sökum gengisþróun en hún er að setja hóp Íslendinga á hausinn. Þegar formaður Vg talar eins og hann gerði í gær varðandi IMF þá hryllir manni og það er eins gott að af þessari valdagræðgisáætlun þeirra verði ekki því þá er fyrst komið upp stórkostlegt vandamál og helmingi verri mótmæli. En ætli það sé ekki of seint að bjarga stjórninni eftir þetta stórslys að hálfu varaformanns ykkar og atkvæðissöfnunarfundi Reykjavíkusrsataka samfylkingar í gær. Flottast væri þegar Ingibjörg kemur heim rekur hún varaformannin,varamann sinn og þann sem hafði sig mest í frammi fyrir fundinum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn léti Seðlabankastjórnina róa, mann inn í ríksstjórn fyrir Björn, kunnáttu mann sem hefur menntun og reynslu af slíku starfi.Björn fari í nefnd til skoðunnar á EES. Fjármalaráðherran út og í staðin kemur kunnáttumaður með menntun í viðskiptum og stjórnunarreynslu. Þessir aðilar þurfa ekki að vera flokksbundnir eða hvað ? Hrókera í flokkunum á runsæann hátt, þá þarf ekki að koma til frekari vandamála út þetta kjörtímabil. Menn út sem hafa ekki vit né reynslu menn inn sem hafa vit og reynslu, þeir starfa með formönnum. Fá Dag eða Steinunni til að leysa Ingibjörgu af í 4-6 mánuði því þessi elska verður að hvíla sig og forðast allt óþarfa áreyti.
![]() |
Viljum ekki stjórnarkreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Then you can pack your things, and you are all invited to Canada"
21.1.2009 | 20:39
Auðvitað kemur það ekki á óvart að framsókn sá tækifæri til að ota sínum tota eins og venjulega með því að bjóða á sér æðri endann vinstri grænum, þeir stukku heldur betur til og nú liggur sú leið að samfylkingunni sem gengur stjórnlaus um eins og í heróínvímu um þingsali og talar þvert á hvort annað. Við sem erum að mótmæla erum einmitt að mótmæla þessum vinnubrögðum sem hafa viðhafst hjá þessu flokkum öllum og það er valdagræðgi. Þetta breytist ekkert hjá ykkur stefnan snýst um eitt hjá ykkur og það er valdastóll. Ég talaði við erlendan blaðamann um 18 í dag og hann var ekki hissa á því að Geenpeace flokkurinn eins og hann kallaði hann hafi aldrei komist til valda, og talaði einmitt um það sem kom fram í kastljósi seinn í kvöld að sá flokkur ætlar að skila inn lánunum frá alþj.gjaldeyrissjóðnum," then you can pack your things and you are all invited to Canada".
Er þetta það sem við viljum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pössum okkur
21.1.2009 | 15:28
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þið eruð aumkunarverð Ágúst....
21.1.2009 | 14:18
Það kemur ekkert á óvart að þið samkundarfélagið sem nefnist Samfylking brjótist út núna eins og um einhverja dýrlinga væri að ræða. Ég held nú síður þið undirstrikið enn og aftur valdníðslu þörfina með útspili ykkar gegn samstarfsflokknum ykkar, ekki það að ég er dauðfegin að þið sprengduð þetta samstarf í loft upp. Þið sáuð ykkur ekki fært að koma með neinar lausnir af því að þið hafið engar og skuldinni skelt á Sjálfstæðisflokkinn og framsókn, Geir stendur eins og postulínsstytta málsvari fyrir alla. Þið aumkunarbandalagið standið hjá eða í besta falli gefið sjónvarpamanni fokkmerki vegna þess að USA gaf skít í okkur. Þið hafið gert í brækurnar sem og sjálfsræðisflokkurinn ekki reyna að skolast undan þeirri ábyrgð. Stjórnmálaflokkar segirðu, þeir eru allir með brækurnar á hælunum otandi sínum tota eftir völdum. Ég er búin að gefast upp á ykkur póllíunum sem kallist pólitíkusar, svik og prettir er það sem þið uppskerið.
![]() |
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er engin aðkoma ríkissins til okkar "þrælanna".
21.1.2009 | 09:56
Ég leit í bæinn í morgun og viti menn, talandi um að bregðast strax við þá voru öll tiltæk hreinsitæki og bílar að bóna Alþingishúsið að utan, það væri nú flott ef einhver úr þessari vonlausu ríkisstjórn kæmi nú fram með lausnir jafn hratt fyrir okkur þrælanna eins og að þrífa húsið. Þó að allir viti að þessi lausn er tímabundin því húsið fer undir egg og skít aftur,,held ég. Mótmælendurnir eru þá allavega atvinnuskapandi og það er meira en hægt er að segja um þessa ríkisstjórn.
![]() |
Aðkoma ríkisins vart marktæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkis(ó)stjórn og Samfylkingin er búin að guggna undan mótmælunum til hamingju mótmælendur.. Þið UNNUÐ!!!
21.1.2009 | 01:06
Ég held það að eftir opnunarræðu Geirs í dag og allra þeirra sem tjáðu sig á þingi, að ég sé staddur á einhverri plánetu sem er ein stór afneitun. Það vill engin tala við fólkið, það vill engin koma og staldra við vandamálið og gefa út örlitla von sem gleður hjartað það gerði Barak Obama í dag, en þessi skríll sem þessu landi stjórnar, gerðu það ekki heldur eru þeir búinir að stinga stærsta vandamáli sögunnar ofan í skúffu ég held að þeir ættu að taka svona pólitíkusa sér til fyrirmyndar og búa til örlitla von. Þetta er ríkis(ó)stjórn
Samfylkingin setti fram þingsáliktunartillögu af 10 þingmönnum, sem í fljótu bragði leyfir þinginu að fella ríkisstjórninna strax og kjósa. Fylking innan Samfylkingarinnar undir stjórn Helga Hjörvars lögðu þetta til þvert ofan í kokið á Össuri og formanninunm Ingibjörgu. Því miður elskurnar þá er Samfylkingin Over. Við verðum að athuga vel hvað hægt er að stilla upp í staðin, en sofar so good. Það hriktir í stoðum ríkisstjórnarrinnar þá sérstaklega X-S og við hlið þeirra stendur hálf skelkaður hópur Sjálfstæðismanna sem vart trúir því að Ísland sem hefur verið undir þeirra stjórn nánast frá fullveldi sé að hrunum komið. Þetta er staðreynd elskurnar og annað hvort fáið þið ykkur áfallahjálp og pillur segjið af ykkur hið fyrsta eða FARIÐ AÐ FOKKING VAKNA OG BYRJIÐI AÐ LEYSA ÓTTAN HJÁ FÓLKI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flott mótmæli...
21.1.2009 | 00:13
Ég skellti mér í bæinn uppúr 10 í kvöld og bjóst ekkert endilega við einhverjum svaka látum en þar hafði ég á röngu að standa. Brennu lyktin og kurrið setti strax í mann smá fiðring og skyndilega fylltist maður af einhverjum eldmóð. Þarna var fólk á öllum aldri sumir görguðu aðrir sátu á bekkjum og töluðu saman um þann fora pitt sem búið væri að koma landinu okkar í. Skemmtilegt var að sjá að pöbbarnir í kringum Austurvöll voru opnir og fólk stóð úti og drakk ýmist bjór eða kafii. þetta eru semsagt fyrirmyndar mótmæli þó að Alþingishúsið sé aðeins skítugt þá er hægt að hreinsa það og bæta rúður en varla er hægt að bæta fólki þann skaða sem það hefur orðið fyrir og sú reiði endurspeglast 90% af því fólki sem stendur þarna niður frá og mótmælir, sem sagt þetta eru flott mótmæli og ekkert að því að láta sjá sig. Mér sýnist að fólki sé orðið alvara núna......
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)