Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Satt og logið

Nú er búið að koma okkur fyrir kattarnef blessaðri þjóðinni.Það á að kjósa 9 apríl um eitthvað sem heitir ICE-save 3 eða 4. Hvað er rétt og hvað er rangt eða hvað er skynsamlegt og hvað er óskynsamlegt er það sem liggur fyrir okkur sem svara skal fyrir þessa dagsetningu. Ég hef ekki hugmynd,því reyni ég að lesa mig til eins og góðum borgara sæmir. Einhvernveginn í þeim lestri endurspeglast viðhorf skrifara eða skoðun á já-i eða nei-i útfrá rökstuðningi sem hægt er að gagnrýna á móti þannig maður er í nákvæmlega sömu sporum og þeim sem maður var áður en lesturinn varð að tímasóun.Hvað sem einhver segir þá er niðurstaðan alltaf vond því við getum ekki með góðu móti framkvæmt það sem hjartað í okkur segir af við viðbrögðum annara það hefur sýnt sig í öllu þessu hruni á Íslandi það er ekki bara fjárhagslegt heldur siðferðislegt svo maður tali nú ekki um hegðun og framkomu,því að okkur er bæði sagður sannleikur og logið að okkur á hverjum degi.

ICE-save er r.d farið að snúast um framtíð ríkisstjórnarinnar ef við viljum koma henni frá segjum við nei,við getum líka styrkt ríkisstjórnina með því að segja já,við getum sleikt okkur inn í ESB með því að segja já en að sama skapi gleymt inngöngu með því að segja nei.Um hvað snýst málið þá jú allt annað en það sem það á að snúast um.Það er undirliggjandi í flestum greinum sem maður les aðdráttanir frá meginmálinu.Þeir sem styðja ríkisstjórnina fara á sveif í þá átt sem styður hennar umhverfi en þeir sem vilja losna við hana fara í hina áttina. Það sem er hinsvegar satt er það að bensínið kostar hátt í 230 kr ltr,maturinn hefur hækkað ca 30% barnbætur eru dottnar út,vaxtabæturnar lækað verulega,lánin rokið upp,Ísland hefur hækkað í útgjöldum um 50 % á 2 árum. Þetta er sannleikur lygin er sú að við höfum það bara anskolli gott.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband