Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Þetta er ÍSLAND
13.1.2010 | 22:39
Sáu mikla eyðileggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er búið að slátra íslenskri samheldni og baráttuvilja.
9.1.2010 | 01:01
Hvað er eginlega í gangi, Ólafur gefur tóninn á BBC og fær hrós skilið,Össur kælir Bretann,þá virðist vera að Steingrímur hafi hitt einhvern þarna og talað sagt okkur loks að allt hafi gengið vel ok gott mál. Hvað er Gylfi þá að koma allt í einu og hamra niður ríkissstjórnarsamstarfið ef við ÍSLENDINGAR fellum frumvarpið.Þetta er hroki,ofaní allt annað,loksins þegar maður hélt að þjóðin ætlaði virkilega að sýna fram á það að hún gæti staðið saman,djö.... er maður vitlaus. Ég vil að Eva Joly taki þetta mál að sér strax og leiði verkefnið þessir a..kettir á Alþingi geta ekki klárað málið nema að stúta okkur endanlega sem þjóð,þessi auladeila er að skipta landinu í 3 hópa, JÁ-NEI-ALVEG SAMA. Ég er að búa til 4 hópinn ÞREYTTUR.
Fólk þarna á Alþingi farið nú að haga ykkur eins og fullorðin, ég mæli með að Þjóðleikhúsið setji upp eina boðssýningu á Dýrunum í hálsaskógi ykkur til heiðurs, til að hjálpa ykkur með að rifja upp hvernig samvinna er,eins og við munum þessa frábæru setningu,"ÖLL DÝRIN SKÓGINUM EIGA AÐ VERA VINIR" nú er mál að linni þetta rop vinstri hægri verður að stoppa hér með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eva Joly formaður samninganefndar no3. Áfram Ísland
8.1.2010 | 01:11
Þetta er borðliggjandi.Loksins þegar að Íslendingar átta sig á hvað best fyrir okkur s.s að snúa bökum saman hvort sem þeir eru á þingi eða ekki, slíðra sverðin,fyrirgefa og vinna saman sem heild og eitt landslið getur allt gerst. Fáar þjóðir í heiminum eru eins kjarkaðar,baráttuglaðar og vinnusamar eins og við Íslendingar þegar á reynir, mörg dæmi hafa sannað það, allt frá keppnisíþróttum og virkilegri báráttu,t.d landhelgisdeila,Ólimpíuleikar og Júróvísíon en í þessum greinum flikkjst allir saman og stolt Íslands ber á góma hjá hverjum kjafti,nema þegar við töpum því að við erum tapsár,einfaldlega út af uppruna okkar. Nú er hafinn risa leikur en hann felst í pólitík,Ísland v.s Bretland og Holland. Hljómar skelfilega, eins og skít tapaður leikur. Ólafur Ragnar fór fyrir landinu okkar á BBC og ég stóð mig að því að segja YESSSSS þegar hann skaut á þetta frábæra lýðræði Breta og Hollendiga,það setti þennan spyril algerlega út af laginu og að endingu kom allt fram frá Ólafi, lýsing á vilja Íslendinga og samkomulagsins. Hann stóð sig vel, Össur fékk ráðherra Breta til að dempa niður hræðsluáróðurinn og vonandi tekst Steingrími jafn vel í Danmeku og Noreg, hann kann að rífa kjaft það kemur sér stundum vel ef maður er ekki reiður heldur einfaldlega málefnanlegur líkt og Ólafur var í umræddu viðtali. Þessa atburðarás sem er nú í gangi vil ég kalla hálfleiksræðu fyrirliða og þjálfara í leik þar sem við erum undir og höfum verið tvístrað lið í fyrrihálfleik.
Þá eru framkvæmdar innáskiptingar sem kemur mótherjanum á óvart. Við setjum á laggirnar nýja samninganefnd og breytum leikkerfinu úr vörn í sókn. Það gerist þegar Steingrímur J kemur heim með svör svokallaðra frændur okkar Hringir 14-2 einhverjum bjöllum hérna !
Yfirmaður nefndarrinnar,sem fylgir eftir öllum viðræðum og stýrir sóknarleiknum EVA JOLY. Hún kallar til 2 af sínum hörðustu samningamönnum eða konum til að framfylgja því sem hún treystir fyrir okkur og talar við fjölmiðla aðeins hún , INDEFENCE hópurinn hefur 1 fulltrúa til að upplýsa okkur Íslendinga um gang mála og benda á sínar skoðanir.Alþingi kallar til 2 nefndarmenn sem fulltrúa Alþingis,lögfræðing sem við teljum vera þann besta í deilum sem þessari, svo fulltrúa úr þinginu, formaður fjárlaganefndar,fjármálaráðherrra eða kosið innan þingsins um hæfasta manninn af þessum 63 til að vera með.Alþingi hefur svo ICESAVE-nefnd innan þingsins sem skipar fulltrúa úr öllum flokkum sem verður að standa saman til þess eins að bera fréttir til þingsins og vinna þá vinnu sem til þarf hratt og örugglega með lögfræðingum sem nefndin ræður til sín..
Þá erum við komin með 6 fulltrúa. 3 erlenda og óhlutræga í íslenskri pólitík, 1 sem hefur haft skoðanir á ICESAVE málefnanlega frá upphafi og 2 frá hinu háa Alþingi sem valdir eru af þinginu sjálfu. Í hálfleiknum ,höfum við haft tíma til að jafna okkur á reiðinni,illskunni í garð hvors annars.Nú skiptir ekki máli D_S_B_O_VG_utanflokks bara Í-S-L-A-N-D eða X-ÍSLAND.
Upp með sokkana,setjum upp legghlífarnar og spennum beltin, seinni hálfleikur er að hefjast. Gangi ykkur rosalega vel öllsömul.
ÁFRAM ÍSLAND
Joly harðorð í garð Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Twilght Zone !!!!!
6.1.2010 | 01:39
Sammála um að lágmarka ókyrrð. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að vinna hlutina faglega þá hefði hún verið búin að lágmarka ókyrrðina einfaldlega þannig að hún hefði getað verið búin að undirbúa sig undir Já eða Nei.Hvorugt var gert og það er bensínið sem sprengdi um ókyrrðina. Í mörgum blöðum í UK eru svo hrykalega margir bretar búnir að commenta um niðurrifs greinar höfunda dagblaðanna, það skýn í gegn að við fáum ótrúlega mikinn skilning á aðstöðu okkar. Ég hvet fólk til að lesa t.d bloggin á Telegraph,Skynews ofl.það segir manni það að ef við hættum þessu væli og reiði þá náum við betri samningum það er alveg ljóst. Ef við ætlum hinsvegar að vinna svona ófaglega áfram þá fáum við fólki ytra á móti okkur líka og þá er staðan vond,Bretar kunna betur en við að mótmæla. Denni J og Jóa sættið ykkur við Lýðræðislega niðurstöðu og farið að vinna með fólkinu, þetta er ekkert privat party sem kemur til að gera ykkur að dýrðlingum,finnið annan vetfang í það.
Sammála um að lágmarka ókyrrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alveg ömurleg frammistaða ríkisstjórnarinnar.
5.1.2010 | 13:02
Hvernig má það vera að engin frétta tilkynning hafi verið klár hvort sem Ólafur samþykkti eða ekki.
Við lítum hrykalega illa út í erlendum fréttamiðlum. Þar stendur allsstaðar að við ætlum ekki að greiða til baka.Það hefði verið ágætt þar sem ríkisstjórnin vissi í morgun að Forsetinn skildi neita, að semja ekki yfirlýsingu eru afglöp og ömurleg frammistaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)