Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Þegar þú og þín ungliðahreyfin stóðu með potta og pönnur fyrir framan Alþingi var engin að hugsa um Icesave. Fólk vildi fá svör, fólk vildi sjá Alþingi standa með hendur fram úr ermum og gera eitthvað róttækt. Það tókst........... En í dag þann 30.júní 2009 sem verður lengi í minnum hafður vegna umræðna þess fólks sem tók að sér að rétta þjóðarskútuna við með loforðum sem þau svo loks sviku, þegar ný bónaðir ráðherrabílarnir voru búnir að ferja ykkur 6 ferðir í stjórnarráðið, voru þið búin að gleyma hvaðan þið komuð og af hverju þið voruð í bílnum í fyrsta lagi. Vissulega vorum við komin á hliðina en ef allt sem horfir er mastrið komið í botninn og skútan verður látið liggja á hafsbotni mannlaus sem betur fer, það flúðu allir hásetarnir. Þið hafið EKKERT gert sem við kemur heimilin, EKKERT. Niðurstaðan eftir daginn í dag er 12kr hækkun hjá oliufélögunum, sem á eftir að hafa rosaleg áhrif á flutning til landsbyggðarinnar, til og frá landinu,sem endurspeglast strax eftir 2 vikur í öllum verslunum þegar flutningafyrirtækin hafa hækkað..Niðurstaða dagsins er fréttamannafundur leynifélagsins(allt fullt af leyndó skjölum)en samt staðfesti hann það sem SÉRFRÆÐINGAR OKKAR HAFA VERIÐ AÐ SEGJA (EKKI SAMÞYKKAJA ICESAVE) það hefur engin bakkað með gegnrýni sína þrátt fyrir fundinn. En þið hlustið hvort´eð er ekkert á sérfræðing, það sannaðist einnig í dag. Það hefur líka komið í ljós fyr að okkar erlendu ráðgjafar kvarta yfir því að á þá sé ekki hlustað og hafa hótað að hætta !!!
Þessi vika mun verða frábær fyrir sagnfræðinga því margir hausar munu berjast við Stein-grím og einhverjir munu buguast. Hvort það verður hann sjálfur eða heill þingfokkur kemur í ljós. Ef VG samþykkir samningin hefur flokkurinn svikið og logið upp í opið geðið á kjósendum sínum. Ef þú ætlar að reyna að telja manni trú um það að kosningarnar í apríl snérust um Icesave ertu einfaldlega að ljúga. Kosningarnar í vor snérust um uppreisn fólksins í landinu sem heimtaði nýjar kosningar og fengu að refsa sínum flokkum fyrir það sem gerst hafði kosningarnar vour sigur fyrir lýðræðið. Nú ert þú að upphefja flokkin VG á fáránlegan máta, og ég get alveg ýmindað mér að VG verður aftur næst minnsti flokkurinn á landinu því það er alveg klárt að þið getið ekki(sem kemur manni á óvart) staðið við þann málflutning sem fyrir kosningar komu úr ykkar munni.Ég ætla að vona að þessi mikilvægi samningur verði felldur og í versta falli fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Svavar Gestsson sá ágæti maður er algerlega vanhæfur sem formaður nefndarinnar og dómgreyndarleysi ykkar undirstrikar ráðningu hans á þessu máli. Ef hann hefur verið ráðinn af fyrri stjórn þá var það glapræði líkt og margt annað. Fáum fagfólk sem ekki hefur pólitískt atkvæði á bak við sig í þingsal til að semja að nýju. Því þessi vinnubrögð ykkar gerir mann pakk saddan af helv.... spillingunni hérna.
Þjóðin kaus um Icesave í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)