Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Kappleikurinn milli davíðs og golíats.

Kappleikurinn milli davíðs og golíats

Á fyrstu mínútu fær davíð vítaspyrnu múgurinn ærist af spennu, davíðs liðið hefur ekki sigrað í 18 ár davíð spyrnir og skorar af öryggi. Leiknum lauk 1-0. davíðsliðið vann Reykjavíkurmótið í kappleik loksins og sigurhátíðin er gífurleg. golíatsliðið er ekki mikið gefið fyrir þennan davíð enda askolli góður í kappleikjum. Ekki líður að löngu en að davíðsliðið vinnur 12 ár í röð Reykjavíkurmótið.golíatsliðið er alveg orðið brjálað út í davíðsliðið og fer að sameina lið til að geta unnið davíðsliðið, því hann kemst alltaf í blöðin með myndum af sér, en engin úr golíatsliðinu fær eins mikla athygli og davíð fyrirliði. Á meðan að golíatsliðið er á bak við tjöldin að sanka að sér öðrum liðum til sameiningar fær davíð hugmynd.davíð vill verða íslandsmeistari í kappleikjum hann er búin að vinna svo marga reykjavíkurtitla,og kveður reykjavíkurmótið með tilheyrandi athygli, það mikilli athygli að engin tók eftir sameiningu golíatsliðsins. rétt er að taka fram að golíatsliðið vann svo loksins reykjavíkurtitilinn en íslandbikarinn vann davíð aftur og aftur hann baðaði sig í metalíum. davíð var orðin frægasti kappleikjamaður íslands.golíat var orðin reiður og abbó, þegar maður er reiður og abbó taka menn alltaf rangar ákvarðanir, það vissi davíð og skoraði aftur og aftur á leik við golíat sem tapaði sem endra nær. nú var davíð orðin þreyttur og vildi hætta að vera í kappleikjum og fór í samband kappleikja sem gjaldkeri það þoldi golíat ekki og varð bál reiður. Allir í golíatsliðinu vildu davíð burt úr kappleiknum þannig að golíat fengi einhverja athygli, en sem og oft áður tókst það ekki. 

Áhorfendurnir tóku skyndilega eftir því að allt er nú ekki sem sýnist með davíð og golíat og vilja fá fleiri lið til að keppa og mótmæla við völlinn, golíat segir að davíð sé búin að skemma kappleikinn og davíð sé búin að eiðileggja allt, allir úr sameinaða golíatsliðinu vilja davíð burt úr sambandinu en davíðsliðið vill það ekki , hvað gerist þá. Þar stendur hnífurinn í kúnni davíð er of vinsæll og golíat er of reiður og abbó, golíat hefur brennt sig áður á því að taka ákvarðanir undir þannig kringumstæðum,,, nú er gaman að vera áhorfandi .

Íslensk pólitík er orðin að gríni.

Þegar ég var í barna og grunnskóla lærði maður að bera virðingu fyrir þinginu og öllu því sem þar fór fram. Hvernig það varð til, hvað okkar forfeðrum tókst með ótrúlegum hætti að gera í sjálfstæðisbaráttunni. Þessi örlitla eyja í Atlandshafinu sigraði Danmörk og var fullvalda ríki. Landhelgi Íslendinga 250 sjómílur, unnum þorskastríðið og unnum silfur á olympiuleikunum. þetta gerir mann að stoltum íslendingi. Og það er skilda okkar að gleyma ekki hvaðan við komum og hver við erum. Ég held að almenningur sé með þetta á hreinu enda vinnur sá sem vetlingi getur valdið 130% vinnu því það er og mun alltaf vera dýrt að vera íslenskur. Hverjir gleyma þessum gildum og virðingunni fyrir forfeðrum og Alþingi?  Jú ótrúlegt enn satt þingmennirnir SJÁLFIR. Þingmenn,ráðherrar og sjálfur forsetinn(sá er nú situr, enginn annar). Hvað hefur maður horft uppá, frá sjónvarpsútsendingum frá hinu háa Alþingi,jú,, dónaskap,algert virðingarleysi,ómálefnanlegar umræður fram á nætur og fullorðið fólk rífandi kjaft við hvort annað. Ég get nú ekki annað sagt en þetta , það kemur manni akkúrat ekkert á óvart að þessi staða sem nú er uppi í íslenskri pólitík sé á þennan veg komin. Hver höndin uppi á móti annari, fólk er svo mikið í mun að vera þvert og þrjóskt að íslenskar fjöldskyldur og fyrirtæki eru svona eitt af öðru að gerast gjaldþrota, bankarnir eru tómir af peningum fyrir atvinnuveginn, ríkið á ekki cent til að passa upp á 250 milurnar,vinna forfeðra okkar er væntanlega að detta uppfyrir því okkur verður sennilega ekki bjargað nema undir öðrum hentifána tímabundið. Skál fyrir því herra forseti, lausnin kom einmitt úr bústað hans að Ísland yrði að  " litla DUBAI ". Ég er ekki hissa á því að helstu fjölmiðlar heimsins eru farnir að vera með ritara hérna á Fróni því að íslensk pólitík er orðin að algeru gríni ,,, alheims gríni. Það er sárgrætilegt, fallvötnin,jöklarnir,norðurljósin,heita vatnið, fiskurinn og hreint Ísland er orðið að gríni úti í heimi vegna þess að þeir sem eru að stjórna hérna hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér eins og kappleik sé um að ræða. Þið gleymduð öllum gildum, landinu og fólkinu, þið öll þið sem eruð að passa land okkar og þjóð.

Hverjum er treystandi til að bjarga okkur úr ykkar höndum ? Jú við hin getum það, það þarf  greynilega ekki að vera neitt brjálæðislega skýr til að sitja á þingi hvað þá í ráðuneyti, þú þarft bara að geta sagt réttu hlutina,eins og góður sölumaður !


Frábært Davíð eða ömurlegt Davíð ?

 

Ég hef enga lagalega þekkingu á ráðningarmálum Seðlabankans hvað þá heldur rétt þeirra sem starfa þar. Ég spurði oft að því hvort ástæða væri til þess að Davíð segði af sér, sumir sögðu já aðrir sögðu nei. Ef Davíð og fjöldskylda hans heyrir í fjölmiðlum af innihaldi bréfs frá forsætisráðherra til hans er víða pottur brotinn hjá nýjum ráðherra. Ef bankastjórar eru með ráðningasamning í 7 ár set ég alvarlega athugasemd við bréfið sem honum barst og óskina sem í bréfinu var.

 Ef forætisráðherra getur með einu bréfi rekið bankastjóra af hverju gerir hann það þá ekki, til hvers að fara þessa leið.Davíð er ekki sammála því að hafa staðið sig illa, það eru ekki allir sammála því. Ef forsætisráðherra er ekki sátt/ur með störf bankastjóra á hann einfaldlega að reka þá. þannig að mér finnst á báða vegu þetta mál hið furðulegasta og undirstrikar öll mín skrif um samsæriskenningar gegn sjálfstæðisflokknum hjá minnihlutahópum. Hver var tilgangurinn, á stjórnarslitunum og hvernig á þessi leðjuslagur að gagnast okkur sem eru að reyna að þrauka milli mánaða. Þið ættuð ÖLL að skammast ykkar og drullast til að segja af ykkur. Slíkur er andskotans skítafnikurinn af kökunni sem hófst í bökun vestur í Borgarnesi með ræðu Ingibjargar Sólrúnar. Flokkapólitík er úr sér gengin,gegnsósa af spillingu og valdagræðgi. Enn og aftur segi ég og skrifa við þrælar þessa lands borgum undir ykkur sukkið og svínaríið á meðan þið tottið vindla og étið kavíar í hinu háa Alþingi við erum höfð að háði og spotti.  Samt brosum við fram í tilveruna og segjum " þetta reddast". Vitandi það að hver stjórinn á fætur eftir öðrum er blindfullur.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband