Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ert´að grínast

"saklaus uns sekt er sönnuð"

Best að hafa þessi orð að leiðarljósi en,,, 1,7 kíló af amfetamíni ert´að grínast, heldur maðurinn virkilega að fólk sé fífl. Þú ferð ekki alveg óvart á skútu yfir Atlantshafið með 1,7 kg af dópi, það er alveg ljóst.


mbl.is Ósáttur við saksóknarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úfffff - Evróvísíon á Rúv

Einu sinni, var gaman að fylgjast með Evróvísíon keppninni á Rúv, glamúr og viss geggjun,gríðarleg spenna í lofti allt kapp lagt í að búningar og dansar væru til fyrirmyndar. Allt var gert svo professional að það lá við að við værum að halda úrslitakvöldið, en nú er annað uppi á teningnum.það sem boðið er uppá í dag er hægt að líkja við Rúmenska c- mynd, öllu ruslað af og Þáttastjórnendur eru sífellt að tönglast á einhverjum 5 aura bröndurum gegnum gangandi, það lukkaðist hjá þeim þegar þær töluðu um að Páll Magnússon gæti ekki flutt lög sökum þess að hann væri með gleraugu,, he he Sick, svona er nú húmorinn á þessum bæ. Í miðri kreppunni er manni boðið uppá svona geggjuð leiðindi, með fullri virðingu fyrir listamönnunum þá ætla ég ekki að spúa yfir . En fólk sem býr til handrit fyrir þætti sem þennan og marg æfir vissa hluti til að skemmta landanum ætti nú að takast betur til en þetta sko. Það er Ingó kallinum að þakka að ég kláraði að horfa. Koma svo hérna Rúv þetta á að vera fjöldskylduvænt skemmtiefni en ekki brandarakeppni þáttarstjórnenda.


Nú sækjum við öll um stöðurnar !

Hvernig væri að sækja um þessa stöðu, það yrði nú fróðlegt að sjá hverjir hneppa nú hnossið hjá hinu opinbera. Launin eru nú ekki af verri endanum eða ein og hálf milljón á mánuði ef við gefum okkur það að sömu laun verða í boði. Blessuðu ráðherrarnir fá nú ekki svona laun þannig að þeir hljóta nú að sækja um. Ég get allveg verið pottþéttur á því að eitthvað nafn úr pólítíkinni grípur hnossið því maður þarf ekkert að vera neitt sérstakur í fjármálum til að fá þetta job, það hefur sínt sig. Maður þarf heldur ekki að vera neitt sérstaklega gáfaður til að vera á þingi eða í ríkisstjórn. Það er einnig að koma í ljós. Það getur líka vel verið að við séum of klár í þessi störf, það kemur þá bara í ljós.

Ætli öllum umsóknum verði svarað ? Ég bara spyr og hver svarar þeim ??Hmmmm


mbl.is Bankastjórastaða auglýst í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti sigur Guðjóns Þórðar hjá Crewe

Frábær sigur hjá kallinum. Crewe sigraði Scunthorpe 3-2 á heimavelli sigurmarkið kom á 72 min. Þetta var fyrsti heimaleikur Mr.G í deildinni og eigum við ekki að óska honum til hamingju með þennan glæsilega sigur. Vel gert Guðjón.

Það má svo fylgja þessum link hér að neðan til að fá fleiri fréttir um Crewe.

 

http://www.newsnow.co.uk/h/Sport/Football/League+One/Crewe+Alexandra

 


Engin gæsla ?

Það verður sjálfsagt veisla hjá smyglurum næstu mánuði. Ríkið hefur ekki efni á því að halda úti gæslu nema bara í gegnum eftirlitsmyndavélar í einhverjum herbergjum. Það er áhyggjuefni að löggjafarvaldið gefi eftir þegar herðir að maður skildi halda að það æti einmitt að vera öfugt. Þeir sem vinna í gæslunni vita það að sjóleiðin í smyglinu er algengasta og besta rennan fyrir varninginn inn í landið og það skiptir engu máli hvar á landinu belgirnir eru settir þetta skilar sér allt á markaðinn þegar upp er staðið. Ef gæslan fer að slaka á fara menn að sjá tækifæri til að ávaxta sína peninga með þessum hætti og við sitjum og fylgjumst með aðgerðalaus af því að ríkið á ekki pening til að hafa gæslu, það sagði  forstjórinn allavega.

Er ríkið kanski farið á hausinn ?  Ég bara spyr.


Þá byrjar þetta aftur

Það skal ekki koma neinum á óvart að smygl á dópi og brennivíni fer að vera atvinnubótavinna aftur,Þegar að kippa af bjór kostar orðið jafn mikið og einn matarpoki í Bónus. Lífskjarabaráttan verður sí harðari hérna og þá kemur að þessu, smygl og þjófnaðir. Ég spyr afhverju þurftu þessir snillingar að hækka allt í á.t.v.r umfram gengisfallið. Rauðvín sem kostaði 1090 er komin í 1640 frá því í nóvember, þetta er rífleg hækkun. Ef að flóran er skoðuð hjá ríkinu þá erum við að tala um svakalega hækkun fyrir þá sem reykja og drekka. Ég reyki sjálfur okey gott og vel ég tek mig saman í andlitinu núna og hætti. En ekki taka af mér rauðvínsglasið með frúnni og þennan ískalda bara til þess að setja auka skatt á okkur.

Hey ég leysi þetta ég kaupi smygl bara það er helmingi ódýrara.


mbl.is Stórfellt smygl með vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið tvöþúsund og níu !

 

17. Nóvember 2009.

2009 tvöþúsund og níu.  Það sem hefur vakið athygli mína undanfarna daga er hetjuskapur og dálæti mitt á þremur manneskjum. Fyrst vil ég nefna Friðrik Þór og sólskinsdrenginn Kela, við sem þekkjum lífið á þann veg að allt er sjálfsagt, eða svo gott sem fáum þarna smá lykt af því hvað er að vera hetja,duglegur,kærleiksríkur og gott foreldri. Ég get með engu móti kvartað yfir mínum veraldlegu hlutum, hvort maður getur haldið þeim eða ekki, það er víst ekki í okkar höndum en það er í okkar höndum að börnin okkar fái að vera börn og fái þann kærleik og ást sem er okkar eina ábyrgð í barnauppeldi og ábyrgð þeirra sem umgangast börn á hverjum degi með vinnu sinni. Árið 2009 er hópur barna og fullorðinna á vergangi vegana sinnuleysi stjórnvalda í þessum efnum. Það vantar pláss og það vantar tækni, starfsfólk og mannsæmandi laun til að tryggja sjúkum öryggi. Árið 2009 er heilbrigðiskerfið að bregðast öldruðum, geð-veikum, og fólki sem má teljast sem anti-félagslegt, en það er fólk sem við teljum vera öðruvísi en við sem teljum okkur vera óaðfinnanlegt.

Einnig sá ég viðtal við unglingsstúlku, ömurlegt finnst mér að muna ekki nafnið hennar, en stúlka þessi hefur verið að blogga um einelti sem henni hefur verið beitt. Ég fékk þessa ógeðistilfinningu þegar hún var að tjá sig um lausn vissra aðila sem voru stuðningsfulltrúar í skólanum hennar  og áttu að vernda hana fyrir einelti. Árið 200? var sagt við blessað barnið "gleymdu þessu og hættu að tala um þetta"´. Ég óska eftir því að þeir sem þarna áttu í hlut þ.e.a.s stuðningsfulltrúar verði nafngreindir og umsvifalaust reknir þar með talinn skólastjórinn/stýran. Það er búið að leggja mikið í forvarnarstarf gegn einelti í skólum og þegar forvörnin stendur sem hæst gengur þetta yfir stúlkuna. Hún er hetja, hún stóð upp aftur og þerraði tár sín og sótti fram ég vil að við sækjum með henni rétt sinn og þeir sem standa þarna í ábyrgð skuli svara fyrir sig. Fólk sem stendur vörð um þá peninga sem hefur verið varið í þessar forvarnir ættu að skoða þetta mál einnig sveitarfélagið eða borg, því þessi lýsing er viðbjóður að hálfu skólans sem hún dvaldi í. Hún fór í Réttarholtsskóla fann sér vini og gott fólk sem verndaði hana fyrir frekari skaða Guði sé lof fyrir það.

Ungur leikari kom fram fyrir stuttu og tjáði sig opinskátt um þá kynferðislegu misnotkun sem hann varð fyrir á sínum tíma. Ég verð að hrósa honum fyrir þetta skref sem er þungt og viðkvæmt. Hvað kemur það árinu 2009 við,jú karlmenn, karlmenn sem hafa átt undir högg að sækja varðandi kynferðislegt ofbeldi hafa orðið undir einnig í kerfinu, stuðningskerfinu fyrir fólk sem hefur orðið fyrir þeim stærsta skaða ef við tökum tillit til að, þroska, sjálfstraust,nám,einbeitingu og að hafa sig í frammi svo eitthvað sé nefnt sökum kynferðislegrar misnotkunar. Árið 2009 hef ég aldrei séð auglýsingu sem talar beint til kk varðandi nuðganir og kynferðislegrar misnotkunar. Ég legg til að þau samtök verði stofnuð sem fyrst, því það eru alveg örugglega fleiri strákar þarna úti sem búa yfir sömu sögu,jafnvel verri sögu og jafnvel saklausari sögu en okkur var tjáð í kastljósi.

Árið 2009 horfir maður á alþingismann segja af sér við að segja sannleikan, en maður sér engan alþingismann segja af sér við að ljúga. Hvernig stendur á því ?

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband