Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

"af litlum neista verður oft mikið bál"

Áfram trukkabílstjórar !

Ég nefndi þetta, ekki fyrir alls löngu þegar barátta þeirra um hvíldartíma var allsráðandi og óánægju með olíukostnaðinn.Mótmæli þeirra fóru friðsamlega fram og allt virtist þetta vera í lagi.En því miður gerist það, að allt sníst í andhverfu sína og menn missa tökin á mótmælum sínum. Ég veit ekki hvort það sé endilega þeim að kenna en "af litlum neista verður oft mikið bál". Ég verð að  viðurkenna það að múgæsingur undanfarna daga er bein afleiðing mótmælanna sem voru áður vel heppnaðar og þær fengu stuðning margra samborgara. ÞAÐ ER ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM AÐ HORFA UPP Á FULLORÐIÐ FÓLK LÁTA EINS OG FÁVITA,,OG ÞAÐ Í BEINNI !

Við ! Fólkið í landinu, verðum að virða lög og reglur sem hér gilda, þess vegna er eitthvað til sem heitir LÖG-REGLA til að við hlýtum þeim. En það sem við horfum uppá í fyrsta skipti allavega í mínu lífi eru aðgerðir lögrelu gegn snaróðu fólki. Og finnst mér það bara hið besta mál.Svo spyr maður sig hverjum bitnar það á ? Jú saklausum borgurum sem eru í forvitni að fylgjast með, af því að þetta er svo gaman,, en mér er ekki lengur skemmt yfir þessu mótmælakjaftæði sem er orðin algerlega ómálefnaleg og rökleysa. Það væri alveg til að kóróna vitleysuna að þið haldið áfram og safnið meira liði í þennan kjánaskap ykkar og þið fengjuð harðari viðbrögð jafnframt fleiri forvitna maceaða og slasaða. Ég þakka Guði fyrir það að lögregla okkar er þetta þolinmóð, því hvergi annarsstaðar í heimi aðvarar hún oftar en einu sinni. Viljum við lögreglu með byssur og gummíkúlum í kjölfarið á þessu og umræðu hjá þeim um meira harðræði í stað þess að bæta við fólki fyrir okkur borgaranna í löggæslu á vegum og torgum? Ég bara spyr. Ef við værum að mótmæla einhverju af viti þá væri ég ekki að skrifa þetta en ykkar mótmæli og múgsefjun er komin að endastöð og viðtekur ruglið. Ykkar mótmæli eru komin útí, meiðyrði,skepnuskrif,ogbeldi og skemmdarverk, ég undirstrika mín skrif með þessum rökum. Ég efast um að menn eins og Sturla hafi óskað eftir því í upphafi. Hverju eruð þið annars að mótmæla núna ?

Strákar verið stoltir og hættið núna áður en það verður of seint. Tökum saman höndum og mótmæum einhverju sem við getum mótmælt. Olíuverð er ekki hægt að mótmæla, hvíldartími er ekki að leysast fyrr en í haust. Þetta var ykkar ástæða fyrir mótmælum. Það eru komin svör við öllu.

Hættið með reisn, ekki skemma möguleika annara á mótmælaaðgerðum sem vilja mótmæla t.d. Matvælaverði, vistun fyrir geðsjúka,misnotkun bankanna á okkur,lágum almennum kennaralaunum, samgöngum í Rvk,dýrri heilsugæslu fyrir 16.ára og yngri, dýru gjaldi  á smbýlium fyrir fatlaða og ellilífeyrisþega, reglum um úttekt lífeyris okkar og svona mætti lengi telja. Þetta eru skárri mótmæli en það sem þið bjóðið okkur uppá núna.

Ef ég fer einhverntíma í LÖGLEGAR MÓTMÆLA AÐGERÐIR  vil ég ekki verða skotinn af gúmmí byssu út af múgsefjun ykkar, þið eruð að skemma fyrir öðrum akkúrat núna.

Fjölmiðlar HÆTTIÐ AÐ VEKJA Á ÞESSU ATHYGLI !!!

Þeir nærast á henni Angry.

GLEÐILEGT SUMAR !!!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband