Margur verður að aurum api....
11.4.2009 | 23:49
Þetta er orðin ákaflega skemmtilegur spennufarsi, eina sem vantar í þennan farsa er mannshvarf en sem betur fer er þetta raunveruleikinn og hann býður upp á ýmislegt annað en það. Nú vita allir um samsæriskenningar Sjálfstæðisflokksins og Stöð 2 fer þar fremst í flokki,(nú var ég t.d með eina samsæriskenningu í setningunni á undan). Ísland er lítið en samt stærsta land í heimi, við erum best,sterkust,fallegust,ríkust og eigum fallegasta kvenfólkið. Þessi ofurtrú er okkar mesti óvinur því ef við erum það ekki er það einhverjum að kenna, þá finnum við blóraböggul,, að sjálfsögðu á engin flokkur að taka við eins miklum peningum og Sjálfstæðisflokkurinn gerði og mér sýnist svo að Bjarni sé að leysa það mjög fagmannlega og málefnalega. Það er mjög auðvelt að vera með fullt að kenningum á bak við þá styrki sem í boði voru, sérstaklega í dag.Þessi fyrirtæki eru ekki vinsæl í dag en voru það þá, menn voru hlaðnir viðurkenningum og forsetametalíum,við skulum ekki gleyma því.En eins og alltaf þegar það gengur vel gleyma menn sér og þá kemur upp máltakið "margur verður að aurum api". Fólk var nú búið að tapa skynsemi á peningum þegar þeir voru veittir Því miður. En hvað með hina flokkana, sömu fyrirtæki voru að styrkja þá, nema bara með nokkrum lægri tölum, einn aðili greiddi í gegnum 5 fyrirtæki 15 milljónir sýndist mér til eins flokks, er það eðlilegra, en það ekki rannsóknarefni af því að sá flokkur heitir ekki Sjálfstæðisflokkur," smá pæling". Ég ætla ekki að fara úti í þessa sálma afhverju þessi er ransakaður en ekki hinn, þó finnst mér það merkilegt.
Í ljósi þess að við erum lítil þjóð verða sögurnar verri og því verðum við að vera með dómgreindina í lagi og sérstaklega þeir sem með valdið hafa misnoti það ekki því það kemst allt upp á yfirborðið fyrr eða síðar. Það gott að Bjarni fékk þessa sprengju í andlitið strax því nú getur hann byggt traust Sjálfstæðisflokksins aftur upp á sínum forsendum og á þeim grunni sem telur þann traustasta. Það verða vonandi ekki svona uppákomur á næstu dögum en sem betur fer er komin flottur formaður sem kallar ekki allt ömmu sína og það er gæfuríkt fyrir flokkinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.