Þetta kemur engum á óvart...það er búið að draga þjóðina í standpínukeppni milli flokka
28.1.2009 | 10:40
Þessi leikflétta samfylkingarinnar sem staðið hefur í nokkrar vikur,eða síðan að þau sáu fram á það að flokkurinn var að verða óvinsælastur, kemur bara alls ekki á óvart. Við kjósendurnir fengum það svo sannarlega leikféttur í andlitið á síðasta ári frá þessum flokkum í (borginni), þetta minnir óneitanlega á tjarnakvartetts sápuópru samfylkingarinnar til að ná völdum þar. Er samfylking komin í standpínu keppni um það hver er mestur og sterkastur allra flokka á kostnað okkar skattgreiðenda. Nú bíðum við eftir útspili sjálfstæðisflokksins hann lætur sig ekki hverfa ef marka má þeirra útspil í borginni s.l sumar og þegar þeim tekst að stinga S í bakið á móti, verður allt vitlaust aftur og samfylkingi fer í hártoganir við D.Samfylking var alveg jafn svekkt yfir að missa tökin í borgarmálunum þegar D listinn tók yfir með B. Ég verð bara að viðurkenna það, ég er alveg búin að fá nóg af þessari vitleysu sem sníst eingöngu orðið um valdagræðgi og skítaplottum ykkar stjórnmálamanna, þið hugsið um kjósendur síðast af öllu, það er sannað og það var undirstrikað núna með þessari leikfléttu. Ég sem hélt að nýr formaður B kæmi með nýtt útspil, silly me, Vinstri grænir herjuðu á þjóðstjórn,silly me, F listi er þarna bara og standur á sínum málum, þeir hafa þó ekki enn verið staðnir að plotti ag valdníðslu. D listi, bíðum og sjáum eftir þeirra útspili en það er alveg ljóst að stæsti og vinsælasti stjórnmálaflokkur Íslands lætur ekki koma svona fram við sig ekki frekar en í borginni, þeir eru að brýna hnífasettið . S listi, sama gamla splundrið sem rígheldur í völd sama hvað það kostar.
Við erum að upplifa tveggjaflokka valdabaráttu D og S ár eftir ár.Við verðum vitni af hverju skítabragðinu hjá þeim báðum í garð hvors annars, er þetta það sem við viljum, er þetta virkilega þeir starfshættir sem við viljum haga okkur á okkar vinnustöðum, alla vega kemur þetta Íslandi ekkert við og okkar hagsmunum kjósenda,þetta er eitthvað allt annað og dýpra.
Ég er farinn að ná í Helv....fokking fokk.. skiltið
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.