Úfffff - Evróvísíon á Rúv
17.1.2009 | 21:22
Einu sinni, var gaman að fylgjast með Evróvísíon keppninni á Rúv, glamúr og viss geggjun,gríðarleg spenna í lofti allt kapp lagt í að búningar og dansar væru til fyrirmyndar. Allt var gert svo professional að það lá við að við værum að halda úrslitakvöldið, en nú er annað uppi á teningnum.það sem boðið er uppá í dag er hægt að líkja við Rúmenska c- mynd, öllu ruslað af og Þáttastjórnendur eru sífellt að tönglast á einhverjum 5 aura bröndurum gegnum gangandi, það lukkaðist hjá þeim þegar þær töluðu um að Páll Magnússon gæti ekki flutt lög sökum þess að hann væri með gleraugu,, he he , svona er nú húmorinn á þessum bæ. Í miðri kreppunni er manni boðið uppá svona geggjuð leiðindi, með fullri virðingu fyrir listamönnunum þá ætla ég ekki að spúa yfir . En fólk sem býr til handrit fyrir þætti sem þennan og marg æfir vissa hluti til að skemmta landanum ætti nú að takast betur til en þetta sko. Það er Ingó kallinum að þakka að ég kláraði að horfa. Koma svo hérna Rúv þetta á að vera fjöldskylduvænt skemmtiefni en ekki brandarakeppni þáttarstjórnenda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.