Engin gæsla ?

Það verður sjálfsagt veisla hjá smyglurum næstu mánuði. Ríkið hefur ekki efni á því að halda úti gæslu nema bara í gegnum eftirlitsmyndavélar í einhverjum herbergjum. Það er áhyggjuefni að löggjafarvaldið gefi eftir þegar herðir að maður skildi halda að það æti einmitt að vera öfugt. Þeir sem vinna í gæslunni vita það að sjóleiðin í smyglinu er algengasta og besta rennan fyrir varninginn inn í landið og það skiptir engu máli hvar á landinu belgirnir eru settir þetta skilar sér allt á markaðinn þegar upp er staðið. Ef gæslan fer að slaka á fara menn að sjá tækifæri til að ávaxta sína peninga með þessum hætti og við sitjum og fylgjumst með aðgerðalaus af því að ríkið á ekki pening til að hafa gæslu, það sagði  forstjórinn allavega.

Er ríkið kanski farið á hausinn ?  Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband