Þá byrjar þetta aftur

Það skal ekki koma neinum á óvart að smygl á dópi og brennivíni fer að vera atvinnubótavinna aftur,Þegar að kippa af bjór kostar orðið jafn mikið og einn matarpoki í Bónus. Lífskjarabaráttan verður sí harðari hérna og þá kemur að þessu, smygl og þjófnaðir. Ég spyr afhverju þurftu þessir snillingar að hækka allt í á.t.v.r umfram gengisfallið. Rauðvín sem kostaði 1090 er komin í 1640 frá því í nóvember, þetta er rífleg hækkun. Ef að flóran er skoðuð hjá ríkinu þá erum við að tala um svakalega hækkun fyrir þá sem reykja og drekka. Ég reyki sjálfur okey gott og vel ég tek mig saman í andlitinu núna og hætti. En ekki taka af mér rauðvínsglasið með frúnni og þennan ískalda bara til þess að setja auka skatt á okkur.

Hey ég leysi þetta ég kaupi smygl bara það er helmingi ódýrara.


mbl.is Stórfellt smygl með vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara einfaldlega þannig að ríkið er ekki að hækka verðið á áfengi álagningin þar hefur ekkert breyst, það eru birgjarnir sem eru að hækka og kenna svo ríkinu um svo þeir þurfi ekki að svara fyrir hækkunina sjálfir.

Ása (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:49

2 identicon

Ása: þetta er ekki rétt hjá þér. ég nenni ekki að fletta upp link á frétt um þetta, en treistu mér, skattlagning á áfengi hefur hækkað tvisvar á síðustu mánuðum og það veldur mesta hluta hækkunarinnar.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:16

3 identicon

Ása þetta er "þvímiður" kolrangt hjá þér. Ríkið skattleggur áfengi fram í rauðan dauðan. Leyfðu nér að koma með dæmi:

-------

Tökum nokkrar vinsælar vörur sem dæmi til að ath hvað ríkið fær í sinn vasa í heildina af vörunni (þ.m.t áfengisgjöld, vsk, álagning átvr og skilagjald)

Víking gylltur 500ml:

Kostar: 296 kr.

Ríkið á þarna ca 216,25 kr

Smirnoff Ice 275ml:

Kostar 424 kr.

Ríkið á þarna ca 258,2 kr

Captain Morgan Spiced Rum 750ml:

Kostar: 4.192 kr

Ríkið á þarna ca 3.290 kr.

En þú getur svo reyndar fengið 12 kr endurgreiðslu á þessu öllu ef þú ferð með dósina / flöskuna í endurvinnslu.

----------

Þannig að þú sérð að birgjarnir hafa ekki mikið svigrúm fyrir álagningu á vörurnar.

Hörður A. G. (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 19:17

4 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Auðvitað er ríkið að beita fáránlegum hækkunum á þessu sviði. Það er út í hött að skella skuldinni á byrgjanna í þessu samhengi.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 17.1.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Ég er þér alveg sammála, verst að löggan var að uppræta eina bruggverksmiðjuna

Stefán Óli Sæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Ég held þeir séu orðnir svo hræddir við þess mótmælendur að þeir eru farnir að mótmæla sjálfir

Stefán Óli Sæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband