Árið tvöþúsund og níu !
17.1.2009 | 02:27
17. Nóvember 2009.
2009 tvöþúsund og níu. Það sem hefur vakið athygli mína undanfarna daga er hetjuskapur og dálæti mitt á þremur manneskjum. Fyrst vil ég nefna Friðrik Þór og sólskinsdrenginn Kela, við sem þekkjum lífið á þann veg að allt er sjálfsagt, eða svo gott sem fáum þarna smá lykt af því hvað er að vera hetja,duglegur,kærleiksríkur og gott foreldri. Ég get með engu móti kvartað yfir mínum veraldlegu hlutum, hvort maður getur haldið þeim eða ekki, það er víst ekki í okkar höndum en það er í okkar höndum að börnin okkar fái að vera börn og fái þann kærleik og ást sem er okkar eina ábyrgð í barnauppeldi og ábyrgð þeirra sem umgangast börn á hverjum degi með vinnu sinni. Árið 2009 er hópur barna og fullorðinna á vergangi vegana sinnuleysi stjórnvalda í þessum efnum. Það vantar pláss og það vantar tækni, starfsfólk og mannsæmandi laun til að tryggja sjúkum öryggi. Árið 2009 er heilbrigðiskerfið að bregðast öldruðum, geð-veikum, og fólki sem má teljast sem anti-félagslegt, en það er fólk sem við teljum vera öðruvísi en við sem teljum okkur vera óaðfinnanlegt.
Einnig sá ég viðtal við unglingsstúlku, ömurlegt finnst mér að muna ekki nafnið hennar, en stúlka þessi hefur verið að blogga um einelti sem henni hefur verið beitt. Ég fékk þessa ógeðistilfinningu þegar hún var að tjá sig um lausn vissra aðila sem voru stuðningsfulltrúar í skólanum hennar og áttu að vernda hana fyrir einelti. Árið 200? var sagt við blessað barnið "gleymdu þessu og hættu að tala um þetta"´. Ég óska eftir því að þeir sem þarna áttu í hlut þ.e.a.s stuðningsfulltrúar verði nafngreindir og umsvifalaust reknir þar með talinn skólastjórinn/stýran. Það er búið að leggja mikið í forvarnarstarf gegn einelti í skólum og þegar forvörnin stendur sem hæst gengur þetta yfir stúlkuna. Hún er hetja, hún stóð upp aftur og þerraði tár sín og sótti fram ég vil að við sækjum með henni rétt sinn og þeir sem standa þarna í ábyrgð skuli svara fyrir sig. Fólk sem stendur vörð um þá peninga sem hefur verið varið í þessar forvarnir ættu að skoða þetta mál einnig sveitarfélagið eða borg, því þessi lýsing er viðbjóður að hálfu skólans sem hún dvaldi í. Hún fór í Réttarholtsskóla fann sér vini og gott fólk sem verndaði hana fyrir frekari skaða Guði sé lof fyrir það.
Ungur leikari kom fram fyrir stuttu og tjáði sig opinskátt um þá kynferðislegu misnotkun sem hann varð fyrir á sínum tíma. Ég verð að hrósa honum fyrir þetta skref sem er þungt og viðkvæmt. Hvað kemur það árinu 2009 við,jú karlmenn, karlmenn sem hafa átt undir högg að sækja varðandi kynferðislegt ofbeldi hafa orðið undir einnig í kerfinu, stuðningskerfinu fyrir fólk sem hefur orðið fyrir þeim stærsta skaða ef við tökum tillit til að, þroska, sjálfstraust,nám,einbeitingu og að hafa sig í frammi svo eitthvað sé nefnt sökum kynferðislegrar misnotkunar. Árið 2009 hef ég aldrei séð auglýsingu sem talar beint til kk varðandi nuðganir og kynferðislegrar misnotkunar. Ég legg til að þau samtök verði stofnuð sem fyrst, því það eru alveg örugglega fleiri strákar þarna úti sem búa yfir sömu sögu,jafnvel verri sögu og jafnvel saklausari sögu en okkur var tjáð í kastljósi.
Árið 2009 horfir maður á alþingismann segja af sér við að segja sannleikan, en maður sér engan alþingismann segja af sér við að ljúga. Hvernig stendur á því ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.