Þetta undirstrikar vitleysuna.
13.5.2014 | 18:38
Ég á ekki til orð, einkahlutafélag sem haldið hefur verið uppi af ríki að hluta sem og þjóðinni leyfir sér að halda okkur í gíslingu vegna þeirrar nísku sem stjórnarmenn eru haldnir. Stjórnendur sem fara með group fyrirtæki eins og Icelandair endalaust í flórinn vegna brasks og sjálftöku á milli sín yfir fundarborðum er hörmuleg lesning og undirstrikar þessa dæmalausu vitleysu sem komin er upp. Framkoma gagnvart starfsfólkinu sem lægstu hafa launin hjá þeim er skítleg svo getum við gengið upp stigann. Ég vona að þessir kallar sem hafa ekki nokkrar áhuggjur nema af einhverjum milljóna viðskiptum á egin hlutabréfum geri sér einn daginn grein fyrir því að dýrmæti Icelandair er ekki síður að þakka þeim sem vinna í kjallaranum. Fyrir mér er þetta ömurlegt fyrir það fólk og ekki síst okkur Íslendinga sem komum til með að borga þessa nísku upp síðar og þá túrista sem eru orðnir neikvæðir í okkar garð. Égf vona að hlutbréfin ykkar bæti daginn svo þið getið metist um milljóna hagnaði ykkar egin yfir nautateikinni og rauðvíni á næsta fundi,því ef þi' verðið reknir þá fáið þið örugglega 10 ára verkamannalaun í vasann og þá getið þið hlegið aftur og skálað fyrir veskinu ykkar.
Gífurleg launahækkun stjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.