Nú þarf hugarfarsbreytingu í kjaramálum.
13.5.2014 | 14:43
Menn tala um krónuna sem einhversskonar æxli eða stóra meinið í kjörum okkar. Þetta deilumál er orðin klisja milli já og nei manna. Eftir stendur að kjarabótum er misskipt og í raun unnin arfa vitlaust frá upphafi til enda. Nú þurfum við að nema staðar, horfa til baka og skoða hvernig launahækkanir hafa farið í veski okkar launþega í öllum stéttum. Þá er ekki rétt að draga saman alla launaflokka undir einn hatt heldur byrja á að rýna í þau laun sem eru undir fáttæktarmörkum. Þarna verðum við að byrja. Það er ekkert sjálfssagt mál að vera með milljón á mánuði í dag,það er heldur ekki eðliegt að fólk sé að borga frá 90 - 200 þúsund á mánuði fyrir íbúðarhúsnæði. 6000 kr.pr milljón meðaltalið er ca 120.000 á mánuði eða heildartekjur ca 200.000 til að standa undir því. meðallaun skrifstofu eru um 325.000 og þessi aðili á kanski 100.000 eftir. Ef annar makinn er með 650.000 á mánuði þá eiga þau væntanlega 500.000 eftir þá er allt eftir sem kemur að því að lifa gefum okkur að þau eigi 1 bíl af skynsemi. 45 þ í bensín.10 þ tryggingar. 7.þ í annað viðhad á bílnum. Bifreiðagj,tryggingar af fasteign,fasteignagj,hiti,rafmagn,16þ. 4 manna fjsk. matur 100. leikskgj 30þ matur í skóla 15 þ. Erlíklegt að þessi hjón skuldi ekkert annað ? hæpið ! þessi hjón ættu ca 200 þ. eftir mánuðinn til að spara og gera það sem þarf að gera. Stóra vandamáli er hinsegar það að þetta dæmi er vanfundið. Vandinn er stærri og meiri. Við erum að bjoða fólki upp á skítalaun miðað við álögur ríkissins eru miklar allsstaðar. Sama hvar við eigum pening eða eyðum þá borgum við skatta þó svo að við séum búin að greiða af honum skatta. Nú verða ríkið,sveitarf, og launafólk að fara í stefnumótunarvinnu sameiginlega til að sporna við vandamálinu sem við erum að glíma við. það er það að flest smærri fyrirtæki hafa einfaldlega ekki efni á þeim launahækkunum sem standa þeim fyrir þrifum.Þess vegna eru hækkanir á vöruverði tíðar á vorin eða 1 .jan á hverju ári. stundum 1.mai. En við höldum alltaf áfram að hækka launin,til hvers ? Þessi leið er fullreynd og nú verðum við að snúa bökum saman í að breyta þessu ömurlega ferli ápur en mjólkin fer að kosta 20 milljónir og sumir verða með 1 milljarð í laun. Þetta er ekki hægt svona,það endar illa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.