Þetta mátti fyrirbyggja klaufabárðarnir ykkar !
12.5.2014 | 11:56
Flugsamgöngur eru okkur Íslendingum eins mikilvægar og sjávarútvegur í því skyni að þessir atvinnuvegir meiga aldrei stöðvast,slíkt kostar okkur of mikið. Við höfum haft kost á þjónustu flugfélaga allt frá 1919 og í dag eru sömu vandamálin sem bankað hafa á dyr frá upphafi enn að minna á sig.Varðandi þetta verkfall sem kemur strax í kjölfar ISAVIA hefst enn einu sinni rússibanareið þessarar starfsstéttar sem er orðin óþolandi, ófyrirgefanleg því hún bitnar á okkur sem höfum þurft að horfa uppá þvílíkt peningasukk,afskriftir risalána svo svo maður nefni nú ekki starfslokasamninga sem greiða gætu verkamannalaun í 30 ár svo eitthvað sé talið hjá þessu einokunnarfyrirtæki sem er i verkfalli. Við eigum ekki að sætta okkur við svona mynstur og hegðunarstíl einkafyrirtækja sem hefur ákveðna einkavæðiðingu og einokunaryfirburði á þessu litla markaðssvæði sem Ísland er. Verkfall hjá þesum aðilum þykir mér misnotkun á þeim yfirburðunum og undirstrikar vitund starfsmanna á einokun þessa fyrirtækis. Stjórnendur Icelandair máttu vita hvað í vændum var og þótt Guðjón Arngrímson gráti yfir tapi og komi með ósmekklega tilkynningu um afkomuviðvörun í morgunþætti er stðareyndin sú aðþið gátuð fyrirbyggt þessar aðgerðir og getið ef þið tímið því .Þess í stað byðst maðurinn ekki einu sinni afsökunnar fyrir hönd Icelandair og viðurkennir klúðrið hjá þeim sem deila. Gerið sanngjarna samninga sem byggir einmitt á afkomu hvers mánaðar með því að greiða framlegðarbónusa eins og gert er í sjávarútvegi sem kallast HLUTUR og fleiri stærri fyrirtæki eru einmitt að taka þetta upp,til að stoppa starfsmannaveltu og auka ánægjuvog starfsmannna sem skilar sér margfallt til ykkar viðskiptavina . Sundum eru menn á tryggingu t.d þegar það blossar upp eldgos á einni nóttu eða óhjákvæmieg ófyryrsjáanleg stopp. En þegar blússandi sala er í ferðum til og frá landinu fá allir sem starfa innan fyrirtækisins sinn hlut. Þessi verkföll sem dunið hafa yfir okkur frá því í apríl eru örgglegalöngu komin yfir slíka bónusa og orðsporsrýrnun Íslands vitum við ekki hvað kostar okkur næstu 5 árin. Hvað getur gerst á næstu 5 árum á sama tíma og menn eru að jafna sig á þessu sjokki ? T.d ef samningar við Boing breytaast vegna einhvers smáaleturs og vextir hækka bara um 0,5 % á kaupum nýju vélanna ? Þið sem stýrið þessu bálkni, borgið fólkinu ykkar sanngjörn laun,miðað við álag. Ég veit að álagið í söluskrifstofum er gríðarlegt og hvað þá þessa daganna. Konur eru að svara fyrir þessi afglöp ykkar og hlustandi á niðrandi öskur þannig eftir slík símtöl eru klósettferðir ögglega algengar. Hvað ætli þær séu að fá greitt á mánuði ? 220-280 þús á mánuði. 3-4 sinnum lægri laun en þessir aðilar sem eru í verkfalli. Þið ættuð að skammast ykkar bæði stjórnendur og flugmenn. þessi aðgerð var algerlega ´þorf og örugglega hefði mátt fyrir einhverjum mánuðum eða ári fyrirbyggja þessar aðgerðir að hálfu tveggja aðila taka sína hagsmuni framyfir aðra starfsfélaga og ekki nóg með það heldur samlanda sína,þjóðarbú,öryggi okkar og yfir alla þá gesti sem eru frá tugum landa. Ef þið farið á hausinn aftur vegna innanbúðarrugli þá er það bara allt í lagi því það verða bara fleiri afskriftir brottrekstrar og glórulausir starfslokasamningar.
Bréf í Icelandair Group falla í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.