Makrílveiðar við Ísland og Lisbeth norska reitir hár sitt af reiði.
13.2.2013 | 01:08
Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs,er eitthvað pirruð þessa dagana.Frú Lis flækist með puttann í allar áttir og vill meina að við Íslendingar séum að veiða fiskinn hennar, sem heitir Makríll.Hvað er hún að fara ? Hvað vill þessi kona ? Hvað telja Norðmenn sig eginlega vera ? Ég velti þesu bara fyrir mér bara vegna þess að þessi blessaður fiskur hennar Lis er að bjarga okkur að einhverju leiti út úr hruninu,en ég jafnframt þess fullviss að hann geti bjargað okkur alla leið.Þegar við óskuðum eftir aðstoð til Norðmanna og fleiri landa sem staðsett eru hérna við okkur án nokkurs árangurs (fyrir utan elskulegra Færeyjinga) byrjaði fiskurinn hennar Lis að rigna hér inn.Guð færði okkur þá blessun sem Geirs H Haarde ákallaði svo eftirminnilega,þessi fiskur kom frítt og þvert ofan í geðið á þessu fólki þarna í scandinavíu þurftum við ekkert á láni að halda. Árið 2006 voru 4000 tonn veidd við strendur okkar en ári eftir ákall Geirs fiskuðu Íslendingar um 120.000 tonn. Takk Geir . Hversu mikið fáum við fyrir þennan fisk eftir að sjávarútvegsfyrirtæki hafa fjárfest í tækjum og búnaði til þess að veiða þessa nýju tegund. Beint í vasa þjóðarinnar fengust 25 MILLJARÐAR fyrir fiskinn hennar Lis árið 2011. Hún vill að við veiðum minna af Makríl semer að ferðast óheyrilegar vegalengdir og Lis fær það á tilfinninguna að við séum að veiða fiskinn hennar eins og Makríllinn tali norsku. Nú eigum við að stappa niður fótum og hafa kvótann rúm 200.000 tonn sem fengjust a.m.k 10 MILLJARÐAR til viðbótar. Byrja á því að ráðstafa helmingnum af þeirri upphæð í heilsugæslu fyrir árið 2014 og leysa eitt skiptið fyrir öll þessa sorg semvið búum við á því sviði.Hinn helminginn færi í skuldavanda heimilana. Ef við verðum svo heppinn að Makríllinn hennar Lis njóti enn blessunar Geirs H árið 2015 þá ætti að huga að því að útdeila því fjármagni í vandamál sem kallast snjóhengja og í kjölfarið af því ætti að hækka kvótann í ótakmarkaða veiði árið 2016. Ég hef ekki velt fyrir mér með 2017,enda nægur tíma og eflaust ókomin vandamál svo þetta er kanski réttlát og ágætis byrjun.
Af hverju eigum við að vera svona djörf ? Mín skoðun er skýr.Þessi fiskur étur allt steini léttara,smáfisk,s.s öll síli,loðnu,síld,þorskseiði og beinlínis allt sem hann getur kjafti valdið. Við verðum að vernda okkar stofna. Fiskinn og fuglana. Við getum ekki unað því að einhver kjelling í Noregi segi okkur hvað við eigum að gera í okkar landhelgi,hvað þá einhver kjelling með ESB stympil. Gott og vel ef við viljum semja líkt og þessar skvísur vilja þá verða þær bara að borga fyrir matinn sem fiskarnir þeirra nærast á, bara svo að við áttum okkur á þá er þessi matur er Íslenskur. Eigum við þá bara að halda kjafti þegar Makríllinn hennar Lis kemur heim spikfeitur og pattaralegur af mat sem aldrei var greiddur frá Íslandi. Nú reynir á íslenska sjálfstæðið og baráttuviljann. Veiðum allt sem hægt er það er aldrei að vita nema að blessunaróskir Geirs vari ekki lengur en til 2017. hvað ætlum við þá að gera, sjúga upp norska olíu ??
Athugasemdir
Norðmenn stálu Jan Mayen og Svalbarða. þjófar eru þjófhræddir.......
GB (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.