Dramatík í voginum

Það er full dramatísk sú mynd sem Jón Gnarr dregur upp. Ég horfði á þennan fund og ég veit ekki með ofbeldi eða einelti, sú myndlíking gefur ekki þá mynd af fundinum sem ég sá.Við meigum passa okkur aðeins við að nota þetta sterk orð sem við erum að glíma við í samfélaginu.Ekki ætla ég að taka dæmi en þau eru mörg verri en þetta. Jón er fullorðin maður og er í pólitík og það er oft skotspónn á opnum fundum sem Þessum að slíkur æsingur verði og ég er ekki hissa að margir eru reiðir. Enda á bestiflokkurinn sök á þeirri reiði sem þar ríkir. Mér dettur ekki heldur í hug að segja hvernig menn eiga að stjórna svona fundum en þessi uppstilling er algerlega galin,ég hef setið 2 fundi með fulltrúum bestaflokksins þar sem að lýðurinn má tala og svo kemur keisarinn og bendir í allar áttir og segir 5aura brandara. Mér datt þó aldrei í hug að uppnefna eða slíkt enda er það málefnalaust og marklaust. Ég skil Jón að verða eitthvað brugðið en að sama skapi gat hann búið sig undir þetta. Ef rétt er sem kom fram í fréttum á RÚV að um stjórnarmann Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi væri að ræða í þessum gjörningi sem Jón kvartar undan þá dæmir sá maður sig sjálfur á á ekkert heima í pólitík. Burt séð frá því er dramatíkin mikil þarna og vanvirðingin ganvart fólki heldur áfram hvorn vegin sem við lítum á þetta dæmi.


mbl.is „Einelti og hreint og klárt ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband