Hrunið á Fróni v.s Evrópu
10.6.2012 | 09:28
Ég las það einhverntímann að beinagrind íslenskra bankastofnanna hafi verið sniðin af lögum ESB þegar bankarnir voru einkavæddir.Þegar þetta var nefnt eftir hrunið þá vildu ekki margir kannast við þetta heldur vildu frekar ræða um "bankagjöf" stjórnmálaflokka til athafnamanna sem allir eru sammála um hafi farið frekar óhóflega fram með þau völd sem við réttum þeim.Núna 4 árum seinna er að koma meira í ljós að þetta er mikill sannleikur,regluverk ESB um rekstur banka og fjármálafyiritæki eru klárelga gloppótt og eru að setja fleiri þjóðir í mun verri stöðu en við vorum nokkurntíman. Þetta sér allur heimurinn nema stjórnvöldin á Íslandi sem að með blóð,svita og tárum eru að troða okkur inn í þetta hálf misheppnaða ESB samstarf.Nú teldi maður rétt að við stoppuðum í þessum aðildaviðræðum og einbeittum okkur frekar að því að klára þingstörfin og þau innanríkismál sem eru að sjóða uppúr.Maður hræðist alvarlega annað hrun á Íslandi og samkvæmt þeim heimildum sem ég hef þá er erum við ekkert sérlega vel í stakk búin til þess að taka á móti þeirri bankakreppu sem nú dynur á auðugustu löndum Evrópu.
En stjórnvöld linna ekki látum,þau bera okkur saman í grið og erg við aðrar þjóðir t.d Danmörk og Holland varðandi skuldir heimila og svo glymur einhver umræða um hagvöxt úr munnum helsu ráðherra landsins,umræða sem í raun er hálf gali.Málið er það að notkun greiðslukorta og yfirdrátta eru búin að færast í vöxt og það skekkir verulega þessa mynd,hagvaxtastefana er byggð á lánastarfsemi sem er frekar kunnulegt ástand ef við miðum okkur við 2007.Steingrímur og Jóhanna eru auðvitað að tala upp ástandið en það vantar raunsæið og staðreyndinda í þeirra málflutning.Eurovision Þulur sem talar frá Aserbaídjan er óhætt að tala þannig en eftir það dregur maður línuna.
Ísland er einstakt land og það sem við höfum framyfir allar þær þjóðir sem okkar ráðamenn vilja helst bera okkur við er stærð landsins,mannfjöldi og auðlindir. Auðvitað eigum við að vera snögg að rífa okkurupp úr þessu hruni,sérstaklega í ljósi þess að ýmsar heimtur verða að fullu greiddar.Samsatrf okkar við AGS gekk upp og nú er að virkja okkar atvinnutækifæri aðfullu.
Þessar lofræður Steingríms og Jóhönnu um það hve frábær þessi ríkisstjórn sé dæmir sig sjálf 8000 manns kýs hana.
Lánshæfi Þjóðverja gæti lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.