NÝTT ÍSLAND
29.2.2012 | 19:03
Mál Geirs Haarde hefur verið í gangi frá 2010 á hinu háa Alþingi.Alþingi tók semsé ákvörðun um að ákæra einn ráðherra af fjórum um ráðherraábygð.Það kemur auðvitað ekki á óvart að fyrir valinu var forsætisráðherrann okkar fyrrverandi þar sem hann telst vera æðsti embættismaður Íslendinga á eftir forseta.Hvað er ráðherraábyrgð ? Eftir að umræðu á Alþingi er kristaltært að sumir sem þar starfa hafa ekki hugmynd um hvað ráðherraábyrgð er.Í 1gr.laga 1963 nr 4 19 feb.Stendur:"Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í stjórnarskrá og lögum þessum".Svo má túlka nokkrar greinar sem á eftir fylgja og þar er margt fróðlegt eins og t.d:"Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu".Samkvæmt þessu gefa rök margra sem hafa tjáð sig opinberlega um þetta mál vísbendingu um það að í grunninn vita þau lítið um það hvernig má beita þessu ákvæði.Þegar við skoðum niðurstöðu Alþingis eftir að Bjarni B kom með frávísunarkröfu sem samþykkt var að fengi efnislega meðferð þá er það nokkuð ljóst að meirihluti Alþingis vill vísa landsdómsmáli frá,þegar við horfðum á Alþingi 20 jan s.l þá gerðu margir grein fyrir atkvæði sínu.Ég heyrði engan segja að Geir hafi með ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins.Þetta finnst mér vera meginatriði sem við eigum að velta fyrir okkur. Ef Geir verður kærður þá getum við átt von á því að hægt verður að kæra einhvern einstakling án nokkurar tilvísunar í stjórnarskrá Íslendinga.Viljum við það ? Vilja nýir þingmenn búa við það að hafa kært einstakling án þess að hafa brotið lög. Ég óska eftir því að góður lögfræðingur eða þingmaður bendi mér á hvaða lög Geir braut bara til þess að ég geti sæst á það að þetta sé semsagt hið nýja Ísland sem Hreyfingin,Vg og Samfylking stóðu saman að færa okkur Íslendingum. Ég ætla ekki að byrja á því af hverju það sé ekki búið að kæra menn sem virkilega brutu lög. NÝTT ÍSLAND ætlar að kæra einstakling sem byggð eru á grunni reiði og heyftar,kæran er eingöngu til þess að finna einhvern blóraböggul. Þá spyr ég aftur,getur þessi einstaklingur sem Alþingi kærði höfðað skaðabótamál hjá mannréttindardómstól þegar þessu máli verður vísað frá hjá landsdóm ?
Athugasemdir
Bara rétt svona til athugunnar:
Ingibjörg Sólrún hafði vald í skjóli efnamanna, valdamanna í fjármála kerfinu og forsetans, en hann og hún hjálpuðust að við að frelsa þá undan fjölmiðlalögunnum.
Hún hafði miklu meira vald en Geir, hún hafði vald í gegnum forsetann sem í ljós kom að gat hafnað lögum. Þar með hafði hún vald til að hrekja Geir af braut.
Þetta vald forsetans gerir öll stjórnvöld honum óþóknanleg mátlaus. Lög um innanríkis mál sem alltaf má breyta eða afnema er heilt annað en lög sem varða önnur ríki og eru óumbreytanleg.
Þegar hrunið náði til Íslands og upp komst um lagsmenn Ingibjargar Sólrúnar þá lagði hún á flótta og setti fyrir sig Jóhönnu.
Að mínu viti er landsdómur gamalt úrelt fyrir bæri. Ráðherra sem brítur lög á bara að kæra eins og aðra lögbrjóta. Landsdómur er á pari með Ransóknarréttum Evrópu en þeir voru lagðir niður fyrir alllöngu.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 21:14
Takk Hrólfur, en ég er að reyna með öllu móti að finna ákæruliðinn sem Alþingi byggir kæruna á.Ég trúi því bara ekki að við getum kært einstaklinga eftir behag. En þetta er allt satt með Ingibjörgu og Samfylkingunna,eitt stórt plott. Niðurstaðan er þessi og fyrir mér hún viss vonbrigði.Einn lögmaður sem starfar í Þýskalandi finnst þetta í fljótu bragði brot á mannréttindum og veðjar á að þetta endi í Haag með skaðabótarétt að hálfu Geirs H Haarde á hendur íslenska ríkinu.Eins gott að við leyfðum ekki dauðadóm þá væri þetta gengi búið að dæma Sjálfstæðismenn til dauða án dóms og laga.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 1.3.2012 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.