Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni,þingmönnum til sóma.

Nú rétt í þessu var Alþingi að samþykkja, að frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velferðarskyni verði sent áfram til velferðaráðherra til frekari aðlögun og umræðu svo það geti orðið að lögum þegar allar efasemdir og spurningum hafa verið svarað. Þessu ber að fagna og hrósar maður þeim þingmönnum sem hafa talað fyrir daufum eyrum og ekki gefist upp,niðurstaðan var afgerandi kosning til stuðnings þessa frumvarps.Þess ber að geta að þingkona neituði að samþykkja þetta frumvarp vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir þessu frumvarpi,næst á eftir henni kom Árni Johnsen og vitnaði í Biblíuna sjálfa og ítrekaði að hann gæti aldrei samþykk frumvarp um staðgöngumæðrun með góðum rökum úr Biblíunni.Svona er nú Alþingi í dag,annars vegar koma málefnanleg rök gegn frumvörpum og hins vegar koma ómálefnanleg rök eins og hjáz Siríði I Ingadóttur sem lét sér nægja að styðja ekki við þetta frumvarp vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á bak við það,henni er semsagt alveg sama um það vandamál sem hjón þurfa að búa við, hagsmunir þeirra er minni en pólitíkin sjálf. Aumt er það Sigríður.
mbl.is Frumvarp samið um staðgöngumæðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var gersamlega rétt hjá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, "að meirihluti þingsins væri að fylgja Sjálfstæðisflokknum í að markaðsvæða meðgönguna. En þú kaust ekki að hafa það eftir henni hér, Stefán, heldur skrifar hér í nánast sömu trúnni á þetta mál eins og stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins gerði þegar hún studdi vændisfrumvarp þess flokks út frá sinni ofurfrjálshyggju. Það er ennfremur rangt sem þú hefur haldið fram, að þetta mál hafi fengið mikla og góða umræðu í Alþingi. Þetta mál er keyrt í gegn með hrossakaupum flokkanna frá í haust og engin aðgæzla hjá þessu þingi, ekki frekar en á boluárunum og á Icesave-rugldögum þessarar stjórnar.

Svo er ástæða til að spyrja þig, Stefán: Styður þú að tveir karlmenn geti látið konu ganga með barn "sitt", eða tekurðu mark á Reyni Tómasi Geirssyni sem hélt því fram, að þetta yrðu afar fágæt tilvik, aðeins fyrir leglausar konur eða konur með sambærileg vandamál?

Jón Valur Jensson, 18.1.2012 kl. 20:18

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Markaðsvæða meðgöngu er auðvitað stórt orð og mun stærra en það sem þetta frumvarp gengur útá.Það er heldur engin að spara stóruorðin á þessu þingi,mér er alveg sama hver er upphafsmaður á nýju frumvarpi,svo lengi sem það eigi rétt á sér.Svo ég held að þú ættir að fara varlega í að taka undir svona vitleysu vegna þess:

Nú fer þetta frumvarp í nefnd og nefndin mun syðjast við sjónarmið siðfræðinga og lögfræðinga t.d til þess að þetta frumvarp og lögin verði það vönduð að ekki þurfi að hafa áhyggjur af afleiðingum þess.Ég fylgdist mjög vel með þessum umræðum og ég verð að viðurkenna að Sigríður hefur oft átt betri ræður því hún er góður þingmaður.Umræðan hefur át langan feril og ekki ný af nálinni.

Varðandi spurninguna þá búum við sem betur fer í því réttarríki að við viðurkennum samkynhneigð.Uppfrá því hefur verið í umræðunni barneignir meðal þeirra,það hefur ekkert stöðvað þá til þess enda ástæðulaust.Ef allir eru heilbrigðir og geta gefið barninu ást,hamingju og hlýju þá finnst mér það ekki skipta máli. Frumvarpið gengur út á að aðstoða hjón við sitt vandamál sem endar ekki með því að staðgöngumæðrun í 3ja heiminum sé lausn í stað þess að hafa lögin hér finnst mér fáránlegt,því lít ég á þetta sem sjálfssagðan hlut.Við erum lítil þjóð og þess vegna tel ég að við eigum að geta haft gætur á þessu. Að heimfæra þetta á sjálfstæðisflokkin er barnaskapur.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 22.1.2012 kl. 00:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú kemur mér fyrir sjónir sem dilettant í þessum málum, Stebbi.

Ég ráðlegg þér og þínum eindregið til að lesa vefsíðu Guðmundar Pálssonar læknis um þessi mál, hann tekur á mörgum þáttum þess, en af mikilli glöggskyggni á aðalatriðin.

Jón Valur Jensson, 22.1.2012 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband