Staðgöngumæðrun
17.1.2012 | 18:02
Í dag hef ég fylgst með umræðum um að lögleiða staðgöngumæðrun.Ég verð satt best að segja að margar þær konur sem sáu sér fært að tjá sig um þetta í púltinu á Alþingi, tókust með einstökum hætti að búa til einstaklega ljóta mynd af þessu annars góða frumvarpi,ýkjurnar voru slíkar að ég sá fyrir mér barnaútsölumarkað í kolaportinu eftir málflutning Sigríðar I Ingadóttur t.d
Á sama tíma þegar við erum að bæta réttindi samkynhneigðra og rétt þeirra til barneigna þá heyrir maður frá sama fólki sem þykist vera að berjast fyrir réttarstöðu þeirra ansi skrýtinn málflutning.Rökin sem þau beita gegn staðgöngumæðrun ætti að öllu leyti að grafa undan réttarstöðu samkynhneigðra.
Það er nú svo einfalt,það sem var nefnt var t.d,siðferði,réttarstöðu barna,kirkjan,biskupsstofa,lögfræðilegt og ýtir undir sölu á kvenlíkama.
Ástæða þess að leitað hefur verið til annara landa með staðgöngumæðrun er einfaldlega sú að það er löglegt þar og auðvitað má staldra við þarna og segja ,leyfum staðgöngumæðrun fyrir Íslendinga eða íslenska ríkisborgara ef einhver er hræddur um að einhversskonar iðnaður fari af stað.
Frumvarp þetta snýr aðallega að konum sem ekki geta eignast börn með nokkrum hætti á Íslandi ekki satt.Þessir foreldrar eiga að hafa fullan rétt til að eignast börn líkt og samkynhneigðir.
Ég sé ekkert athugavert við það að vinkonur,mæðgur,frænkur eða systur komi til aðstoðar ef um svona erfiðleika er að ræða,þetta ætti að vera sjálfsagt mál.
Það væri gaman ef einhver tæki saman hve margir foreldrar hafa reynt leiðir til barneigna í mörg ár án árangurs,þá væri hægt að sjá hve mörg börn þetta gæti verið á ári.
Afleiðingarnar af svona vandamáli geta verið mjög alvarlegar,þunglyndi,skilnaðir og óhamingja.Ef hægt væri að bæta því fólki sem búið er að eyða aleigunni og allri bjartsýninni í neikvæðar fréttir,með að samþykkja þetta frumvarp,þá er stórt vandamál leyst hjá lítilli fjölskyldu.
Athugasemdir
Takk fyrir góða greiningu á málinu.Ég er þér algjörlega sammála.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 17.1.2012 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.