Verkafall ???Já sæællll
1.2.2010 | 23:19
Jah nú dámar mér. Það hljóta að vera ansi slæm vinnuskilyrði ef menn ætla í verkfall nú til dags.Síðast þegar að ég vissi þá eru kjarasamningar hjá flest öllum í uppnámi og einskonar samkomulag um að bíða með lítilsháttar launahækkanir og annað á almennum vinnumarkaði. Aumingja samstarfsmenn þessara flugmanna hjá Icelandair ég er nokkuð viss um það að það fólk sem vinnur við að koma fólki í flugið er ekki á leið í verkföll eða því um líkt og örugglega á mun lægri launum,það fólk er hins vegar nógu gott til að taka við ónotum frá kúnnum sem skiljanlega eru reiðir sökum þessara fáránlegu aðgerða sem eru alger tímaskekkja að mínu mati hjá flugmönnum. Hvað halda þessir menn eginlega að þeir séu ?
Verkfalli flugmanna frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Launafólk er í missterkri aðstöðu til að gera kjarasamninga. Flugmenn trúlega með nokkuð sterka. Var hissa þegar ég las um verkfallsboðun þeirra um daginn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2010 kl. 23:31
Flugvirkjar sömdu s.l. sumar eftir að hafa boðað verkfall.
Flugfreyjur sömdu milli jóla og nýárs eftir að hafa boðað verkfall.
Nú íhugar starfsfólk við öryggisleit og eftirlit í Leifsstöð að boða verkfall.
Hvað heldur þetta fólk eiginlega að það sé...djók! Flott hjá þeim.
Dudeson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:51
Þér til upplýsinga Stefán þá var ekki boðað til verkfallsins útaf deilum um launaliði. Samningar flugmanna FÍA við Icelandair eru búnir að vera lausir í heilt ár og ekkert gengið í samningum svo vægt sé til orða tekið. Deilan snérist í aðalatriðum um að flugmenn voru að krefjast þess að fá tilfærslu á frídögum þannig að þeir fengju 2 helgarfrí í mánuði ANNAN HVERN MÁNUÐ. Meira og minna allt vaktavinnufólk í dag fær 2 helgarfrí í hverjum mánuði. Auk þess snérist deilan um að fá leiðrétt einhliða breytingu Icelandair á tryggingaskilmálum líftrygginga flugmanna. Félagið breytti upp á eigin spýtur skilmálunum þeir færðu allar sínar tryggingar til Icecap sem er tryggingafélag í eigu Icelandair Group og er staðsett á þeim "margljómaða" stað, Guernsey á Ermasundi í einhverju pósthólfi þar að því er virðist.
Flugmaður (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:12
þessar upplýsingar breyta viðhorfi mínu,það skal ég viðurkenna.
Svona fer stundum,þegar maður er að rausa um eitthvað sem maður hefur ekki hugmynd um.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 2.2.2010 kl. 07:55
Við eigum eftir að sjá meira af þessu á komandi mánuðum. Það er deginum ljósara að framtíðarhagsæld almennings á Íslandi verður háður harðri kjarabaráttu. ASÍ hefur kóað með stjórnvöldum og atvinnulífinu og þeim mun lengur sem að stjórnarmenn verkalýðsfélaganna liggja með skottið á milli lappanna, þeim mun meira mun kreppa að heimilum landsins. Litlar stéttir í lykilstöðu eins og flugmenn verða fyrstu stéttirnar til að endurheimta þann kaupmátt sem þær höfðu fyrir hrun. Restin þarf að fara að eindæmi þeirra og fylgja eftir af fullri hörku.
Kristinn (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.