Eva Joly formaður samninganefndar no3. Áfram Ísland

Þetta er borðliggjandi.Loksins þegar að Íslendingar átta sig á hvað best fyrir okkur s.s að snúa bökum saman hvort sem þeir eru á þingi eða ekki, slíðra sverðin,fyrirgefa og vinna saman sem heild og eitt landslið getur allt gerst. Fáar þjóðir í heiminum eru eins kjarkaðar,baráttuglaðar og vinnusamar eins og við Íslendingar þegar á reynir, mörg dæmi hafa sannað það, allt frá keppnisíþróttum og virkilegri báráttu,t.d landhelgisdeila,Ólimpíuleikar og Júróvísíon en í þessum greinum flikkjst allir saman og stolt Íslands ber á góma hjá hverjum kjafti,nema þegar við töpum því að við erum tapsár,einfaldlega út af uppruna okkar. Nú er hafinn risa leikur en hann felst í pólitík,Ísland v.s Bretland og Holland. Hljómar skelfilega, eins og skít tapaður leikur. Ólafur Ragnar fór fyrir landinu okkar á BBC og ég stóð mig að því að segja YESSSSS þegar hann skaut á þetta frábæra lýðræði Breta og Hollendiga,það setti þennan spyril algerlega út af laginu og að endingu kom allt fram frá Ólafi, lýsing á vilja Íslendinga og samkomulagsins. Hann stóð sig vel, Össur fékk ráðherra Breta til að dempa niður hræðsluáróðurinn og vonandi tekst Steingrími jafn vel í Danmeku og Noreg, hann kann að rífa kjaft það kemur sér stundum vel ef maður er ekki reiður heldur einfaldlega málefnanlegur líkt og Ólafur var í umræddu viðtali. Þessa atburðarás sem er nú í gangi vil ég kalla hálfleiksræðu fyrirliða og þjálfara í leik þar sem við erum undir og höfum verið tvístrað lið í fyrrihálfleik.

Þá eru framkvæmdar innáskiptingar sem kemur mótherjanum á óvart. Við setjum á laggirnar nýja samninganefnd og breytum leikkerfinu úr vörn í sókn. Það gerist þegar Steingrímur J kemur heim með svör svokallaðra frændur okkar Sick Hringir 14-2 einhverjum bjöllum hérna !

Yfirmaður nefndarrinnar,sem fylgir eftir öllum viðræðum og stýrir sóknarleiknum EVA JOLY. Hún kallar til 2 af sínum hörðustu samningamönnum eða konum til að framfylgja því sem hún treystir fyrir okkur og talar við fjölmiðla aðeins hún , INDEFENCE hópurinn hefur 1 fulltrúa til að upplýsa okkur Íslendinga um gang mála og benda á sínar skoðanir.Alþingi kallar til 2 nefndarmenn sem fulltrúa Alþingis,lögfræðing sem við teljum vera þann besta í deilum sem þessari, svo fulltrúa úr þinginu, formaður fjárlaganefndar,fjármálaráðherrra eða kosið innan þingsins um hæfasta manninn af þessum 63 til að vera með.Alþingi hefur svo ICESAVE-nefnd innan þingsins sem skipar fulltrúa úr öllum flokkum sem verður að standa saman til þess eins að bera fréttir til þingsins og vinna þá vinnu sem til þarf hratt og örugglega með lögfræðingum sem nefndin ræður til sín..

Þá erum við komin með 6 fulltrúa. 3 erlenda og óhlutræga í íslenskri pólitík, 1 sem hefur haft skoðanir á ICESAVE málefnanlega frá upphafi og 2 frá hinu háa Alþingi sem valdir eru af þinginu sjálfu. Í hálfleiknum ,höfum við haft tíma til að jafna okkur á reiðinni,illskunni í garð hvors annars.Nú skiptir ekki máli D_S_B_O_VG_utanflokks bara Í-S-L-A-N-D eða X-ÍSLAND.

Upp með sokkana,setjum upp legghlífarnar og spennum beltin, seinni hálfleikur er að hefjast. Gangi ykkur rosalega vel öllsömul.

ÁFRAM ÍSLAND

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband