Færsluflokkur: Bloggar

"af litlum neista verður oft mikið bál"

Áfram trukkabílstjórar !

Ég nefndi þetta, ekki fyrir alls löngu þegar barátta þeirra um hvíldartíma var allsráðandi og óánægju með olíukostnaðinn.Mótmæli þeirra fóru friðsamlega fram og allt virtist þetta vera í lagi.En því miður gerist það, að allt sníst í andhverfu sína og menn missa tökin á mótmælum sínum. Ég veit ekki hvort það sé endilega þeim að kenna en "af litlum neista verður oft mikið bál". Ég verð að  viðurkenna það að múgæsingur undanfarna daga er bein afleiðing mótmælanna sem voru áður vel heppnaðar og þær fengu stuðning margra samborgara. ÞAÐ ER ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM AÐ HORFA UPP Á FULLORÐIÐ FÓLK LÁTA EINS OG FÁVITA,,OG ÞAÐ Í BEINNI !

Við ! Fólkið í landinu, verðum að virða lög og reglur sem hér gilda, þess vegna er eitthvað til sem heitir LÖG-REGLA til að við hlýtum þeim. En það sem við horfum uppá í fyrsta skipti allavega í mínu lífi eru aðgerðir lögrelu gegn snaróðu fólki. Og finnst mér það bara hið besta mál.Svo spyr maður sig hverjum bitnar það á ? Jú saklausum borgurum sem eru í forvitni að fylgjast með, af því að þetta er svo gaman,, en mér er ekki lengur skemmt yfir þessu mótmælakjaftæði sem er orðin algerlega ómálefnaleg og rökleysa. Það væri alveg til að kóróna vitleysuna að þið haldið áfram og safnið meira liði í þennan kjánaskap ykkar og þið fengjuð harðari viðbrögð jafnframt fleiri forvitna maceaða og slasaða. Ég þakka Guði fyrir það að lögregla okkar er þetta þolinmóð, því hvergi annarsstaðar í heimi aðvarar hún oftar en einu sinni. Viljum við lögreglu með byssur og gummíkúlum í kjölfarið á þessu og umræðu hjá þeim um meira harðræði í stað þess að bæta við fólki fyrir okkur borgaranna í löggæslu á vegum og torgum? Ég bara spyr. Ef við værum að mótmæla einhverju af viti þá væri ég ekki að skrifa þetta en ykkar mótmæli og múgsefjun er komin að endastöð og viðtekur ruglið. Ykkar mótmæli eru komin útí, meiðyrði,skepnuskrif,ogbeldi og skemmdarverk, ég undirstrika mín skrif með þessum rökum. Ég efast um að menn eins og Sturla hafi óskað eftir því í upphafi. Hverju eruð þið annars að mótmæla núna ?

Strákar verið stoltir og hættið núna áður en það verður of seint. Tökum saman höndum og mótmæum einhverju sem við getum mótmælt. Olíuverð er ekki hægt að mótmæla, hvíldartími er ekki að leysast fyrr en í haust. Þetta var ykkar ástæða fyrir mótmælum. Það eru komin svör við öllu.

Hættið með reisn, ekki skemma möguleika annara á mótmælaaðgerðum sem vilja mótmæla t.d. Matvælaverði, vistun fyrir geðsjúka,misnotkun bankanna á okkur,lágum almennum kennaralaunum, samgöngum í Rvk,dýrri heilsugæslu fyrir 16.ára og yngri, dýru gjaldi  á smbýlium fyrir fatlaða og ellilífeyrisþega, reglum um úttekt lífeyris okkar og svona mætti lengi telja. Þetta eru skárri mótmæli en það sem þið bjóðið okkur uppá núna.

Ef ég fer einhverntíma í LÖGLEGAR MÓTMÆLA AÐGERÐIR  vil ég ekki verða skotinn af gúmmí byssu út af múgsefjun ykkar, þið eruð að skemma fyrir öðrum akkúrat núna.

Fjölmiðlar HÆTTIÐ AÐ VEKJA Á ÞESSU ATHYGLI !!!

Þeir nærast á henni Angry.

GLEÐILEGT SUMAR !!!

 


Maðurinn á bak við bloggið,hvers er að vænta frá honum.

Það er í einhverju fikti að ég sé að (blogga) þetta orð fer frekar í taugarnar á mér og óska ég hér með eftir orði í staðinn.Vefskrif eða eitthvað svoleiðis.

Maður hefur oft heyrt um þessi vefskrif víða lesið um hinn og þennan sem er ágætt. Stundum eru krassandi fréttir sem vekja upp spurningar og fá fréttaflutning,ég ætla nú að vera alveg rólegur þar. Ég ætla hinsvegar að leita uppi slúður á enska fótboltamarkaðinum sem er gríðarlegur og stilla upp einni síðu hér til hliðar svo aðrir geta skoðað það. Svo langar mig að tjá mig um íslenka íþróttafréttamennsku sem fær falleinkunn á þessari vefskrifssíðu hér. Ég ætla að byrja á nokkrum punktum þar.

Nú eru 4 umferðir búnar í Landsbankadeildinni og hefur hún farið einkar glæsilega af stað. Einsog venjulega er byrjað geyst í ljósi landsleikja. Ég átta mig ekki aveg á svona þéttri byrjun sem orsakar það að mótið breytist í nokkur hraðmót. Ég vil sjá frekar fasta leikdaga, ef landsleikir hittast á leikdaga ætti að vera hægt að gera ráðstafanir. Þetta gerir allt flóknara rétt búið að ná fólkinu á völlin í 2 stiga hita og sunnanátt í 12metrum á sek.OJJJJJJ svo er bara talað um leiðinlegan fótbolta.

Það vekur satt best að segja furðu mína umfjöllun nokkura manna um mótið og hvað vakir fyrir þeim með skrifum sínum.Stundum mætti halda að það sé ásetningur af þeirra höndum að koma af stað óróa í einhverjum herbúðum með þjálfara þeirra og þeir blaðamenn geti staðið upp á eftir sem einhverjir sigurvegarar, en fyrir mitt leiti hefur málatilbúningur þeirra fallið á grýttan jarðveg. Ég vona fótboltans vegna að menn taki ekki svona skrif alvarlega heldur haldi sínu striki áfram því það er nokkuð ljóst að það sem maður hefur lesið hingað til er vondur lestur og mæli ég frekar með því sem stendur aftan á morgunkornspökkunum þar er meira talað um staðreyndir,menn halda virkilega það sem er auglýst af þeim sem heilsíðu plott og byrtist á síðum einhverra blaða um kall á einhverjar breytingar. Ég get lofað því að það skiptir blaðamann ekki nokkru hver er að þjálfa eða spila hverju sinni þeir bíða einsog gammar til að éta í sig særða bráð.'Eg hjó eftir því síðast í dag að landsliðið ætti að skipta um þjáflara,henda út fyrirliðanum,gera hrókeringar allstaðar í liðinu en hvergi sá ég hver ætti að fara inn fyrir þann sem átti að fara út .

Kanski er það tímabært að skipta öllu út,kanski ekki!! Ég get ekki séð ástæðuna að henda út fyrirliðanum,en hann hefur nú oft lent ámilli tanna blaðamanna og komið til baka svo þeir halda ekki vatni í nokkra mánuði.Kanski er Eyjófur okkar að byrja upprisuna á döpru gengi líkt og Ferguson gerði forðum kanski er líkingin vond en Ferguson byrjaði hrykalega en átti það einn og sér gott með að vinna með yngri mönnum því fékk hann séns,séns sem engin United maður gat hugsað sér hvernig hann gat þróast í einn farsælasta stjóra veraldar. Það er alveg ljóst að nokkrir fréttamenn sjá sig  í stöðu gulu pressunnar á Englandi og það er gott en ég vil benda þeim á að engin nennir að ræða við þá á málefnalegum grundvelli þar, þess vegna slúðra þeir. En ég hélt í minni einlægni að svo væri hér að blaðamenn hafi fengið jafnan aðgang að viðtölum og öðru slíku að þeir þyrftu ekki að leggjast svona lágt til að koma réttmætum skoðunum sínum á framfæri. "Landsliðið spilaði illa". Ég vona að menn setjist yfir skrifin og velti því fyrir sér hvort þeir séu á réttri leið ef ekki þá vil ég benda þeim á það sem hefur farið á prent strokast ekki út og menn andi með nefinu og hugsi til enda það sem er skrifað.

Að endingu vil ég hæla dómurum fyrir inkomu sína,þeor eru að öllum líkindum búinir að tala sig saman og vona ég að þeir haldi áfram á sömu braut.

Hér er slóðin fyrir United menn en fyrir hina má finna öll félagslið evrópu inná síðunni.

Kv. Stebbi

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband