Engin gæsla ?
17.1.2009 | 14:38
Það verður sjálfsagt veisla hjá smyglurum næstu mánuði. Ríkið hefur ekki efni á því að halda úti gæslu nema bara í gegnum eftirlitsmyndavélar í einhverjum herbergjum. Það er áhyggjuefni að löggjafarvaldið gefi eftir þegar herðir að maður skildi halda að það æti einmitt að vera öfugt. Þeir sem vinna í gæslunni vita það að sjóleiðin í smyglinu er algengasta og besta rennan fyrir varninginn inn í landið og það skiptir engu máli hvar á landinu belgirnir eru settir þetta skilar sér allt á markaðinn þegar upp er staðið. Ef gæslan fer að slaka á fara menn að sjá tækifæri til að ávaxta sína peninga með þessum hætti og við sitjum og fylgjumst með aðgerðalaus af því að ríkið á ekki pening til að hafa gæslu, það sagði forstjórinn allavega.
Er ríkið kanski farið á hausinn ? Ég bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá byrjar þetta aftur
17.1.2009 | 08:36
Það skal ekki koma neinum á óvart að smygl á dópi og brennivíni fer að vera atvinnubótavinna aftur,Þegar að kippa af bjór kostar orðið jafn mikið og einn matarpoki í Bónus. Lífskjarabaráttan verður sí harðari hérna og þá kemur að þessu, smygl og þjófnaðir. Ég spyr afhverju þurftu þessir snillingar að hækka allt í á.t.v.r umfram gengisfallið. Rauðvín sem kostaði 1090 er komin í 1640 frá því í nóvember, þetta er rífleg hækkun. Ef að flóran er skoðuð hjá ríkinu þá erum við að tala um svakalega hækkun fyrir þá sem reykja og drekka. Ég reyki sjálfur okey gott og vel ég tek mig saman í andlitinu núna og hætti. En ekki taka af mér rauðvínsglasið með frúnni og þennan ískalda bara til þess að setja auka skatt á okkur.
Hey ég leysi þetta ég kaupi smygl bara það er helmingi ódýrara.
![]() |
Stórfellt smygl með vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Árið tvöþúsund og níu !
17.1.2009 | 02:27
17. Nóvember 2009.
2009 tvöþúsund og níu. Það sem hefur vakið athygli mína undanfarna daga er hetjuskapur og dálæti mitt á þremur manneskjum. Fyrst vil ég nefna Friðrik Þór og sólskinsdrenginn Kela, við sem þekkjum lífið á þann veg að allt er sjálfsagt, eða svo gott sem fáum þarna smá lykt af því hvað er að vera hetja,duglegur,kærleiksríkur og gott foreldri. Ég get með engu móti kvartað yfir mínum veraldlegu hlutum, hvort maður getur haldið þeim eða ekki, það er víst ekki í okkar höndum en það er í okkar höndum að börnin okkar fái að vera börn og fái þann kærleik og ást sem er okkar eina ábyrgð í barnauppeldi og ábyrgð þeirra sem umgangast börn á hverjum degi með vinnu sinni. Árið 2009 er hópur barna og fullorðinna á vergangi vegana sinnuleysi stjórnvalda í þessum efnum. Það vantar pláss og það vantar tækni, starfsfólk og mannsæmandi laun til að tryggja sjúkum öryggi. Árið 2009 er heilbrigðiskerfið að bregðast öldruðum, geð-veikum, og fólki sem má teljast sem anti-félagslegt, en það er fólk sem við teljum vera öðruvísi en við sem teljum okkur vera óaðfinnanlegt.
Einnig sá ég viðtal við unglingsstúlku, ömurlegt finnst mér að muna ekki nafnið hennar, en stúlka þessi hefur verið að blogga um einelti sem henni hefur verið beitt. Ég fékk þessa ógeðistilfinningu þegar hún var að tjá sig um lausn vissra aðila sem voru stuðningsfulltrúar í skólanum hennar og áttu að vernda hana fyrir einelti. Árið 200? var sagt við blessað barnið "gleymdu þessu og hættu að tala um þetta"´. Ég óska eftir því að þeir sem þarna áttu í hlut þ.e.a.s stuðningsfulltrúar verði nafngreindir og umsvifalaust reknir þar með talinn skólastjórinn/stýran. Það er búið að leggja mikið í forvarnarstarf gegn einelti í skólum og þegar forvörnin stendur sem hæst gengur þetta yfir stúlkuna. Hún er hetja, hún stóð upp aftur og þerraði tár sín og sótti fram ég vil að við sækjum með henni rétt sinn og þeir sem standa þarna í ábyrgð skuli svara fyrir sig. Fólk sem stendur vörð um þá peninga sem hefur verið varið í þessar forvarnir ættu að skoða þetta mál einnig sveitarfélagið eða borg, því þessi lýsing er viðbjóður að hálfu skólans sem hún dvaldi í. Hún fór í Réttarholtsskóla fann sér vini og gott fólk sem verndaði hana fyrir frekari skaða Guði sé lof fyrir það.
Ungur leikari kom fram fyrir stuttu og tjáði sig opinskátt um þá kynferðislegu misnotkun sem hann varð fyrir á sínum tíma. Ég verð að hrósa honum fyrir þetta skref sem er þungt og viðkvæmt. Hvað kemur það árinu 2009 við,jú karlmenn, karlmenn sem hafa átt undir högg að sækja varðandi kynferðislegt ofbeldi hafa orðið undir einnig í kerfinu, stuðningskerfinu fyrir fólk sem hefur orðið fyrir þeim stærsta skaða ef við tökum tillit til að, þroska, sjálfstraust,nám,einbeitingu og að hafa sig í frammi svo eitthvað sé nefnt sökum kynferðislegrar misnotkunar. Árið 2009 hef ég aldrei séð auglýsingu sem talar beint til kk varðandi nuðganir og kynferðislegrar misnotkunar. Ég legg til að þau samtök verði stofnuð sem fyrst, því það eru alveg örugglega fleiri strákar þarna úti sem búa yfir sömu sögu,jafnvel verri sögu og jafnvel saklausari sögu en okkur var tjáð í kastljósi.
Árið 2009 horfir maður á alþingismann segja af sér við að segja sannleikan, en maður sér engan alþingismann segja af sér við að ljúga. Hvernig stendur á því ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"af litlum neista verður oft mikið bál"
24.4.2008 | 22:46
Áfram trukkabílstjórar !
Ég nefndi þetta, ekki fyrir alls löngu þegar barátta þeirra um hvíldartíma var allsráðandi og óánægju með olíukostnaðinn.Mótmæli þeirra fóru friðsamlega fram og allt virtist þetta vera í lagi.En því miður gerist það, að allt sníst í andhverfu sína og menn missa tökin á mótmælum sínum. Ég veit ekki hvort það sé endilega þeim að kenna en "af litlum neista verður oft mikið bál". Ég verð að viðurkenna það að múgæsingur undanfarna daga er bein afleiðing mótmælanna sem voru áður vel heppnaðar og þær fengu stuðning margra samborgara. ÞAÐ ER ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM AÐ HORFA UPP Á FULLORÐIÐ FÓLK LÁTA EINS OG FÁVITA,,OG ÞAÐ Í BEINNI !
Við ! Fólkið í landinu, verðum að virða lög og reglur sem hér gilda, þess vegna er eitthvað til sem heitir LÖG-REGLA til að við hlýtum þeim. En það sem við horfum uppá í fyrsta skipti allavega í mínu lífi eru aðgerðir lögrelu gegn snaróðu fólki. Og finnst mér það bara hið besta mál.Svo spyr maður sig hverjum bitnar það á ? Jú saklausum borgurum sem eru í forvitni að fylgjast með, af því að þetta er svo gaman,, en mér er ekki lengur skemmt yfir þessu mótmælakjaftæði sem er orðin algerlega ómálefnaleg og rökleysa. Það væri alveg til að kóróna vitleysuna að þið haldið áfram og safnið meira liði í þennan kjánaskap ykkar og þið fengjuð harðari viðbrögð jafnframt fleiri forvitna maceaða og slasaða. Ég þakka Guði fyrir það að lögregla okkar er þetta þolinmóð, því hvergi annarsstaðar í heimi aðvarar hún oftar en einu sinni. Viljum við lögreglu með byssur og gummíkúlum í kjölfarið á þessu og umræðu hjá þeim um meira harðræði í stað þess að bæta við fólki fyrir okkur borgaranna í löggæslu á vegum og torgum? Ég bara spyr. Ef við værum að mótmæla einhverju af viti þá væri ég ekki að skrifa þetta en ykkar mótmæli og múgsefjun er komin að endastöð og viðtekur ruglið. Ykkar mótmæli eru komin útí, meiðyrði,skepnuskrif,ogbeldi og skemmdarverk, ég undirstrika mín skrif með þessum rökum. Ég efast um að menn eins og Sturla hafi óskað eftir því í upphafi. Hverju eruð þið annars að mótmæla núna ?
Strákar verið stoltir og hættið núna áður en það verður of seint. Tökum saman höndum og mótmæum einhverju sem við getum mótmælt. Olíuverð er ekki hægt að mótmæla, hvíldartími er ekki að leysast fyrr en í haust. Þetta var ykkar ástæða fyrir mótmælum. Það eru komin svör við öllu.
Hættið með reisn, ekki skemma möguleika annara á mótmælaaðgerðum sem vilja mótmæla t.d. Matvælaverði, vistun fyrir geðsjúka,misnotkun bankanna á okkur,lágum almennum kennaralaunum, samgöngum í Rvk,dýrri heilsugæslu fyrir 16.ára og yngri, dýru gjaldi á smbýlium fyrir fatlaða og ellilífeyrisþega, reglum um úttekt lífeyris okkar og svona mætti lengi telja. Þetta eru skárri mótmæli en það sem þið bjóðið okkur uppá núna.
Ef ég fer einhverntíma í LÖGLEGAR MÓTMÆLA AÐGERÐIR vil ég ekki verða skotinn af gúmmí byssu út af múgsefjun ykkar, þið eruð að skemma fyrir öðrum akkúrat núna.
Fjölmiðlar HÆTTIÐ AÐ VEKJA Á ÞESSU ATHYGLI !!!
Þeir nærast á henni .
GLEÐILEGT SUMAR !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maðurinn á bak við bloggið,hvers er að vænta frá honum.
5.6.2007 | 00:19
Það er í einhverju fikti að ég sé að (blogga) þetta orð fer frekar í taugarnar á mér og óska ég hér með eftir orði í staðinn.Vefskrif eða eitthvað svoleiðis.
Maður hefur oft heyrt um þessi vefskrif víða lesið um hinn og þennan sem er ágætt. Stundum eru krassandi fréttir sem vekja upp spurningar og fá fréttaflutning,ég ætla nú að vera alveg rólegur þar. Ég ætla hinsvegar að leita uppi slúður á enska fótboltamarkaðinum sem er gríðarlegur og stilla upp einni síðu hér til hliðar svo aðrir geta skoðað það. Svo langar mig að tjá mig um íslenka íþróttafréttamennsku sem fær falleinkunn á þessari vefskrifssíðu hér. Ég ætla að byrja á nokkrum punktum þar.
Nú eru 4 umferðir búnar í Landsbankadeildinni og hefur hún farið einkar glæsilega af stað. Einsog venjulega er byrjað geyst í ljósi landsleikja. Ég átta mig ekki aveg á svona þéttri byrjun sem orsakar það að mótið breytist í nokkur hraðmót. Ég vil sjá frekar fasta leikdaga, ef landsleikir hittast á leikdaga ætti að vera hægt að gera ráðstafanir. Þetta gerir allt flóknara rétt búið að ná fólkinu á völlin í 2 stiga hita og sunnanátt í 12metrum á sek.OJJJJJJ svo er bara talað um leiðinlegan fótbolta.
Það vekur satt best að segja furðu mína umfjöllun nokkura manna um mótið og hvað vakir fyrir þeim með skrifum sínum.Stundum mætti halda að það sé ásetningur af þeirra höndum að koma af stað óróa í einhverjum herbúðum með þjálfara þeirra og þeir blaðamenn geti staðið upp á eftir sem einhverjir sigurvegarar, en fyrir mitt leiti hefur málatilbúningur þeirra fallið á grýttan jarðveg. Ég vona fótboltans vegna að menn taki ekki svona skrif alvarlega heldur haldi sínu striki áfram því það er nokkuð ljóst að það sem maður hefur lesið hingað til er vondur lestur og mæli ég frekar með því sem stendur aftan á morgunkornspökkunum þar er meira talað um staðreyndir,menn halda virkilega það sem er auglýst af þeim sem heilsíðu plott og byrtist á síðum einhverra blaða um kall á einhverjar breytingar. Ég get lofað því að það skiptir blaðamann ekki nokkru hver er að þjálfa eða spila hverju sinni þeir bíða einsog gammar til að éta í sig særða bráð.'Eg hjó eftir því síðast í dag að landsliðið ætti að skipta um þjáflara,henda út fyrirliðanum,gera hrókeringar allstaðar í liðinu en hvergi sá ég hver ætti að fara inn fyrir þann sem átti að fara út .
Kanski er það tímabært að skipta öllu út,kanski ekki!! Ég get ekki séð ástæðuna að henda út fyrirliðanum,en hann hefur nú oft lent ámilli tanna blaðamanna og komið til baka svo þeir halda ekki vatni í nokkra mánuði.Kanski er Eyjófur okkar að byrja upprisuna á döpru gengi líkt og Ferguson gerði forðum kanski er líkingin vond en Ferguson byrjaði hrykalega en átti það einn og sér gott með að vinna með yngri mönnum því fékk hann séns,séns sem engin United maður gat hugsað sér hvernig hann gat þróast í einn farsælasta stjóra veraldar. Það er alveg ljóst að nokkrir fréttamenn sjá sig í stöðu gulu pressunnar á Englandi og það er gott en ég vil benda þeim á að engin nennir að ræða við þá á málefnalegum grundvelli þar, þess vegna slúðra þeir. En ég hélt í minni einlægni að svo væri hér að blaðamenn hafi fengið jafnan aðgang að viðtölum og öðru slíku að þeir þyrftu ekki að leggjast svona lágt til að koma réttmætum skoðunum sínum á framfæri. "Landsliðið spilaði illa". Ég vona að menn setjist yfir skrifin og velti því fyrir sér hvort þeir séu á réttri leið ef ekki þá vil ég benda þeim á það sem hefur farið á prent strokast ekki út og menn andi með nefinu og hugsi til enda það sem er skrifað.
Að endingu vil ég hæla dómurum fyrir inkomu sína,þeor eru að öllum líkindum búinir að tala sig saman og vona ég að þeir haldi áfram á sömu braut.
Hér er slóðin fyrir United menn en fyrir hina má finna öll félagslið evrópu inná síðunni.
Kv. Stebbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)