Dramatík í voginum
30.1.2013 | 19:59
Það er full dramatísk sú mynd sem Jón Gnarr dregur upp. Ég horfði á þennan fund og ég veit ekki með ofbeldi eða einelti, sú myndlíking gefur ekki þá mynd af fundinum sem ég sá.Við meigum passa okkur aðeins við að nota þetta sterk orð sem við erum að glíma við í samfélaginu.Ekki ætla ég að taka dæmi en þau eru mörg verri en þetta. Jón er fullorðin maður og er í pólitík og það er oft skotspónn á opnum fundum sem Þessum að slíkur æsingur verði og ég er ekki hissa að margir eru reiðir. Enda á bestiflokkurinn sök á þeirri reiði sem þar ríkir. Mér dettur ekki heldur í hug að segja hvernig menn eiga að stjórna svona fundum en þessi uppstilling er algerlega galin,ég hef setið 2 fundi með fulltrúum bestaflokksins þar sem að lýðurinn má tala og svo kemur keisarinn og bendir í allar áttir og segir 5aura brandara. Mér datt þó aldrei í hug að uppnefna eða slíkt enda er það málefnalaust og marklaust. Ég skil Jón að verða eitthvað brugðið en að sama skapi gat hann búið sig undir þetta. Ef rétt er sem kom fram í fréttum á RÚV að um stjórnarmann Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi væri að ræða í þessum gjörningi sem Jón kvartar undan þá dæmir sá maður sig sjálfur á á ekkert heima í pólitík. Burt séð frá því er dramatíkin mikil þarna og vanvirðingin ganvart fólki heldur áfram hvorn vegin sem við lítum á þetta dæmi.
Einelti og hreint og klárt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foringjaræðið tapaði en Lýðræðið vann
28.1.2013 | 15:12
Ég kann ekki að fara með alla neikvæðnisrumsuna sem að okkur voru beind frá meðlimum ríkisstjórnarinnar og velunnurum hennar um Cúbu norðursins ofl. Þegar okkar barátta varð til þess að Ólafur skrifaði ekki undir lögin ætaði allt um koll að keyra í ríkisstjórnarliðiðnu og Ólafur Ragnar Grímsson Forseti okkar fékk á sig þung orð.Framganga Jóhönnu og Steingríms voru með þeim hætti að nú væri lag að við krefðumst afsagnar þeirra,hér og nú.Þau voru reiðubúin að skila inn samning án samþykkis okkar og án þess að sá samningur kendur við Svavar fengi málefnanlega umræðu á hinu háa Alþingi slíkur var offósinn.
Við sem börðumst fyrir lýðræðislegri meðferð á þessu máli vorum bara vitleysingar sem ekki höfðu "hundsvit á þessum samning" né þessu máli öllu.
Sem aðildarþjóð í ESB hefðum við tapað þessu máli svo vonandi höldum við áfram að segja NEI.
Útskýringar Steingríms og Jóhönnu þess efnis að við gætum hafa tapað þessu máli fyrir 2 árum en ekki unnið málið líkt og nú er ömurlegur málfluningur og fyrir neðan allar hellur og gerir enfrekar lítið úr baráttu okkar,samvinnu og samkend í þessu máli. Foringjaræðið tapaði en lýðræðið vann.
Ísland vann Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foringjaræðið tapaði og Lýðræðið vann.
28.1.2013 | 12:01
Ég kann ekki að fara með alla neikvæðnisrumsuna sem að okkur voru beind frá meðlimum ríkisstjórnarinnar og velunnurum hennar þegar okkar barátt varð til þess að Ólafur skrifaði ekki undir lögin.Framganga Jóhönnu og Steingríms voru með þeim hætti að nú væri lag að við krefðumst afsagnar þirra,hér og nú. Útskýriingar Steingríms þess efnis að við gætum hafa tapað þessu máli fyrir 2 árum en ekki unnið líkt og nú er ömurlegur málfluningur og fyrir neðan allar hellur og gerir enfrekar lítið úr baráttu okkar,samvinnu og samkend í þessu máli. Foringjaræðið tapaði en lýðræðið vann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrunið á Fróni v.s Evrópu
10.6.2012 | 09:28
Ég las það einhverntímann að beinagrind íslenskra bankastofnanna hafi verið sniðin af lögum ESB þegar bankarnir voru einkavæddir.Þegar þetta var nefnt eftir hrunið þá vildu ekki margir kannast við þetta heldur vildu frekar ræða um "bankagjöf" stjórnmálaflokka til athafnamanna sem allir eru sammála um hafi farið frekar óhóflega fram með þau völd sem við réttum þeim.Núna 4 árum seinna er að koma meira í ljós að þetta er mikill sannleikur,regluverk ESB um rekstur banka og fjármálafyiritæki eru klárelga gloppótt og eru að setja fleiri þjóðir í mun verri stöðu en við vorum nokkurntíman. Þetta sér allur heimurinn nema stjórnvöldin á Íslandi sem að með blóð,svita og tárum eru að troða okkur inn í þetta hálf misheppnaða ESB samstarf.Nú teldi maður rétt að við stoppuðum í þessum aðildaviðræðum og einbeittum okkur frekar að því að klára þingstörfin og þau innanríkismál sem eru að sjóða uppúr.Maður hræðist alvarlega annað hrun á Íslandi og samkvæmt þeim heimildum sem ég hef þá er erum við ekkert sérlega vel í stakk búin til þess að taka á móti þeirri bankakreppu sem nú dynur á auðugustu löndum Evrópu.
En stjórnvöld linna ekki látum,þau bera okkur saman í grið og erg við aðrar þjóðir t.d Danmörk og Holland varðandi skuldir heimila og svo glymur einhver umræða um hagvöxt úr munnum helsu ráðherra landsins,umræða sem í raun er hálf gali.Málið er það að notkun greiðslukorta og yfirdrátta eru búin að færast í vöxt og það skekkir verulega þessa mynd,hagvaxtastefana er byggð á lánastarfsemi sem er frekar kunnulegt ástand ef við miðum okkur við 2007.Steingrímur og Jóhanna eru auðvitað að tala upp ástandið en það vantar raunsæið og staðreyndinda í þeirra málflutning.Eurovision Þulur sem talar frá Aserbaídjan er óhætt að tala þannig en eftir það dregur maður línuna.
Ísland er einstakt land og það sem við höfum framyfir allar þær þjóðir sem okkar ráðamenn vilja helst bera okkur við er stærð landsins,mannfjöldi og auðlindir. Auðvitað eigum við að vera snögg að rífa okkurupp úr þessu hruni,sérstaklega í ljósi þess að ýmsar heimtur verða að fullu greiddar.Samsatrf okkar við AGS gekk upp og nú er að virkja okkar atvinnutækifæri aðfullu.
Þessar lofræður Steingríms og Jóhönnu um það hve frábær þessi ríkisstjórn sé dæmir sig sjálf 8000 manns kýs hana.
Lánshæfi Þjóðverja gæti lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athyglissjúkur Alþingismaður.
8.3.2012 | 01:27
Þór Saari! Þetta er smekklaust,hugsunarlaust og tillitslaust. Nú er nóg komið af þessum hrunskenningum úti um allan bæ að ykkar hálfu.Ef Alþingismenn ætla að fara að fela glæpi á bak við hrunið þá er mér sem borgara í þessu landi nóg boðið.Ég skulda og það er ekki allt eins og það á að vera en það er í ferli sem tekur enda.Það birtir upp um síðir það gerir það alltaf,svona blogg er ekki rétta leiðin að bættu samfélagi.
Árásin kemur Þór ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
NÝTT ÍSLAND
29.2.2012 | 19:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni,þingmönnum til sóma.
18.1.2012 | 16:31
Frumvarp samið um staðgöngumæðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Staðgöngumæðrun samþykkt á Alþingi,til hamingju !
18.1.2012 | 16:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frumvarp um staðgöngumæðrun
17.1.2012 | 23:24
Ég hvet þá sem lítið hafa velt þessu máli fyrir sér að lesa þá skýrslu sem fylgir hér að neðan.Sú lesning er mjög fræðandi og gefur glögglega sterka mynd hvernig við Íslendingar getum staðið að þessu mikilvæga frumvarpi.Umræðan sem farið hefur fram hjá þeim sem eru því ósammála að þetta skuli samþykkja er mjög vanhugsuð og ómálefnanleg með ákaflega þröngsýnum og kjánalegum rökum.Vissulega vekur þetta upp spurningar,þess vegna þarf þroskaða einstaklinga og málefnalega umræðu em þetta frumvarp á hinu háa Alþingi.En sú umræða sem ég varð vitni af í dag bar þess engin merki og sem og oft áður að þeir sem tjáðu sig höfðu ekki svo mikið sem lesið eina línu af t.d þessari skýrslu sem ætti að hjálpa til við umræðuna sem slíka á þinginu svo hún fari nú ekki eins kjánalega fram líkt og í dag af þeim sem ekki eru sammála þessu frumvarpi. Ég hvet þa´aðila sem standa að þessu frumvarpi að dreyfa þessari skýrslu á Þór Saari,Sigríði I Valgerði Bjarnadóttur ofl. Þau hefðu gott af þeirri lesningu og ættu að sjá ramman sem hægt væri að setja um þetta frumvarp til að varna því að þetta góða frumvarp verði það fyrir þá Íslendinga sem ekki njóta þeirra forréttinda og hamingju að fæða börn.
http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Afangaskyrsla-vinnuhops-um-stadgongumaedrun.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðgöngumæðrun
17.1.2012 | 18:02
Í dag hef ég fylgst með umræðum um að lögleiða staðgöngumæðrun.Ég verð satt best að segja að margar þær konur sem sáu sér fært að tjá sig um þetta í púltinu á Alþingi, tókust með einstökum hætti að búa til einstaklega ljóta mynd af þessu annars góða frumvarpi,ýkjurnar voru slíkar að ég sá fyrir mér barnaútsölumarkað í kolaportinu eftir málflutning Sigríðar I Ingadóttur t.d
Á sama tíma þegar við erum að bæta réttindi samkynhneigðra og rétt þeirra til barneigna þá heyrir maður frá sama fólki sem þykist vera að berjast fyrir réttarstöðu þeirra ansi skrýtinn málflutning.Rökin sem þau beita gegn staðgöngumæðrun ætti að öllu leyti að grafa undan réttarstöðu samkynhneigðra.
Það er nú svo einfalt,það sem var nefnt var t.d,siðferði,réttarstöðu barna,kirkjan,biskupsstofa,lögfræðilegt og ýtir undir sölu á kvenlíkama.
Ástæða þess að leitað hefur verið til annara landa með staðgöngumæðrun er einfaldlega sú að það er löglegt þar og auðvitað má staldra við þarna og segja ,leyfum staðgöngumæðrun fyrir Íslendinga eða íslenska ríkisborgara ef einhver er hræddur um að einhversskonar iðnaður fari af stað.
Frumvarp þetta snýr aðallega að konum sem ekki geta eignast börn með nokkrum hætti á Íslandi ekki satt.Þessir foreldrar eiga að hafa fullan rétt til að eignast börn líkt og samkynhneigðir.
Ég sé ekkert athugavert við það að vinkonur,mæðgur,frænkur eða systur komi til aðstoðar ef um svona erfiðleika er að ræða,þetta ætti að vera sjálfsagt mál.
Það væri gaman ef einhver tæki saman hve margir foreldrar hafa reynt leiðir til barneigna í mörg ár án árangurs,þá væri hægt að sjá hve mörg börn þetta gæti verið á ári.
Afleiðingarnar af svona vandamáli geta verið mjög alvarlegar,þunglyndi,skilnaðir og óhamingja.Ef hægt væri að bæta því fólki sem búið er að eyða aleigunni og allri bjartsýninni í neikvæðar fréttir,með að samþykkja þetta frumvarp,þá er stórt vandamál leyst hjá lítilli fjölskyldu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)