Mögnuð uppákoma á Alþingi....

Það er heldur betur búið að dansa darraðardans á hinu hávirðulega Alþingi. 12 tímum fyrir atkvæðagreiðslu bárust þingmönnum NÝ skjöl frá bresku lögmannastofunni.Á meðan að menn héldu ræður í 3ju umræðu gátu aðrir séð sér fært um að lesa sig til um það sem í þessum skjölum voru. Þá gerðist þessi magnaða uppákoma,Utanríkisráðherra átti að vera "skjalfest frá lögmannastofunni" á fundi með þessari ágætu lögmannstofu þar sem átti að hafa komið fram sterkari staða okkar gagnvart Icesave.Utanríkisráðherra kannaðist bara ekkert við þennan fund.Þá átti þetta að hafa verið fulltrúi fjármálaráðherra en fjármálaráðherra kannaðist ekkert við það og ekki heldur þennan fund. Loks óskaði stjórnarandstöðuflokarnir eftir því að fundinum yrði frestað til að fara betur yfir málið með öllum þingflokksformönnum og það tók 30 mín að fá það í gegn. Loks töluðu menn um þingstörf forseta þingsins í aðrar 30 mín um að fresta einfaldlega fundinum. Það tókst á endanum eftir mikla baráttu. Forseti kom þá í pontu og frestaði honum en gaf ekkert í skin hversu lengi,eða hvort atkvæðagreiðsæu yrði seinkað.

Hvurskonar vinnubrögð eru þetta þarna á þessu þingi. En ég tek fram þetta var hin mesta skemmtun.Skemmtilegast var þó það að sjá ráðherrann Steingrím svrja þetta allt af sér og vildi meina að þessi gögn skiptu engu máli varðandi framvindu okkar Íslendinga í Icesave deilunni. Af hverju var þá fundinum frestað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband